Efnisorð: Metallica

Nýtt lag með Metallica og ný plata væntanleg í Nóvember!

Bandaríska ofurhljómsveitin Metallica mun senda frá sér nýja breiðskífu 18.nóvember næstkomandi. Skífan hefur fengið nafnið “Hardwired…To Self-Destruct” og mun vera skipt niður á tvo diska, en fyrir þá sem versla viðhafnarútgáfu af nýju plötunni frá þriðja diskinn sem í kaupbæti með fullt af aukaefni.

Núþegar er hægt að forpanta plötuna á heimasíðu sveitarinnar: www.Metallica.com

Á disknum verður að finna eftirfarandi efni:

Diskur eitt

01. Hardwired
02. Atlas, Rise!
03. Now That We’re Dead
04. Moth Into Flame
05. Am I Savage?
06. Halo On Fire

Diskur tvö

01. Confusion
02. Dream No More
03. ManUNkind
04. Here Comes Revenge
05. Murder One
06. Spit Out The Bone

Diskur þrjú (Fylgir aðeins viðhafnarútgáfu)

01. Lords Of Summer
02. Riff Charge (Riff Origins)
03. N.W.O.B.H.M. A.T.M. (Riff Origins)
04. Tin Shot (Riff Origins)
05. Plow (Riff Origins)
06. Sawblade (Riff Origins)
07. RIP (Riff Origins)
08. Lima (Riff Origins)
09. 91 (Riff Origins)
10. MTO (Riff Origins)
11. RL72 (Riff Origins)
12. Frankenstein (Riff Origins)
13. CHI (Riff Origins)
14. X Dust (Riff Origins)

Metallica - St. Anger

Metallica – St. Anger (2003)

Elecktra –  2003
www.metallica.com

Það er frekar langt síðan að ég hef verið svona spenntur fyrir einum disk, hvað þá Metallicu disk. Eins og allir ættu nú að vita (sem fylgjast með rokkheiminum) þá hefur hljómsveitin Metallica ekki á tvo dagana sæla síðasliðið ár. Bassaleikari sveitarinnar hætti og hljómsveitin varð að fara í heljarinnar sjálfskoðun ef svo má að orði komast. Eftir að söngvari sveitarinnar lauk meðferð vegna áfengisneyslu var kominn tími til að vinna að nýjum disk. Upptöku ferli þessa disks var einnig allt öðuruvísi en sveitin hafði áður gert og var í rauninni ekkert líkt því sem sveitin hefur gert þessi 20 ár sem hún hefur verið virk. ÁKveðið var að öll sveitin myndi semja tónlistina saman, en áðurfyrr voru það James og Lars sem sáu um að semja tónlistina, á meðan restin af bandinu sá bara um að spila sem þeir var sagt. Síðastliðin ár hefur restin af bandinu fengið að taka meiri þátt í ferlinu, en núna var komið að því að hljómsveitin hóf upptökuferlið án þess að vita hvað myndi koma út. Hljómsveitin var ekki tilbúin með einn einasta riff eða texta þegar þeir fóru í hljóðverið. Hljómsveitin hóf því að semja þetta allt saman sem hljómsveit og St. Anger varð til. Þessi diskur er ólíkur öllu því efni sem sveitin hefur unnið að áður, og ætli það teljist ekki gott að hljómsveit geti fundið nýja hlið á sér eftir að hafa verið til í 20 ár.

Diskurinn hefst á laginu Frantic, sem er nokkuð góð byrjun. Að mínu mati er hljómurinn á disknum nokkuð hrár sem mér finnst vera góður hlutur. Mér finnst textinn í þessu lagi nokkuð góður og virðist James vera nota textana til að tjá sig meira en hann hefur gert í mörg ár. “If I could have my wasted days back, I’d use them to get back on track”, sem mér finnst alveg eðal textagerð. Geðveikur endir á þessu lagi, stoner! flott groove og ég vona bara að ég heyri meira svona frá þeim. Næsta lag er titil lag plötunnar, og flest allir ættu nú að vera búnir að heyra þetta lag þar sem það er alltaf í útvarpinu eða í sjónvarpinu. Í fyrstu fannst mér þetta lag ekkert sérstakt, en því oftar sem ég hlusta á það (en það á einnig við restina af plötunni) þá hljómar hún alltaf betur. Ég væri nú til að heyra hvernig þessi diskur myndi hljóma ef Flemming Rasmussen hefði unnið með bandinu í staðinn fyrir Bob Rock. En aftur að lögunum sjálfum. Some kind of monster er svona rokkslagari sem persónulega mér finnst helvíti flott lag, og þá sérstaklega að þegar James öskrar ” Some kind of monster” kaflan í laginu, einnig er hráa gítarintróið helvíti flott. Þar á eftir er lagið “Dirty Window”, sem er fínt bíltúrslag, á meðan lagið þar á eftir “Invisible Kid” hljómar til að byrja með eins og slipknot, en sem betur fer missir það fljótlega (sem betur fer). Tónlistin sjálf er fín, en ég er ekkert að fíla sönginn neitt voðalega í þessu lagi. Á eftir þessu lagi er það lagið “My World” sem rokk slagari í anda Corrosion Of Conformity. Lagið Shoot Me again er að mínu mati eitt af betri lögunum á þessum disk, þrusu riffar í þessu lagi í blandi við ágætis söguþráð í textanum.

