Tag: Neurosis

Eistnaflug 2017

Eistnaflug er tónlistarhátíð sem haldin hefur verið árlega síðan sumarið 2005. Þetta er innihátíð í Neskaupstað, vinalegum litlum bæ á Austfjörðum, sirka jafn langt frá Reykjavík og hægt er að komast án þess að fara úr landi. Aðra helgina í júlí tvöfaldast íbúafjöldi Neskaupstaðar þegar tónlistaraðdáendur hópast til Norðfjarðar að njóta lifandi tónlistar við bestu hugsanlegu aðstæður.

Þegar hafa eftirfarandi hljómsvetiri verið bókaðar: The Dillinger Escape Plan [USA] Neurosis [USA] Bloodbath [SWE] Sólstafir [ICE] Skálmöld [ICE] Dimma [ICE] Zatokrev [SWI] Sinistro [POR] Naga [ITA] Misþyrming [ICE] Innvortis [ICE] Morðingjarnir [ICE] Auðn [ICE] Churchhouse Creepers [ICE] Kronika [ICE] Kælan Mikla [ICE] Hubris [ICE] Cult of Lilith [ICE] Grave Superior [ICE] og Oni [ICE]

www.eistnaflug.is // www.facebook.com/EistnaflugFestival // @Eistnaflug

ÞAÐ ER 18 ÁRA ALDURSTAKMARK Á EISTNAFLUG OG MUNIÐ AÐ ÞAÐ ER AFMÆLISDAGURINN ÞINN SEM GILDIR

Munum svo að það er bannað að vera fáviti á Eistnaflugi og ekkert helvítis rugl!!!!

Neurosis með Fires Within Fires

Ellefta breiðskífa hljómsveitarinnar Neurosis verður gefin út 23. september næstkomandi og til að kynna nýja gripinn og um leið til að minna á sig setti sveitin eftirfarandi kynningarmyndband á netið:

Hægt er að forpanta nýju skífuna hjá Neurot útgáfunni https://neurotrecordings.merchtable.com/ og eru all nokkrir pakkar í boði:
NR_FiresWithinFires_SPLASH

Corrections House með nýja plötu

Hljómsveitin Corrections House sendi nýverið frá sér lagið “Superglued Tooth” sem verður að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar “How To Carry A Whip“, en breiðskífa þessi verður gefin út 23. október næstkomandi.

Hljómsveitin Corrections House saman stendur af:
Mike IX Williams – Söngur (Eyehategod, Arson Anthem, Outlaw Order ofl)
Scott Kelly gítar, Söngur (Blood & Time, Neurosis, Scott Kelly, Tribes of Neurot, ofl)
Sanford Parker – Trommu forritun og hljómborð (Buried at Sea, ex-Twilight, Mirrors for Psychic Warfare, Missing, The Living Corpse)
Bruce Lamont Saxófónn, Söngur (Bloodiest, Bruce Lamont, Circle of Animals, Yakuza ofl)

Hægt er að hlusta á fyrrnefnt lag hér:

Neurosis - Times Of Grace

Neurosis – Times Of Grace (1999)

Relapse Records –  1999

Sigurós öfganna!? Epískur hávaði? Kallið Neurosis það sem þið viljið en ekki láta þessa plötu fram
hjá ykkur fara. ….og ég á að reyna að “dæma” gripinn. Ég þori því varla. Eftir seiðandi og dularfullt intróið er ferðalagið inní óvissuna hafið. Þetta er ekki platan sem að þú setur á fóninn inní plötubúð og hugsar:”lög númer fjögur, sjö og tvo sparka í rassgöt…kaup’ann”. Nei. Þú “upplifir” hann (svo að ég vitni nú í Ísar vin minn).Þar af leiðandi er alger þvæla að fara að pikka út einhver topplög á plötunni því að þetta er heilsteipt verk(meistaraverk?). Þú setur þessa plötu ekki í spilarann í partíi og spilar lag númer 3 af því að það rokkar. Nei. Times Of Grace er persónuleg og erfið plata en um leið er hún áskorandi,aðdáunarverð og falleg. Hér ræður myrkrið og kuldinn ríkjum. Hver segir að myrkrið geti ekki verið fallegt? Það sem að fallegt getur á sama tíma verið óhugnalegt.Í bandinu eru fimm einstaklingar og gestaspilarar hér eru fjórir. Neurosis eru virkilega óhugnalegir í öllu þessu veldi sínu og finnst manni alveg merkilegt hvernig þeir fara að því að hafa stjórn á öllum þessum hljóðum og hugmyndum en þar er samt ekki alveg eins undrunarvert þegar maður veit hver sá um upptökustórnina en það var engin annar en Steve Albini, a.k.a. Stebbi albínói(Shellac, Slint, Pixies o.fl.). Hljómurinn er ótrúlegur. Kjöraðstæður til hlustunar á þessu skrímsli er án efa myrk stofan, næði og gæða heyrnartól. Ef þér hefur einhverntíman langað til að exsperimenta,hlusta á eitthvað exstrím og ögrandi þá átt þú að næla þér í þessa plötu helst í gær.

