Efnisorð: Misery Signals

Hljómsveitin END (Counterparts, ex-Misery Signals, Blacklisted) kynna nýja EP plötu

Nýverandi og fyrrum meðlimir hljómsveitanna Counterparts, Fit For An Autopsy, Reign Supreme, Blacklisted, Misery Signals og Shai Hulud hafa stofnað saman hljómsveitina END.  Hljómsveitin gefur út plötuna “From The Unforgiving Arms Of God” í september og er það Good Fight Music sem gefur út efni sveitarinnar.  Í hljómsveitinni eru þeir Brendan Murphy (Counterparts), Will Putney (Fit For An Autopsy), Jay Pepito (Reign Supreme, ex-Blacklisted), Greg Thomas (ex-Misery Signals, ex-Shai Hulud) og Andrew McEnaney (Structures, Trade Wind).

Lagalisti plötunnar:
1. Chewing Glass
2. Usurper
3. Love Let Me Die
4. From The Unforgiving Arms of God
5. Necessary Death
6. Survived By Nothing

Hægt er að hlusta á lagið Usurper hér að neðan:

Misery Signals - Of malice and the magnum heart

Misery Signals – Of malice and the magnum heart (2004)

Ferret –  2004
http://www.miserysignals.net/

Þessa dagana er virðist metalcore tónlist vera alveg óvenju vinsælt og mikið af hljómsveitum er að þróast í þessa átt. Ekki batnar það þegar að harðir öskrarar gera tilraunir við söng, sem oftar en ekki hentar þeim eða hljómsveit þeirra enganveginn. Sem betur fer er hljómsveitin Misery Signals ekkert að eltast við tískustrauma innan metalcore stefnunar, en þess í stað skila frá sér alveg stórkostlegum disk fullum af hörðum og taktföstum metaltónum í bland við skemmtilegar og vel útfærðar gítar melódíur.

Þegar ég frétti fyrst af þessarri hljómsveit fékk ég strax áhuga, þar sem í sveitinni er að finna meðlimi hljómsveitarinnar 7 angels 7 plagues (hljómsveit sem ég hafði mikið dálæti á). Þegar ég smellti disknum í, í fyrsta skipti,k varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Fyrsta lagið á disknum, A victim, A Target, sem er þrusu slagari og grípandi alveg frá byrjun. Lög eins og In Resonse to stars og the year summer ended in June taka við, en lagið in summary of what i am slær önnur út af laginu með þessum taktfasta og einfalda riff í byrjun lagsins.. Diskurinn skiptist upp með hörðum metal lögum í bland við ofur melódískum og jafnframt fallegum lögum í rólegri kanntinum, eitthvað sem ég hef ekki sé heppnast hjá metal hljómsveit í langan tíma. Í heild sinni get ég ekki sagt annað en þessi diskur er rosalega góður, og þá sérstaklega fyrir fólk sem fílar einfald, hart en jafnframt melódískt metalcore.

Valli

Misery Signals - Mirrors

Misery Signals – Mirrors (2006)

Ferret –  2006
http://www.myspace.com/miserysignals
http://www.ferretstyle.com

Eftir að hafa fylgst með fyrri sveitum meðlima hljómsveitarinnar Misery Signals í all nokkurn tíma, var virkilega gaman að fá í hendurnar nýtt efnið með sveitinni árið 2004. Tveimur árum síðar var loksins komið að framhaldi og er það ekki í verri endanum. Hljómsveitin spilar ofurþétt gítardrifið metalcore þar sem áherslan er á taktfastar en einfalda skiptingar í viðbót við velheppnaða melódíu sem gæti þessvegna brætt hjarta hörðustu metalhausa.

Þetta er fyrsta plata sveitarinnar með söngvaranum “Karl Schubach” innanborðs, og er merkilegt að heyra hvað hann virðist eiga auðvelt með að fylla í skarð Jesse Zaraska sem yfirgaf bandið til að einbeita sér að öðrum verkefnum. Aðdáendur Fall Out Boy gætu meira að segja notið þess að heyra í Patrick Stump í einu lagi á plötunni. (ekki láta það plata ykkur, hér er á ferð hart metalcore).

Ég veit ekki afhverju en þegar ég hlusta á þessa plötu fer ég ósjálfrátt að hugsa til hljómsveitarinnar Twelve Tribes, en einhvern vegin finnst mér uppbygging laga sveitanna nokkuð svipuð, einnig kæmi mér ekkert á óvart að aðdáendur Shai Hulud gæti fallið fyrir sveitinni án þess að hafa mikið fyrir því. Þegar yfir heildina er litið finnst mér lögin “Something Was Always Missing, But It Never Was You”, “Face Yourself” og “Anchor” standa framar öðrum. Þegar á heildina er litið er þetta stórgóð plata og gott sýnieintak af metalcore tónlist í dag.

valli

Misery Signals

Bandaríska hljómsveitin Misery Signals stefnir á útgáfu nýrrar breiðskífu, Absent Light, 23. júlí næstkomandi. Platan er fyrsta útgáfa sveitarinnar í 5 ár og er talin vera ein af áhugaverðustu útgáfum ársins vestanhafs.

Útgáfa plötunnar er ekki hefðbundin eins og við má búast, en sveitin fjármagnar upptökur og útgáfu með aðstoð aðdáenda sinna í gegnum Indiegogo vefinn. Verðlaun fyrir fjárhagsaðstoð er allt frá handkrifuðum textum frá sveitinni, vínil útgáfum af plötum sveitarinnar, tónlistarkennslu, hlustunarpartýum og margt margt fleira. Fjármögnunin gekk framar björtustu vonum og var í maí mánuði búið að tvöfalda upprunalega von sveitarinnar um útgáfu.

Misery Signals

Hljómsveitin Misery Signals (sem meðal annars inniheldur fyrrum meðlimi 7 Angels 7 Plagues) er þessa dagana að vinna að nýrri breiðskífu. Sveitin hefur þegar hafið upptökur á trommum og verður það Will Putney (Vision Of Disorder, Miss May I) sem stjórnar upptökum. Sveitin heufr þar að auki fengið Steve Evetts til að hljóðblanda efnið. Eins og stendur er sveitin ekki með útgáfusamning, en vonast til að geta gefið út þetta nýja efni núna í sumar.

Misery Signals

Hljómsveitin Misery Signals er þessa dagana að ganga frá upptökum á sínu nýjasta efni sem gefið verður út af Ferret útgáfunni á næstu mánuðum. að er Dewin Townsend sem sá um upptökur og production á efni sveitarinnar.