Sweet Amber er þar á eftir og má heyra þar allt annað en lögin sem á undan eru á disknum. Það er mun meiri suðurríkja fílingur yfir þessu lagi en öðrum lögum á plötunni og er þetta líkara Down en Metallicu, þrátt fyrir að lagi breytist yfir old school Metallicu áður en lagið er búið (en lagið breytist svo aftur og gerir það bara ansi fjölbreytt), að mínu mati langbesta lagið á þessum disk. Næst er það lagið Unnamed Feeling, sem virðist fjalla um áfengis vandamál söngvarans, eða þann tíma sem hann var að vinna í símnum málum. “Been here before”, “Each moment here I die a little more”. Í þessu lagi er James sönglega upp á sitt besta á disknum. Lagið Purfy er næst á disknum og það er eitthvað við þetta lag sem mér finnst ég hafa heyrt áður, eða að minnstakosti “purfy” kaflinn, það er eitthvað við það, en ég veit ekki hvað það er. Flott lag engusíður, “stoner” kaflinn í þessu lagi gefur því aukið líf og bætir það til muna. Síðasta lagið á disknum er All Within My Hands sem er helvíti flott lag (eins og restin af disknum) og fínn endir á þessum eðal disk.

Í rauninni má segja að þessi diskur sé allt öðruvísi en allt annað efni sem sveitin hefur sent frá sér í gegnum tíðina. Þetta hljómar ekki eins og Gamla metallica (eins og svo margir virðast vilja). Mér finnst þetta ekki heldur hljóma eins og seinni tíma metallica (Load, Re-Load ofl…), þetta er hin nýja metallica og þetta er heavy rokk, og bara drullu flott. Diskur sem verður betri við hverja hlustun.

Aukaefni:
Með disknum fylgir svo DVD diskur sem mér finnst í alla staði frábær! Diskurinn er mjög einfaldur og ákvaflega skemmtilegur. Á disknum spilar hljómsveitin öll lögin sem finna má á St. Anger live í æfingarhúsnæðinu sínu, með nýjasta meðlimi sveitarinnar Robert Trujillo (sem að mínu mati er besti bassaleikari í heimi). Mér finnst þessi DVD diskur mjög skemmtilegur, hljómsveitin er þarna upp á sitt hráasta að spila nýju lögin og gefur þetta disknum mikið og skemmtilegt gildi, gerir diskinn að mínu mati betra, enda fátt skemmtilegra en að sjá hljómsveit spila nýju lögin sín. Einnig fylgir disknum aðgangur að sér heimasíðu þar sem er að hlusta á tónleikaupptökur frá ýmsum tónleikum í sögu sveitarinnar. Ef hljómsveitir vilja fá fólk til að kaupa diskana sína (í stað þess að downloada þeim á netinu) þá er þetta einmitt það sem hljómsveitir eiga að gera, en mér finnst þessi auka diskur og þetta aukadót sem fylgir disknum alveg fábært í alla staði!

Valli

Metallica - Death Magnetic

Metallica – Death Magnetic (2008)

Warner Bros. –  2008

Metallica er sveit sem óþarft er að kynna, en þegar maður fjallar um útgáfu slíkrar sveitar hlýtur maður að velta því fyrir sér hvort það sé réttlætanlegt. Eiga Metallica menn það skilið að tróna á toppi tónlistarheimsins sem ein þekktasta metalsveit allra tíma? Og það sem meira máli skiptir, er eitthvað varið í „Death Magnetic“, þeirra nýjustu afurð? Að mínu mati, já, en skoðanir á þessari plötu er líklega jafnmargar og fjöldinn sem hún selst í. Það er þó erfitt að neita því að hér er á ferðinni hörkuþétt og þrusugóð rokk plata sem sparkar rækilega í rassa. Alvöru riff eftir riff, grípandi söngmelódíur, æpandi sóló og skemmtilegur trommuleikur keyra plötuna áfram sem vinnur á með hverri hlustun.