Toppar:
Þessi plata er einn alsherjar toppur.

Birkir

Neurosis - Sovereign

Neurosis – Sovereign (2000)

Music For Nations/Neurot Recordings –  2000

“Your mind is as vast as the universe” er ein af fyrstu línunum sem maður heyrir á plötunni
Sovereign með hljómsveitinni Neurosis, og er það nákvæmnlega viðhorfið sem maður á að hafa við hlustun disksins.
Sovereign er sem heild víðáttumikið landslag ýmissa hljóða og radda sem allar eru afar niðurdrepandi, neikvæðar og dimmar; sem er ekki skrítið miðað við að þessir menn bjuggu eitt sinn á götunni og lifðu ekki hinu besta lífi. Það sem heillar mig mest af þessarri plötu eru endurtekningarsömu og þrálátu pælingarnar sem eru sumar margar mínútur að lengd, enda er diskurinn, sem hefur að geyma fjögur lög, meira en þrjátíu mínútur að lengd; do the math. Ekki síst heilla mig elektrónísku/noise/ambient pælingarnar sem fá að njóta sín í sérstöku verkenfni Neurosis, Tribes of Neurot, en það er allt annað mál.
Maður þekkir Neurosis alltaf á tveimur hlutum: söngvarins, sem er ekki hægt að rugla saman með neinum nema kannski með Entombed, og trommusándsins sem er ávallt einkennandi af hráum hljóm og virkar eins og þær séu teknar upp með einum eða tveim mic-um í litlu herbergi, en að sjálfsögðu er meira að baki.
Listinn yfir alla þá listamenn sem fram koma á Sovereign er langur og hefur að geyma fleiri en 12 manns, sem sinna ýmsum ásláttar, blásturs, strengja og radda útsetningum. Diskurinn er Engineer- aður af Steve Albini sem er oftast gæðastimpill út af fyrir sig að mínu mati hvað varðar production.
Á hverjum einasta dimmum rigningar- eða snjó dag fyrri hlutar vetrarins 2000 hlustaði ég á þennan disk því hann er tilvalinn fyrir hlustun í heyrnartólum á úrkomumiklum og myrkrum degi. Að mínu mati er enginn sérstakur toppur á disknum, vegna þess að hann er í heild sinni eitt verk en samt ber að nefna að endur-hjökkun Neurosis-manna á laginu “Road to Sovereignity”, sem þeir kalla einfaldlega “Sovereign” á þessum disk, er sérstaklega skemmtileg vegna þess hver mikið öðruvísi það er á þessum disk, og að mínu mati betra.
Sovereign er fyrir fólk sem er ekki hrædd við myrkrið og er, eins og áður hefur komið fram, afar viðeigandi á úrkomu- eða þunglyndisdögum.

“FAITH IN THIS WILL BRING US ALL TO HER.
WE WILL KNOW AND FEEL ALL THAT IS REAL.”

