Efnisorð: Nightrage

Nightrage - Insidious

Nightrage – Insidious (2011)

Lifeforce Records –  2011

Sænsk gríska hljósveitin Nightrage er mörgum þungarokkaranum vel kunnug, enda sveit sem meðal annars hefur innihaldið menn á borð við Tomas Lindberg (At The Gates/Lock Up/Disfear), Tom Englund (Evergrey) og heilan her af öðru liði. Sveitin spilar melódískt dauðarokk þar sem Gautaborgarsoundið er gjörsamlega í fyrirrúmmi og á köflum afar áberandi. Ætli það sé ekki sanngjart að segja að sveitin sé nokkurskonar blanda af melódísku dauðarokki, thrashi og jafnvel proggi.

Með sinni nýjustu plötu, Insidious, setur sveitin merkilegt met, en þetta er fyrsta skiptið sem inniheldur sömu meðlimi tvær plötur í röð. Þar að auki hefur sveitin fengið til sín heilan her af gestum, sem meðal annars hafa áður verið meðlimir sveitarinnar, en það eru þeir Apollo Papathanasio (Firewind), Tomas Lindberg (At The Gates/Lock Up/Disfear/ex-NIGHTRAGE), Gus G (Firewind/ex-NIGHTRAGE), Tom S. Englund (Evergrey) og John K (Biomechanical), en framlög kappanna ættu að draga margan leðurklæddan þungarokkarann í átt að plötunni.

Þar sem nútíma þungarokk bandarískra stórsveita virðist hafa heltekið Gautaborgarsoundið og gert að sínu eigin er lítið um eitthvað nýtt og ferskt á plötunni. Melódían er algjörlega ráðandi og í algjöru lykilhlutverki á plötunni, eitthvað sem mér finnst miður þar sem harðari lög á borð við “Cloaked In Wolf Skin” grípa mig mun meira en lög á borð við “Sham Piety”, sem kveikja á æluviðbrögðum. Ég held að þessi tegund tónlistar (fyrir mig) náði hámarki með Dio kallinum á seinnihluta síðustu aldar og því lítið fyrir mig að reyna að dæma þetta á sanngjörnum nótum. – mér finnst þetta leiðinlegt.

Valli

Nightrage

Nightrage eru bókaðir á hljómleika London sem upphitunarband fyrir Arch enemy í desember (ásamt the Haunted og Dark tranquillity). Þeir eru nú orðnir þrír Grikkirnir í bandinu því nú hefur nýr trommari bæst við. Einnig er nýr bassaleikari kominn. Ný plata(með 13 lögum) er í smíðum hjá þeim og Fredrik Nordström og ber heitið Descent Into Chaos og kemur hún út 21. mars á næsta ári
Line-öppið á henni er sem hér segir:
Tompa (Ex-At The Gates, The Great Deceiver): Öskur
Marios (Ex-Exhumation): Gítar
Gus (Ex-Dream Evil, Firewind): Gítar
Henric (Cipher System): Bassi
Fotis (Ex-Septic Flesh): Trommur