Tag: metalnews

Mastodon

Samkvæmt gítarleikara bandsins Bill Kelliher er ný plata Mastodon með vinnutitilinn “Blood Mountain”. Þeir hafa lokið við að semja 5 lög og lýsa því yfir að gömlu progrokkararnir í King Crimson hafi haft áhrif á þá.
Brann Dailor trommari Mastodon hefur samið nokkur riff fyrir plötuna.
Brent Hinds gítarleikari hefur komið með eins og Kelliher lýsir: Chickinpickin’-Licks & Surfrockcountrybluegrassmetal-Riffs. Lögin eru löng og flókin.

All star hardcore project

Fyrrum trommari Biohazard Danny Schuler er með í bígerð bandið Bloodclot! Hann hefur fengið þá John Joseph (Cro-Mags), Craig Setari (Sick Of It All, Agnostic Front) og Scott Roberts (Spudmonsters, Cro-Mags, Biohazard) til liðs við sig.
Hægt er að heyra nokkur lög hér:
http://www.myspace.com/bloodclotnyc

Borknagar

Borknagar eru að leggja lokahönd á nýrri plötu Epic,inniheldur hún 12 lög(eitt instrumental)og kemur líklega út í júní. Bassaleikarinn Tyr hefur yfirgefið bandið af persónulegum ástæðum og spilar trommarinn Asgeir Mickelson á bassa í upptökunum.

Darkane side projekt

Christofer Malmström gítarleikari Darkane er að vinna í sóló skífu sinni sem hann hefur skírt Non-Human Level. Gestir á plötunni verða Gustaf Hielm bassaleikari (Meshuggah),Peter Wildoer (trommuleikari Darkane)syngur á plötunni og Ryan Van Poederooyen
(Devin Townsend Band) trommar