Platan lak að sjálfsögðu á netið, og þar sem allir hafa rödd er viðbúið að skoðanir séu æði misjafnar. Það var löngu ljóst að sama hvernig platan myndi hljóma, hvernig lögin yrðu og allt innihaldið, að fólk myndi á margan hátt annaðhvort elska eða hata þessa plötu. Sumum finnst að eftir fjórar fyrstu plötur Metallica sé þeim skylt að færa okkur aðra eins snilld. En því má ekki gleyma að hér eru á ferðinni þrjú gamalmenni sem muna sinn fífil fegurri, og fyrstu plöturnar voru þvílík meistaraverk að tæplega er hægt að ætlast til þess af nokkrum manni að skapa eitthvað á pari við þær. Hvað Metallica menn voru að reyna með þessari plötu er óvíst. Persónulega finnst mér þeir ekki hafa neitt að sanna. Að mínu mati hafa síðustu útgáfur Metallica verið óspennandi, en hafi þeir ætlað sér að sanna tilverurétt sinn meðal þeirra allra bestu, held ég að þeim hafi tekist það með „Death Magnetic“.

„Death Magnetic“ er löng plata og gefur eitthvað nýtt af sér með hverri hlustun. Hún er stútfull af flottum lögum og er keyrslan á köflum betri en maður hefði nokkurn tímann þorað að vona. Ég bjóst satt best að segja ekki við neinu frá Metallica, en það hjálpar þeim líklega. Auðvitað er trommuleikurinn kannski ekki sá merkilegasti, og textar og söngur Hetfield stundum einstaklega klisjukenndur og kjánahrollsvekjandi, en sitt sýnist hverjum. Ég hef mjög gaman af „Death Magnetic“. Mér finnst hún tæplega eitthvað meistaraverk, og hún jafnast ekki á við margt af því sem ég hef heyrt þetta árið, en þetta er góð plata sem vex með hverri hlustun, og klárlega risastórt stökk í rétta átt hjá gömlu skörfunum í Metallica.

Jói

Metallica

Hljómsveitin Metallica vann nýveirð til tvenna Grammý verðlauna. Sveitin vann til verðlaunanna “Best Recording Package” fyrir “Death Magnetic” í viðbót við “Best Metal Performance” fyrir “My Apocalypse”. Við þetta má bæta að Rick Rubin sem vann að plötunni með þeim drengjum vann grammý verðlaun fyrir próúsent ársins, en til viðbótar við Metallica, þá vann hann einnig með Neil Diamond, Dancing For The Death Of An Imaginary Enemy, Jakob Dylan, og Weezer þetta árið.

Metallica

Hljómsveitin sífræga, Metallica, tilkynnti nýlega heljarinnar tónleikaferðalag um Bandaríkin Norður Ameríku. Sveitin hefur fengið hvorki meiri né minna sveitirnar Down, Lamb of God og Machine Head til að túra með sér, þó ekki allar á sama tíma. Túrinn byrjar með Down, svo taka Lamb of God við, en svo endar þetta með Machine Head. Ekki slæm byrjun á kynningarferli nýju plötunnar.

Metallica

Samkvæmt fréttabréfi senu hér á landi er von á næstu hljómplötu Metallicu 12. september næstkomandi. Platan hefur fengið nafnið Death Magnetic og á henni verður að finna 10 ný lög, þar á meðal:
“That Was Just Your Life”
“The End Of The Line”
“Broken, Beat & Scarred”
“The Day That Never Comes”
“All Nightmare Long”
“Cyanide”
“The Unforgiven III”
“The Judas Kiss”
“Suicide & Redemption”
“My Apocalypse”

Metallica

Hljómsveitin Metallica ætlar að taka sér smá frí frá upptökum og skella sér í tónleikaferðalag undir nafinu “Escape from the Studio ’06”. Hljómsveitin ætlar meðal annars að koma við á Írlandi (Dublin) og má vúast við að hljómsveitin komi við um alla evrópu á þessum tíma. Einnig má búast við því að hljómsveitin spili á Download festivalinu (Donnington) núna í ár þrátt fyrir að það hafi ekki enn verið staðfest.