Efnisorð: Momentum – Fixation

Momentum – Fixation, at Rest – Ný plata tilbúin

Momentum hafa lokið við gerð sinnar nýjustu plötu. Platan ber nafnið ‘Fixation, at Rest’. Hún inniheldur 9 lög og spannar rúmlega 50 mínútur.

Platan var tekin upp í Island Studios í Vestmannaeyjum í júlí 2009. Upptökur voru í höndum Axel “Flex” Árnasonar. Hluti af plötunni var einnig tekin upp af Momentum í Stúdíó Njallinn (ef stúdio mætti kalla ) Platan var mixuð og masteruð í Stúdío ReFlex, einnig af honum Flex. Um 2 ár eru liðin frá því að fyrst var farið að semja efni á plötuna og því ekki hjá því komist að við strákarnir brosum fram að eyrum þessa dagana. Á næstunni koma einhverskonar hljóðdæmi á netið ásamt einhverju “studiofootage” og þess háttar.

Að svo stöddu getum við hins vegar ekki tjáð hvenær gripurinn verður gefinn út. Nánari upplýsingar síðar. Góðar stundir!