Efnisorð: Mínus

Örviðtal við Hall Ingólfsson úr hljómsveitinni SKEPNU!

Hljómsveitin Skepna með Hall Ingólfsson gítarleikara og söngvara í broddi fylkingar sendi frá sér afbragð breiðskífu árið 2013 og gladdist ég mjög mikið við að lesa upplýsingar um það nýverið að sveitarmeðlimir væri mættir í hljóðver til að taka upp nýtt efni. Það er því við hæfi að skella í eitt klassískt örviðtal:

Hvað er að frétta af hljómsveitinni Skepnu og hverjir eru í sveitinni í dag?
Hallur: Það er helst að frétta af Skepnu að við erum búnir að semja 10 ný lög og erum byrjaðir að taka þau upp. Í Skepnu eru Hallur Ingólfsson sem spilar á gítar og syngur, Hörður Ingi Stefánsson á bassa og Björn Stefánsson trommuleikari.

Hve langt eru þið komnir í ferlinu með nýtt efni?
Hallur: Ferlið er mjög langt komið. Lögin eru tilbúin og textar langt komnir líka.

Hvernig er nýja efnið miðað við efnið á fyrstu plötunni?
Hallur: Þetta þróast alltaf eitthvað. Maður sér líklega muninn betur þegar upptökurnar eru lengra komnar. Með nýjum mannskap koma nýjar áherslur og önnur áferð. Eins höfum við gefið okkur meiri tíma í að vinna í lögunum, en upptökuaðferðin er sú sama og áður. En tónlistin er hraðari og ágengari en áður.

Hvernig ganga upptökur?
Hallur: Upptökur eru rétt að byrja og ganga vel. Þetta er gaman og sándar vel. Það er andi í mönnum

Hvenær er von á því að heyra nýtt efni frá sveitinni?
Hallur: Ég á nú erfitt með að lofa einhverju. Þetta verður gert opinbert þegar þetta er tilbúið. Vonandi nú í haust.

Nú ert þú þekktur fyrir að hafa nokkur verkefni í gangi í einu, hvað er meira í gangi hjá þér?
Hallur: Það eru nokkur verkefni í kvikmyndum og leikhúsi að detta inn núna í september, en í augnablikinu kemst ekkert annað að en Skepna.

Mínus – Hey, Johnny! (1999)

Dennis / Skífan –  1999

Þegar ég fékk þennan disk fyrst í hendurnar og setti hann í spilarann get ég ekki annað sagt en mér
bara stórbrá. Stark art of desire er sona eiginlega kveikiþráðurinn á disknum, mjög flott lag með mjög professional kaflaskiptum og er einhvervegin léttara en hin lögin. Þegar Spastic fiction byrjar er kveikiþráðurinn búinn. Þetta er mikið chaos lag, hratt og flott og maður sér fyrir sér helling ad gaurum að hoppa útum allt og láta eins of fífl 🙂 Desperatly seeking satan er lagið sem ég varð mest undrandi að heyra og það er brilliant hvað gaurinn sem talar í byrjuninni á eitthvað bágt og hvað söngurinn er brutal. Þetta fynnst mér vera neikvætt og dark lag. In his image fynnst mér besta lagið. Eitt mesta geðveikislag ever og það mætti halda að það sé verið að pinta hann Krumma með glóandi töngum 🙂 og í þessu lagi er einn flottasti kafli sem ég hef heyrt. Filed byjar með fyndnum bassa og með flóknum trommum og þetta er sona flott “tempó” lag. Ég var sérstaklega hrifinn af þessum frábrugðna endi. Lets make love on a black Sunday er flott trommulag en það er eins og það vanti eitthvað í fyrri helminginn af laginu en það sem tekur við er einstaklega hart og flott. Kolkrabbinn er mesta sona heví lagið með þungum, flottum trommum og stálhörðum söng og það er eins og Guðni sé að horfa á allar eigur sínar brenna og hann er að öskra á brennuvargana 🙂 Þetta kemur snilldarlega inní lagið á undan mjög heví kaflaskiptum. Wreckless opinion er hraðasta og það lag sem sannar hvað mest hvers Mínus eru megnugir. Body Double fynnst mér vera myrkasta og neikvæðasta jafnframt eitt flottasta lagið á disknum. Kaflaskiptin í laginu eru ein þau bestu sem ég hef heyrt og lagið endar á sona morbid píanóspili. Desperate Dan er á einhvern hátt mjög flókið lag og maður býst ekki við byrjuninni á því. Breytingarnar í laginu eru mjög flottar. Tungulipur á að vera eitthvað betra en á demóinu en mér fynnst það flottara á demóinu. Fyrsta lagið sem þeir gerðu, by the way!!

