Efnisorð: Miðasala á tónleika The White Stripes

Miðasala á tónleika The White Stripes

Miðasala á tónleika The White Stripes í Laugardalshöll hefst föstudaginn 4. nóvember. Miðaverð er 4.500 krónur í stæði og 5.500 krónur í stúku, auk miðagjalds, og fer miðasala fram í verslunum Skífunar og á Midi.is. Tónleikarnir munu fara fram sunnudagskvöldið 20. nóvember. Það er Hr. Örlygur sem stendur að komu The White Stripes til Íslands.

The White Stripes þykir ein skemmtilegasta tónleikasveit samtímans. Koma hennar til Íslands er liður tónleikaferð sveitarinnar um heiminn sem farin er í kringum útgáfu á fimmtu breiðskífu The White Stripes, Get Behind Me Satan, sem fengið hefur einróma lof gagnrýnenda. Fyrstu tvö smáskífulög plötunnar – “Blue Orchild” og “My Doorbell” – hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi sem og annarstaðar, en nýtt smáskífulag “The Denial Twist” kemur út viku fyrir tónleika þeirra í Reykjavík.

The White Stripes samanstendur af Jack White (gítar/söngur) og Meg White (trommur). Hún var stofnuð í Detroit árið 1997 og vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu breiðskífu samnefnd sveitinni árið 1999. Í kjölfarið fylgdu skífurnar De Stijl (2000), White Blood Cells (2001) og Elephant (2003) sem með lögum á borð við “Seven Nation Army”, “The Hardest Button to Button” og “I Just Don’t Know What To Do With Myself” kom The White Stripes í röð vinsælustu hljómsveita heims.