Efnisorð: Monks of Eris

Árslisti dordinguls / harðkjarna – 20. bestu Íslenskar útgáfur 2017

Árið 2017 var sérstaklega gott tónlistarár, ekki bara í erlendri útgáfu heldur líka hér á íslandi, upphaflega áætlunin var að gera top 5 lista, en það var bara of mikið af góðri tónlist í boði þetta árið. Hér að neðan má sjá árslista dordinguls/harðkjarna yfir bestu 20. útgáfur ársins 2017:

1. GodChilla – Hypnopolis
– Hvað gerist ef maður blandar hressandi brimbrettarokki við niðurdrepandi dómdagstóna þungarokksins? Bara ein besta rokk útgáfa sem Íslensk hljómsveit hefur sent frá sér í áraraðir. Frábær sveit með frábæra breiðskífu, þetta er ein af þeim hjómsveitum sem allir landsmenn verða að kynnast og það helst strax.

2. Grit Teeth – Let it be
– Það var mikið! Ég var búinn að bíða eftir þessarri plötu í langan tíma, en gleðifréttirnar eru þær að biðin val vel þess virði. Hrár harðkjarni frá sveitinni sem nær að sameina alla rokkaðdáendur landsins.

3. LEGEND – Midnight Champion
– Enn og aftur kemur Krummi á óvart, ekki er þetta bara ein af betri plötum á hans ferli sem tónlistarmanns, heldur er hún í þokkabót virkilega vel útsett og einhvernveginn hálf rómantísk raftónlsitarplata blönduð með kröftugu rokki.

4-5. Sólstafir – Berdreyminn
– Tímamótapata frá Sólstöfum, með snilldar lög á borð við Silfur Refur, Ísafold og Bláfjall. Plata sem gengur lengra í fjölbreytileika en fyrri plötur, en nær samt að vera rokkaðri en margur grunaði.

4-5. Katla – Móðurástin
– Fyrsta plata Gumma og Einars sem hljómsveitin Katla, þvílík byrjun á sveit. Hljómsveit sem fangar Íslenska póst blackmetal senuna á heilli breiðskífu.

6. Ham – Söngvar um Helvíti Mannana
– Það er ekkert grín að fylgja á eftir verki eins og Svik Harmur og Dauði, en þetta tókst þeim. Alltaf þegar gaman þegar hljómsveit nær að toppa seinustu breiðkskífu með enn betri lagasmíði.

7. Auðn – Farvegir Fyrndar
– Frábær framhald fyrsti plötu sveitarinnar. Það er ástæða fyrir því heimurinn hefur tekið eftir þessarri sveit og mun þessi plata gera ekkert nema gott fyrir framtíð sveitarinnar.

8. Beneath – Ephemeris
– Þriðja breiðskífa þessa mögnuðu dauðarokksveitar og örugglega þeirra besta. Með lög eins og Eyecatcher, Ephemeris og Cities of the Outer Reaches sannast snilldin á bakvið sveitina í heild sinni.

9. xGADDAVÍRx – Lífið er refsing
– xGADDAVÍRx er ein af þeim hljómsveitum ísland hefur alltaf vantað. Hver einasta útgáfa sveitarinnar er betri en sú síðasta, reiði, hraði og harðneskja í fallegum og góðum pakka.

10. Une Misère – 010717
– Það er bara einn galli við þessa útgáfu, ég vill meira! Lögin 3 eru frábær og það er það eina sem skiptir mái við þessa útgáfu.

11. Dauðyflin – Ofbeldi
12. Skurk – Blóðbragð
13. World Narcosis – Lyruljóra
14. Skálmöld – Höndin sem veggina Klórar
15. Dimma – Eldraunir
16. Mammút – Kinder Versions
17. Dynfari – The Four Doors of the Mind
18. CXVIII – Monks of Eris
19. Glerakur – The Mountains Are Beautiful Now
20. Röskun – Á brúnni

 

CXVIII: Doom og Dauði (örviðtal)

Nýverið sendi hljómsveitin CXVIII frá sér stafræna skífu að nafni Monks of Eris, en skífu þessa er hægt að fá á bandcamp síðu sveitarinnar. Ekki er mikið vitað um sveitina, en með hjálp internetsins er kannski hægt að skella nokkrum spurningum á meðlimi sveitarinnar..

Hvaða kemur sveitin CXVIII og hvaða merkingu hefur nafn sveitarinnar fyrir meðlimi hennar?
CXVIII er upprunin frá Íslandi, nánar tiltekið Reykjavík. Bandið er stofnað árið 2015 þegar fyrsta efni sveitarinnar var skapað. Fyrir okkur þá er CXVIII útrás fyrir sorg, gleði, vondum tímum ásamt þeim góðum. Við viljum skapa tónlist sem hefur mikla merkingu fyrir meðlimi og ég tel að fyrsta útgáfan Monks of Eris sýni það. Merking nafnsins er tvíþætt, fyrsta lagi er CXV tákn bandsins og í öðru lagi er III merki um þrenningu meðlima, við erum ein heild sameinuð með tónlist.

Hverjir eru í hljómsveitinni?
CXVIII telur ekki mikilvægt að nöfn meðlima séu þekkt, tónlistin er það sem skiptir máli.

Nú er ekki mikið um upplýsingar um sveitina á netinu, hver er ástæðan fyrir því?
CXVIII er ekki með útgáfu eins og er, engin eintök af Monks of Eris eru skipulögð að svo stöddu en það gæti breyst á næstu misserum.

Verður Monks of Eris gefin út annarstaðar en á stafrænu formatti (Vínill/CD/Kasetta?)
Það er margt í vinnslu fyrir CXVIII og bráðum koma frekari tilkynningar varðandi það.
Hvenær má eiga von á því að sjá sveitina spila á tónleikum?
Fyrsta giggið er planað þann 15.apríl næstkomandi ásamt hljómsveitunum Morpholith, Slor og Qualia.

Eitthvað að lokum?
Monks of Eris er fáanleg á síðunni : CXVIII.bandcamp.com