Mér fynnst Mínus vera orðnir það færir í því sem þeir eru að gera að Hey, Johnny er að mínu mati á heimsmælikvarða yfir extreme plötur! Þeir mættu vera berti á sviði, en það kemur 🙂 Ef einhver er ekki búinn að kaupa Hey, Johnny, vaknið þá á morgun og skrópið í skólanum eða í vinnunni og farið og kaupið þennan disk, ok

Toppar: Desperatly seeking satan
In his image
Body Double
Kolkrabbinn

Jóhann

Mínus - Halldór Laxness

Mínus – Halldór Laxness (2003)

Smekkleysa –  2003

Spennan var búin að magnast mikið upp, enda orðið svolítið langt síðan að mínus höfðu sent frá sér nýjan disk. Ég viðurkenni það vel að mér brá þegar ég heyrði Romantic Exorcisim í fyrsta skipti. Ég vissi ekki hvað ég átti að halda um stefnu sveitarinnar, enda lagið mjög ólíkt því sem var að finna á jesus christ bobby (já og öllu eldra efni sveitarinnar). Það má að vísu minnast á það að því oftar sem ég heyrði lagið, því betra fannast mér það. Loksins barst mér diskurinn! Þvílíkt og annað eins.. þetta er bara miklu betra en ég nokkurtíman þorði að vona.

Einhvernvegin er diskurinn mun rokkaðri en ég átti von á, bæði rokk og ról og ROKK (í merkingunni heavy)! Persónulega finnst mér hljómsveitin ekki hafa breyst það mikið, en aðal breytingin er að krummi syngur á mest öllum disknum í stað þess að öskra. Spilamennskan hefur ekki breyst mikið (nema hvað að hljóðfæraleikarar sveitarinnar virðast hafa batnað til muna, ja eða það er að minnstakosti meiri fjölbreytileiki í spilamennskunni núna). Annars finnst mér aðalmunurinn fólginn í því að það eru engir noise kaflar (ala bibbi curver á jesus crist bobby), því get ég alveg skilið að fólki finnist þessi diskur léttari en sá fyrri.. en mér finnst ekki mikill munur þar á (það er að segja á spilamennskunni). Lögin eru kannski öðruvísi uppbyggð og kaflaskiptari en áður. En það sem kemur mér mest á óvart við þennan disk er krummi söngvari, en það er augljóst að drengurinn kann að syngja, og vel betur en það. Það kom mér líka á óvart að hann öskrar nokkuð á þessum disk (en ég bjóst við að það væri alveg hætt). Þar sem hann gerir mun minna af því hér en á fyrri diskum er þetta mun kröftugara en áður, kannski ekki kröftugarar, heldur áhrifa meira frekar. Í sannleika sagt er ekki eitt einasta lag á þessum disk sem mér líkar ekki. En nánar að spilamennskunni, mér finnst gítarinn á þessarri plötu mjög flottur, bæði fjölbreyttur og skemmtilegur. Bjössi er samur við sig á trommunum og bassinn eins og hann á að vera. Artworkið á þessum disk er snilld eins og á fyrri plötum.

