Efnisorð: Mouth Of The Architect

Future Usses kynna nýtt efni

Hljómsveitin Future Usses sem innheldur þá Sacha Dunable (söngvari og gítarleikari Intronaut), Derek Donley (áður í Bereft) og Dan Wilburn (áður í Mouth Of The Architect), setti nýverið demo upptökur af laginu What Is Anything, en lagið er gott dæmi um hvernig efni sveitin spilar. Von er á nýrri plötu frá sveitinni, en hún verður hljóðblönduð af Kurt Ballou í september mánuði, en sveitin hefur þegar lokið upptökum.

Mouth Of The Architect – Time And Withering (2004)

Translation Loss –  2004
www.translationloss.com

Mouth Of The Architect frá Translation Loss Records er band sem hefur ekki fengið nógu mikla athyggli að mínu mati.
Ep’ið ‘Time And Withering’ sem kom út árið 2004, er eitt af því betra sem hefur heirst í mínum eyrum síðustu mánuði og hefur lítið annað komist fyrir.
Þessi hljómsveit hefur greinileg áhrif frá böndum eins og Isis, Neurosis og alveg niður í Godspeed og Explosions In The Sky, og fólk sem er mikið fyrir þau bönd munu eflaust ekki vera fyrir vonbrigðum við hlustun Mouth Of The Architect.
Þótt að platan þeirra séu ekki nema 4 lög, þá er hún um 35 mínútur að lengd og gefur það til kynna að lögin eru í lengri kanntinum sem er aðeins af hinu góða.
Frá hinum dýpstu instrumental melódíum og þungum gítar-riffum má finna þennan hrikalega kraft sem býr til þessa ákveðnu stemningu sem ekki nógu mörg bönd ná í mann nú til dags.
Söngurinn er frekar sérstakur sem þarf kannski að venjast, en þó má finna Mastodon áhrifin sem og Isis. Þeim er síðan blandað saman sem veldur þessum gríðarlega auka krafti sem lemur mann fram og aftur.

Von er á splitti með þeim félugum með bandinu Kenoma sem geymir þrjá fyrrum meðlimi úr Mouth Of The Architect, og mun það innihalda eitt lag með MOTA sem verður um 17 mínútur og tvö frá Kenoma. Bíð spenntur eftir því.
En kynnið ykkur þetta band, þið munið ekki leiðast.

Á www.translationloss.com -má síðan finna tóndæmi af laginu þeirra; ‘The Worm’, -sem er að mínu mati eitt af betri lögum af þessu Ep’i.

-Viktor Kaldalóns. (Snoolli)

Snoolli