Pasani

Neurosis - The Eye Of Every Storm

Neurosis – The Eye Of Every Storm (2004)

Relapse –  2004
www.relapse.com

Ef þú ert lengra komin(n) þá veist þú pottþétt hverjir Neurosis eru. Einnig eru gríðarlegar líkur á að þú kannist við nafnið þó þú sért tónlistarlega herynalaus og með eindæmum slæman smekk.
Annað hvort skrifa ég heila ritgerð um þessa plötu eða kýs að vera fámall og koma mér beint að málinu. Í þetta skipti vel ég síðari kostinn.
In The Eye Of Every Storm er stórfengleg plata. Hana er samt erfitt að bera saman við fyrri verk sveitarannir því margt hefur breyst. Breytingarnar eru ekki til ama of þær eru ekkert endilega til batnaðar. Málið er að svona ótrúlegt band batnar ekki þegar það er varla hægt að gera betur. En hljómsveit sem eru svona þroskuð og í algerum sérflokki, getur altént bætt við sig og fært okkur eitthvað ögn frábugðnara en það sem áður var leikið.
Hér eru Neurosis hógværir. Ekki eins dramantískir í uppbyggingu og klímax köflunum. Hér er ekki jafn augljós sprengikraftur og hljóðveggur sem þeir eru þekktir fyrir er ekki byggður upp eins yfirþyrmandi og í denn. Það hafa þeir gert áður með hrykalega tilkomumiklum árangri. Hér fáum við að kynnast lágstemmdari söng og öðruvísi melódíum. Eins strengja melódíur eru hér áberandi sem og eins stengjar riff. Það er eins og þeir séu að hlífa okkur og læðast aftan af okkur með annarskonar ógurleika sem er falega ógurlegur í einfaldleika sínum.
Andrúmsloftið er drungalegt en í senn dregur það mann inn og dáleiðir.
Hrein unun fyrir þau okkar sem viljum hlusta á eitthvað bitastætt.

Birkir

NEUROSIS - Given to the Rising

NEUROSIS – Given to the Rising (2007)

Neurot –  2007

„Given to the Rising“, nýjasta afurð Neurosis, er einstaklega vel heppnuð plata í alla staði, og þrátt fyrir að vera töluvert lengri en flestar útgáfur þessa dag verður platan aldrei langdregin eða leiðinleg. Neurosis hafa alltaf verið ótrúlega metnaðarfullir og er lagasmíði þeirra ótrúlega vönduð. Yfirvegunin er þó alls ekki þannig að þetta sé fyrirsjáanlegt, heldur álíka og yfirvegun vitfirrings sem fer sínar eigin, en ákveðnar, leiðir til að ná takmarki sínu. Og ef þetta takmark var að gera enn eina Neurosis klassíkina, plötu sem er á köflum tormelt, en er í senn aðlaðandi og nær algjörum tökum á manni þá er takmarkinu heldur betur náð.

Neurosis er í ár 22 ára gömul hljómsveit og í gegnum súrt og sætt hefur þessi hljómsveit alla tíð verið rísandi afl í metalheiminum, og með þrautseigju, metnaði og ótrúlegum hæfileikum skapað ótrúleg tónverk. Þá hefur Neurosis sett markið hátt fyrir aðrar hljómsveitir, og haft mikil áhrif á sveitir eins og Mastodon og Isis. Það að vera í Neurosis er ekki arðbær atvinnugrein og eru allir meðlimir hljómsveitarinnar í fullu starfi til að fleyta sér og fjölskyldum sínum áfram. Neurosis eru fyrir þessar sakir í mínum huga ótrúlegar hetjur og hafa sýnt það að til að komast langt, þróast og skapa góða tónlist þarf maður síst á pening að halda.

Þegar ég hlusta á „Given to the Rising“ líður mér eins og ég sé að horfa á svarthvíta kvikmynd eða lesa bók sem öll gerist í myrkri. „Given to the Rising“ er dökkt verk, og algjörlega litlaus. Litlaus á þann hátt að hún er stórkostlega svarthvít, og gæti aldrei gengið upp ef vottur af lit myndi finnast í henni. Fyrir mér hefur Neurosis áður fengið mig til að ýja að því að hægt sé að gera svarthvíta tónlist, en með þessari plötu finnst mér ekki lengur nokkur vafi um að svo sé. Aldrei ber á fáti eða hugmyndaleysi,og hvert einasta hljóð í allar þessar sjötíu mínútur á rétt á sér. Það tók mig ansi mörg skipti í að hlusta á plötuna áður en ég treysti mér til að skrifa um hana, og held ég að þessi fáu orð mín lýsi henni engan veginn á fullnægjandi hátt. Neurosis er hljómsveit fyrir lengra komna, og ástæða þess að skrifa lítið um hvernig Neurosis hljómar er sú að ef þú veist það ekki nú þegar, ertu ekki ennþá tilbúinn. Given To

Jói

Neurosis - Souls at Zero

Neurosis – Souls at Zero (1999)

Neurot Recordings –  1999
www.neurosis.com

Við erum kölluð fram í umhverfi þar sem að náttúrunni er drekkt í straumlínulaga háhýsum. Rafmagnsturnar stingast upp úr jörðinni eins og sprautunálar og við finnum okkur allt í einu umvafin hrópum og köllum sem skvettast framan í andlit okkar eins og ískaldar vatnsgusur.