Mér fannst Hey Johnny algjör snilld, mér fannst Jesus Crist bobby betri, en mér finnst Halldór Laxness betri en allt fyrra efni sveitarinnar (ja kannski fyrir utan upprunalega demoið, sem er að sjálfsögðu algjör snilld). Vonandi halda þeir áfram að koma manni á óvart og ég vona það líka að þeir haldi áfram að þróast.

valli

Mínus - Jesus Christ Bobby

Mínus – Jesus Christ Bobby (2000)

Smekkleysa –  2000
http://www.smekkleysa.com/

Allt frá fyrstu tónum þessa disks í “Chimera” er í gangi kraftur sem fær mig til að hlaupa upp um veggi. Fyrsta stefið í því lagi og mörg önnur fá mig til að hugsa um helstu snillinga hardcore tónlistar í heiminum; Dillinger Escape Plan og Botch svo ég nefni einhverjar af þeim hljómsveitum sem semja tónlist þar sem andrúmsloftið breytist fljótt innan hvers lags fyrir sig og hrífr hlustandann með sér. Þannig er lagið “Chimera” keyrt áfram í hálftakti í byrjun, svissað í öfga hardcore undir skerandi rödd Krumma áður en skipt er yfir í angurværan kafla sem Frosti ljær rödd sína í bland, síðan er keyrt áfram í hardcore rokki. Söngvaratvíeykið tvinnast einnig vel saman í hinu grípandi “Leisure” áður en skellt er í, á köflum, nærri grindcore keyrslu í “Modern Haircuts” þar sem gamli Purrkurinn Einar Örn skellir sínum talandi söngstíl í kross við geðveikisleg öskur Krumma. Þessir snöggu breytingar eru einkennandi fyrir plötuna og sýna vel hve Mínus eru í frábærri þróun sem tónlistarmenn.

Hérna erum við með plötu fulla af rokki og róli sem er jafnframt grjótharðasta plata sem gefin hefur verið út á Íslandi og þar á vélamaðurinn Bibbi stóran hlut í máli.
Rödd Krumma er svo skerandi í höndum vélameistara Bibba að hún smýgur eins og nál gegnum hlustir sé vel hækkað í græjunum (það er heldur ekki hægt að hlusta á þessa plötu án þess að hrella nágrannana aðeins í leiðinni). Vélameistari Bibbi sér einnig um að tengja saman plötuna alla og myndar þannig heildarsvip sem gefur hlustandanum aldrei hvíld. Það er alltaf eitthvað að heyra á JesusChristBobby, ég er viss um að ef ég myndi fjalla aftur um þessa plötu eftir hálft ár eða svo, myndi ég vera að upplifa eitthvað allt annað við hlustun því ég heyri stöðugt eitthvað nýtt á henni. Raftónlist Bibba í bland við lagasmíðar Mínuss leggur áherslu á kraftinn í sumum köflum eins og t.d. í “Leisure” og Frat Rock”, skapar andrúmsloft dulúðar og drunga í “Arctic Exhibition” og vekur spurningar um hver fjandinn og sé í gangi þess á milli. Trommuleikur Bjössa hefur greinilega þróast frá síðustu plötu og gaman að heyra hvernig hann spilar á trommusettið meðan styttra komnir trommuleikarar láta sér nægja að virka sem taktmælar fyrir restina af bandinu. Hann hlýtur að hafa verið berstrípaður allan tímann í stúdíóinu við þessar upptökur miðað við hvernig hann leikur sér að þeim taktskiptingum sem lagasmíðarnar bjóða uppá. Þungur bassaleikur Ívars er áberandi á plötunni, flottar bassalínur skjótast inn og kitla hlustendur í magann og sumstaðar, sérstaklega í hinu útvarpsvæna “Pulse” leiðir bassaleikurinn lagið áfram.

