Efnisorð: Mike Heller

Reykjavík Deathfest: MALIGNANCY og Gone Postal!

Heljarinnar tilkynningar voru í boði Reykjavík Deathfest í gærkveldi þegar hátíðarhaldarar kynntu fyrstu hljómsveitirnar sem koma frá á hátíðinni á næsta ári, en hún verður haldin á Gauknum (Tryggvagötu 22) 17. til 18. maí næstkomandi.

Fyrst má nefna hina einstöku dauðarokksveit MALIGNANCY, en sveitin var stofnuð árið 1992 í Yonkers í New York. Sveitin hefur gefið þrjár breiðskífur í bland við fjöldan allan af demoum og EP plötum, en í sveitinni má finna trommarann Mike Heller sem meðal annars má heyra tromma á nýjustu plötu íslensku dauðarokksveitarinnar Beneath.

Næst voru íslensku hljómsveitirnar Devine Defilement og Gruesome Glory, en hljómsveitin Devine Defilement sendi frá sér plötuna DEPRAVITY í byrjun ársins, og norðanmennirnir í Gruesome Glory koma til baka frá dauðum.

Ástralska dauðarokksveitin Psycroptic spilar á hátíðinni í ár, en sveitin var stofnuð árið 1999 og hefur sveitin gefið út fimm breiðskífur á útgáfum eins og Unique Leader, Nerutoic og Nuclear Blast til að minnast á eitthvað. Áður hefur sveitin tekið þátt í tónleikaferðalagi með hljómsveitum á borð við Nile og Deicide.

Að lokum var tilkynnt aðhljómsveitin Gone Postal ætlar að rísa til baka, en eins og flestir rokkarar vita breytti hljómsveitin um nafn á sínum tíma og heitir í dag ZHRINE, en þetta kvöldið ætlar sveitin að fara til baka um all mörg ár og spila lög sem sveitin gerði áður en hún varð Zhrine.

Eitt er víst að þetta verður rosaleg hátíð, og enn á eftir að bætast við hellingur á hátíðina!

Beneath með nýtt lag af tilvonandi plötu!

Ný breiðskífa hljómsveitarinnar Beneath er væntanleg 18. ágúst næstkomandi, en skífa þessi hefur fengið nafnið Ephemeris. Þetta nýja efni sveitarinnar var tekið upp, hljóðblandað og masterað af Fredrik Nordström, sem þekktur er fyrir að vinna með böndum á borð við Rotting Christ, The Haunted, Arch Enemy, Dimmu Borgir, Bring Me the Horizon og Architects. Á nýju plötunni má í fyrsta sinn heyra í nýjum trommara sveitarinnar, en það er Mike Heller sem áður hefur trommað með Malignancy, Control/Resist og Fear Factory.

Lagalisti plötunnar:
1. Constellational Transformation
2. Eyecatcher
3. Ephemeris
4. Alignments
5. Guillotine
6. Cities Of The Outer Reaches
7. Medium Obscurum
8. Amorphous Globe
9. Multiangular

www.facebook.com/beneathdeathmetal
www.uniqueleader.com
www.facebook.com/UniqueLeaderRecords
www.twitter.com/UniqueLeaderRec