Ópin eru stríðsköll sem og galdraseiðar sem grátbiðja um afturhvarf til löngu horfinna tíma, varðeldurinn hefur verið tendraður í fjarskanum.

Mikilfengleiki þrátt fyrir brothætta tóna:
Souls at Zero er talin tímamótaútgáfa fyrir hljómsveitina Neurosis, en sumir telja að með henni hafi þeir rifið sig úr faðmi gamla pönk aðdáendahópsins endanlega og siglt út í óvissuna. Tilraunagleðin leynir sér heldur ekki í tónunum sem þeir framkalla á henni, verkfærakistan hefur verið galopnuð og ný riffsmíðatólin virðast rífa upp allar þær rætur sem þeir höfðu lagt með fyrri útgáfum eins og Peace of Mind.

Gömul þemu og mótíf úr pönkheiminum eru þó enn til staðar í hljóðsömplunum sem byrja mörg lögin, einnig eru kannaðir tónheimar folk-stefnunnar lítillega með kassagíturum og lúðrum – en hið síðarnefnda minnir lítillega á samsuðning blásturshljóðfæranna og transdrifinna riffanna á Atom Heart Mother með Pink Floyd. En Neurosis hafa einmitt nefnt eldri stefnu psychedelic rokksins sem mikinn áhrifspunkt, það er úr þeim Mímisbrunni sem að drykkurinn er framreiddur að miklu leyti á Souls at Zero. Fyrst að krufningin á því er það sem drífur Neurosis áfram á þessum tímapunkti þegar diskurinn er gefinn út er hafið þá er vert að nefna bönd eins Amebix sem var bandið sem ýtti þeim í átt andrúmslofts drifins pönks og Melvins sem er jafnvel áhrifavaldurinn á bakvið drekkjandi sludge riffin sem halda hlustandanum í kafi við árbakka laga eins og t.d. Stripped.

Þó að þetta sé fyrir þann tíma þegar þeir byrjuðu að vinna með upptökuseiðkarlinum Steve Albini þá er þetta óneitanlega rými sem að þeir skapa í tónlist sinni þó til staðar, en milli útgáfa hefur rýmið spilað mikinn part í tónlist þeirra – jafnvel orðið með tímanum hið þögla ósnertanlega hljóðfæri sem gerir þá að því sem að þeir eru. Rýmið sem er smíðað utan um hlustandann á þessum disk er kæfandi, það hleypir engu lofti inn og aðeins drungalegum tónum út.

Beinagrindur hafsins reka okkur áfram og við siglum í átt að varðeldinum – við stjórnvölinn er hljómsveitin Neurosis.

Hafsteinn Viðar Ársælsson

Neurosis

Neurosis munu taka við stjórnvölum fyrir Roadburn festivalið árið 2009. Ekki nóg með að sveitin muni vera aðal númerið á hátíðinni, heldur mun sveitin alfarið sjá um að velja hverjir spila með sér þetta árið. Festival þetta verður haldið frá og með 23. apríl fram að 25. apríl, á meðan það verður eitthvað viðbótar húllumhæ á sunnudeginum eftir þetta (26.apríl).

Neurosis

29. júní næstkomandi er von á nýrri plötu frá hljómsveitinni Neurosis. Platan hefur fengið nafnið “The Eye Of Every Storm” og verður hún gefn út af Neurot útgáfunni. Nýtt lag með sveitinni verður einnig hægt að heyra á safnplötu/DVD sem gefin verður út af Neurot útgáfunni um miðjan júní mánuð. Á The Eye Of Every Storm” verður að finna eftirfarandi lög:
01 – “Burn”
02 – “No River To Take Me Home”
03 – “The Eye Of Every Storm”
04 – “Left To Wander”
05 – “Shelter”
06 – “A Season In The Sky”
07 – “Bridges”
08 – “I Can See You”