Gítarleikararnir Frosti og Bjarni sýna snilldartakta í frábærum riffum sem skipt er út eins og hugsunum Maníusjúklings í slæmu kasti en ólíkt áðurnefndum sjúkling hafa þeir fulla stjórn á hvað er í gangi í hausnum á þeim og höndunum. Ég veit ekki hvað Bibbi vélamaður gerði við gítarsándið en sólóið í enda “Misdo” er alvarlega eyrnaskemmandi frábært.

Krummi leggur sig svo allan fram við sönginn að hann er jafnvel farinn að öskra á innsoginu líka og sýnir á sér nýja hlið í “emo” kassagítarlaginu “Arctic Exhibition” sem ásamt “Pulse” brýtur upp myljandi kraftinn á plötunni. Í “Arctic…” er kraftinum þó að vissu leyti haldið því að hinn rafræni shaman Bibbi heldur undir því drunganið, nið sem minnir á undiröldu sjávarins sem ég þekki svo vel úr sveitinni.

Eftir að “Pulse” hefur, með sínum tregafulla þunga, lokið plötunni fer skrýtið ferli í gang: Lagið heldur áfram eða réttara sagt afturábak, snýst við og eltir skottið á sjálfu sér inní transleiðandi verk sem sameinar JesusChristBobby í heild sinni á nokkrum mínútum. Þar upplifir maður allan kraftinn af plötunni í einu á fáeinum mínútum, það skilur mann eftir stjarfan.

Fyrst þegar ég renndi yfir textana sem fylgja með plötunni hugsaði ég “what the fuck,” (ísl: ja, hvur skrattinn!) er maðurinn í alvöru að öskra texta um hárgreiðslur!? (Modern Haircuts). Þegar ég fór að lesa textana betur fann ég í þeim naiva nálgun á viðfangsefni sem standa hjarta mínu nærri: Þörfina fyrir að skera sig úr (Modern Haircuts) og standast samræmingaröflin í samfélaginu (Chimera), mikilvægi þess að njóta líðandi stundar (Leisure) og vera trúr sjálfum sér (Denver) og sínum (Frat Rock). Fyrir nú utan að hafa verið vængbrotinn eftir ástarstrump (Pulse). Þegar ég pæli í forminu á textunum dettur mér í hug möguleg áhrif frá textaskrifum Einar Arnar fyrir Purrk Pillnikk í den.

Umslag disksins er mjög skemmtilegt og útfærir hið staðlaða form geisladisksins. Pælingar útfrá (karl)mannslíkamanum með tveimur sci-fi humanoid verum og textana handskrifaða, létt ruglingslega í staðinn fyrir hið algenga logo á coverinu og prentaða texta.

Með JesusChristBobby hafa Mínus skrifað nýjan kafla í íslenska rokksögu.

Siggi Pönk

Mínus - Demo

Mínus – Demo (1998)

MSK Records –  1998

Fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar MÍNUS. Þessi diskur er algjör gimsteinn og jafn mikil skildu eigna
allra íslenskra rokkara og bisund demoið. Þessi diskur er mjög hrár og þungur. Ég get í rauninni ekki dæmt þennan disk öðruvísi en ég ráðlegg öllum sem fíla bandið að verða sér út um þennan disk og hlusta vel á hann. Frábært demo frá frábæru bandi.

valli

Mínus

Mínus + Biogen

Hvar? Batteríið
Hvenær? 2010-03-19
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

http://www.facebook.com/home.php?#!/event.php?eid=362485486526&ref=ts

Event:  
Miðasala: 

TÝNDI HLEKKURINN

Mínus,
Bisund,
Brain Police
Muffan

Hvar? 
Hvenær? 1999-04-23
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

TÓNLEIKAR, snjóbrettamót, thrash-bash,grill og djamm! Týndi hlekkurinn stendur fyrir snjóbrettamóti í bláfjööllum. Mótið hefst kl.12. Eftir mótið sem stendur í 2-3 tíma verður grillað og djammað. Ókeypis gos og svona…

Event:  
Miðasala: