Efnisorð: MUNICIPAL WASTE

Municipal Waste gefa út Slime And Punishment í sumar

Sjötta breiðskífa hljómsveitarinnar Municipal Waste, Slime And Punishment, verður gefin út 23. júní næstkomandi. Sveitin hefur því skellt laginu “Amateur Sketch” af umræddri skífu á netið og er hægt að hlusta á það hér að neðan. Plötuna, sem gefin er út af Nuclear Blast útgáfunni, er hægt að forpanta á heimasíðu sveitarinnar municipalwaste.net

Lagalisti Slime And Punishment:

01 – “Breathe Grease”
02 – “Enjoy The Night”
03 – “Dingy Situations”
04 – “Shrednecks”
05 – “Poison The Preacher”
06 – “Bourbon Discipline”
07 – “Parole Violators”
08 – “Slime and Punishment”
09 – “Amateur Sketch”
10 – “Excessive Celebration”
11 – “Low Tolerance”
12 – “Under The Waste Command”
13 – “Death Proof”
14 – “Think Fast”

MUNICIPAL WASTE - The Art of Partying

MUNICIPAL WASTE – The Art of Partying (2007)

Earache –  2007

Þegar ég hugsa um blessuð Bandaríkin flýgur mér fyrst í hug feitur kani í wifebeater bol með sósublettum að grilla fyrir framan húsbílinn sinn með suðurríkjafánann í bakgrunni, og tónlistin, jú það verður að vera thrash. Í mínum huga er það mest ameríska tónlistarstefnan, meira amerísk en kántríið. Til að það takist sem best til verður það að mínu mati að vera hratt, á köflum fíflalegt, með öflugum sing-along köflum og nógu andskoti mikið attidue! Þannig hljómar einmitt nýjasta afurð Municipal Waste, „The Art of Partying“, og ríflega það. Hressasta metal plata ársins hingað til sem hefur vafalítið fengið að njóta sín í fullu blasti í fylleríum í sumar þar sem síðhærðir ungir piltar og jafnvel enn yngri meyjar í rifnum gallaklæðnaði hafa tryllst með viðeigandi berserksgangi og hávaða!

Municipal Waste eru alls ekki með ferskt eða frumlegt sánd, og breytingin milli síðustu tveggja útgáfa þeirra er sama og engin, sömu formúlurnar og nákvæmlega sami hljómurinn, en um leið sama djöfuls stuðið. Ég hafði ekkert heyrt um þessa hljómsveit áður en hún kom hingað til lands fyrir nokkru síðan, en hef verið nokkurn veginn heillaður síðan, mikilli flösu hefur verið þeytt við hljóma þeirra enda einstaklega headbangin‘ væn tónlist hér á ferð. En þetta er ekki eintómt kjaftæði og fíflagangur. Í Municipal Waste vita menn nákvæmlega hvað þeir eru að gera og eru engir aukvisar þegar það kemur að hljóðfæraleik. Til þess að thrash, eins einfalt og það getur hljómað, virki, verður það að vera framkvæmt af mönnum sem kunna sitt fag. Gítarleikurinn á þessum hraða er ótrúlega þéttur og vandaður, og trommuleikurinn er firnasterka burðarvirkið sem heldur þessari geðveiki hangi saman þar sem hún æðir allt að því stjórnlaust áfram.

Til samantektar verð ég þó að segja að platan er lítið annað en framhald af síðustu plötu Municipal Waste, „Hazardous Mutation“. Sum lögin finnst maður jafnvel að maður hafi heyrt áður og sjaldan er fallið frá formúlunni sem hefur reynst þeim ágæt hingað til. En þó að sveitin taki fá sénsa með plötunni hef ég eiginlega ekki trú á öðru en þeim sé nákvæmlega sama um slíkt og að ætlum þeirra hafi aldrei verið neitt annað en að gera hraða, þétta og skemmtilega plötu, og það tókst þeim heldur betur. „Municipal Waste is gonna FUCK YOU UP!“

Jói

Municipal Waste

Hægt er að hlusta á lagið “Wrong Answer” af tilvonandi breiðskífu sveitarinnar Municipal Waste (sem fengið hefur nafnið “Massive Aggressive”) á netinu. Platan verður gefin út í lok ágústmánaðar og er það Earache útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Hægt er að nálgast lagið hérna: www.myspace.com/municipalwaste

Municipal Waste

Ameríska ruslsveitin Municipal Waste ætlar að skella sér í hljóðver seinna í þessum mánuði, og hefja upptökur á nýrri plötu.

Upptökur munu fara fram í Red Planet Studios í Richmond, Virginia og mun maður að nafni Zeuss(Hatebreed) taka plötuna upp.

Earache Records gefa út, og búast má við gripnum í Ágúst á þessu ári.