Efnisorð: Myndband

Old Wounds kynna nýtt lag af tilvonandi plötu

Bandaríska hljómsveitin Old Wounds sendir frá sér nýja plötu að nafni Glow núna 6. nóvember, en það er Good Fight Music útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Nýverið sendi sveitin frá sér lagið Give A Name To Your Pain við góðar undirtektir og í nú er komið að laginu “To Kill For” (sem sjá má hér að neðan í formi myndbands). Hægt er að panta forpanta plötuna hér:  Merchnow.com/catalogs/old-wounds

Foo Fighters með nýtt lag og myndband

Hljómsveitin kom rokkheiminum á óvart í dag er hún skellti laginu Run á netið bæði á youtube í formi myndbands og aðra miðla á borð við Spotify, Itunes og fleira. Lagið er öllu þyngra en sveitin hefur verið þekkt fyrir síðastliðin á og myndbandið afar vel unnið. Hægt er að hlusta á lagið eitt og sér hér að neðan, og einnig horfa á umtalað myndband:

Great Grief með nýtt myndband við Robespierre

Íslenska harðkjarnasveitin Great Grief sendi frá sér myndband við lagið Robespierre, en lagið að finna á tvískiptri plötu að nafni “There’s No Setting Sun Where We Are” sem Great Grief gaf út með bandarísku hljómsveitinni Bungler. Hægt er að nálgast plötuna á bandcamp síðu sveitarinnar, en umrædd myndband má finna hér að neðan: