Efnisorð: Meshuggah

Meshuggah – Nýtt lag: Born in Dissonance

Nýtt lag með sænsku Íslandsvinunum í hljómsveitinni Meshuggah er komið á netið í boði sveitarinnar (sjá hér að neðan). Lagið ber nafnið Born In Dissonance og verður að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar The Violent Sleep of Reason. Nýja breiðskífa sveitarinnar, sem er áttunda breiðskífa sveitarinnar, er svo væntanlega í búðir í byrjun októbermánaðar, en það er Nuclear Blast útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:

1. “Clockworks”
2. “Born in Dissonance”
3. “MonstroCity”
4. “By the Ton”
5. “Violent Sleep of Reason”
6. “Ivory Tower”
7. “Stifled”
8. “Nostrum”
9. “Our Rage Won’t Die”
10. “Into Decay”

The Violent Sleep Of Reason

Sænska hljómsveitin og Íslandsvinirnir í Meshuggah senda frá sér nýja breiðskífu 7. október næstkomandi að nafni The Violent Sleep Of Reason, en það er Nuclear Blast útgáfan sem gefu rú tefni sveitarinnar.

Platan var tekin upp af Tue Madsen í Puk hljóðverinu í Kaerby, Denmark og verður gefin út á eftirfarandi máta:

The Violent Sleep Of Reason will be available in the following formats:
• Digipak geisladiskur
• Hefðbundinn svartur vínill
• Tvöfaldur blár/brúinn splatter vínill
• Bola pakki (Inniheldur Digipack Disk, Veggspjald – bolir til í S til XXL)
• Sérstakt Mail-Order vandaður safnkassi (ásamt Latex andlitsgrímu, límmiðum, hnappar, fáni ofl.)

Hægt er að forpanta plötuna á eftirfarandi síðu:
http://nuclearblast.com/meshuggah-violentsleep

Sveitin setti eftifarandi myndband á netið til að kynna plötuna:

Meshuggah safnpakki

Meshuggah sendir frá sér heljarinnar safnpakka með öllum breiðskífum sínum í viðbót við auka efni. Pakkinn verður aðeins gerður í 1000 eintökum og því mikilvægt fyrir aðdáenur sveitarinnar að vera tilbúnir strax þegar þetta fer í sölu (til í forsölu núna!).

Í pakkanum er að finna eftirfarandi efni:

– Fallegur kassi með þrívíddar hönnun
– Sérhönnuð motta fyrir vínilspilara
– 100 blaðsíðna bæklingur með textum og áður óútgefnum myndum.
– Blu-Ray diskur með öllum tónlistarmyndböndum sveitarinnar auk efnis úr hljóðverinu
– 17 glærar vínilplötur, 180gr, 12 tommur með nýrri grafík

Vínilplöturnar eru eftirfarandi:

– Meshuggah EP – einföld 45rpm vínil plata
– Contradictions Collapse – tvær 33 1/3rpm vínil plötur
– None EP – einföld 33 1/3rpm vínil plata
– Destroy Erase Improve – tvær 45rpm vínil plötur
– Chaosphere – tvær 45rpm vínil plötur
– Nothing – tvær 45rpm vínil plötur
– I EP – einföld vinyl 33 1/3rpm vínil plata
– Catch 33 – tvær 33 1/3rpm vínil plötur
– Obzen – tvær 45rpm vínil plötur
– Koloss – tvær 45rpm vínil plötur

Efni Blu-Ray disksins:

Tónlistarmyndbönd við eftirfarandi lög:
“Abnegating Cecity”
“Terminal Illusions”
“New Millennium Cyanide Christ”
“Rash In All Gays”
“Rational Gaze”
“Shed”
“Breaking Those Bones Who Sinews Gave It Motion”
“Demiurge”
“I Am Colossus”

Myndbönd úr hljóðveri við upptökur á eftirfarandi plötum:
Contradictions Collapse
None
Destroy Erase Improve
Chaosphere

Meshuggah - Chaosphere

Meshuggah – Chaosphere (1998)

Nuclear Blast –  1998

Það er ekki á hverjum degi sem maður fær þann heiður að dæma plötu með Meshuggah. Tónlistin
þeirra er eitthvað sem að fáir geta leikið eftir, enda eru hér saman komnir einhverjir bestu hljóðfæraleikarar metalsins í dag. Platan byrjar á laginu “Concatenation” sem er svona (ef hægt er að tala um) tiltörulega venjulegt Meshuggah lag. “New Millenium Cyanide Christ” er svo hárbeitt lag sem stingur útúr manni annað augað og vessinn og blóðið skvettist yfir andlitið og maður lítur út einsog maður hafi lent í torfu af pírana-fiskum. Ég hélt að það væri engan veginn hægt að toppa sándið á Erase Destroy Improve en Chaosphere sannar að ég er bara slefandi aumingji með hor.
Gítarsóló (eitthvað sem þykir hálfleim í dag) plötunar passa alveg heavy vel inní dæmið og eru ekki eitthvað hefðbundin gísmoll krapp heldur hnitmiðaðar pælingar í samræmi við tónlistina. Eftir hvert lag hugsar maður “þetta er besta lag plötunar, þetta er kúkurinn!” En í feisið kemur bara ennþá meiri killer sem gefur laginu á undan engan veginn eftir.
Í “Corridor Of Chameleons” má svo finna skít sem lætur öll metal-riff í heiminum hljóma eins og kiddstöff. Teknískir rytmar og melódíur útfærðar í átján 9 ólum ogan á 13/8undu bíti með 7ólu grunnhusun. Þetta er þvílíkt ólýsanlegt lag, tekur svo “The Mouth Licking What You’ve Bled” stingur mann átján sinnum í bakið eftirað maður hefur verið hómblestaður með 18 rúmmetra spíru. Maður skilur bara ekki neitt í neinu. Þetta er bara geðveiki. Þetta á ekki að vera hægt! næst kemur “Sane”…svo…”The Exquiste Machinery Of Torture”…úff…ég get ekki meira… þetta er alltof mikið tónlistarlegt sikkness til að láta æa einn mann á að einum aumum disk……ÞETTA ER GEEEEÐVEEEEIIIKKKCCCCCHHHHHHTTTTTTT!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Tarfur

Meshuggah - Nothing

Meshuggah – Nothing (2002)

Nuclear Blast –  2002
http://www.meshuggah.net

Meshuggah er hljómsveit sem hefur í gegnum tíðina tekið gríðarleg stökk á milli platna, mismikil en þó þannig að hægt sé að staðhæfa að engin plata með þeim er eins. Það er stöðug þróun í gangi hjá þeim og á fyrstu breiðskífunni, Contradictions Collapse, mátti greina áhrif frá Metallica eins og þeir hljómuðu ca ’86-’88. Þau áhrif fjöruðu hratt út og Meshuggah steig skref í átt sem engin 0nnur hljómsveit virðist hafa tekið, í átt þar sem áherslan var kannski sett meiri á taktpælingar og poly- rythma en minni á melódíur.

Með nýjustu útgáfu sinni hefur Meshuggah tekið skrefið að fullu og svona 10 skref í viðbót! Tónlistin er köld og vélræn þannig að ekki búast við að finna einhvað útvarpsvænt nu-metal eða singalongs. Sándið hefur breyst töluvert enda notast Fredrik og Mårten við 8-strengja gítara frá Ibanez sem voru sérsmíðaðir fyrir upptöku plötunnar, og þeir sánda hreint ótrúlega! Djúp ómelódísk gítarriffin eru ótrúlega áhrifamikil og skila sér vel á disknum þökk sé frábærrar pródúseringar á gítarsándinu. Jens Kidman söngvari hljómar mun agressívari og þéttari á þessari plötu heldur en á Chaosphere, enda lenti bandið í miklum tímahremmingum með þá plötu. Tomas Haake er nær algerlega vélrænn í trommuleik sínum, og ég gæti sjálfsagt eitt 1000 orðum í að dásama hans trommuleik en í mjög stuttu máli þá toppar hann sig alveg á þessari plötu, en hann hefur breytt stílnum sínum aðeins á þessari plötu, spilar hægar og einbeitir sér frekar að hægari trommutöktum og meiri neglingu. Maður getur léttilega eitt fleiri klukkustundum í að velta sér upp úr sumum trommupælingunum á disknum.

Nothing er tormeltasta plata sem ég hef heyrt í langan tíma, maður á erfitt með að setja sig inn í tónlistina, maður týnist í taktflækjum sem endar með því að maður bara rífur af sér heyrnatólin og spyr sig hreinlega, “Hvað er í gangi???!!” – En eins og allt Meshuggah efni sem ég hef heyrt hingað til, þá sest hvert lagið á fætur öðru inn og áður en maður veit af, þá stendur maður uppi með eina sterkustu og óvenjulegustu plötu ársins. Þyngri, hægari og hrárri en eldra efnið en full af þessum litlu smáatriðum sem skipta öllu máli.

Meshuggah eru hægari, þyngri og agressívari heldur en nokkru sinni fyrr, og skríða áfram eins og risastór ljótur skriðdreki sem valtar yfir allt sem fyrir verður.

Jói

Meshuggah – I (2004)

Fractured transmitter records co. –  2004

Ég held að það séu ekki margar hljómsveitir sem geti gert það sem hljómsveitin Meshuggah gerir með þessum nýja disk sínum. Diskurinn er ekki nema tæpar 21 mínútur, en þeim er ekkert skipt upp, þar sem það er aðeins eitt lag á disknum, heljarinnar metall brjálagði sem virðist aldrei ætla að enda (og í raun… maður vill ekki að þetta endi). Ég held að það séu ekki margar hljómsveitir sem geti gert 21 mínútna lag sem heldur manni áhugasömum allan tíma. Ég held að það sé ekki hægt að taka neitt úr þessu lagi til að stytta það eða eitthvað álíka, þar sem allt lagið er svo ótrúlega vel tímalega skipt og vel út pælt (eins og allt sem þessi sveit gerir). Byrjunin á laginu er alveg rosalega grípandi og að vissuleiti spennandi (við fyrstu hlustun), því maður er ekki viss hvenær lagið fari í fullt gang. Meshugga aðdáendu eiga eftir að elska þetta.

valli

Meshuggah - Obzen

Meshuggah – Obzen (2008)

Nuclear Blast –  2008

„Obzen“ er sjötta breiðskífa Meshuggah, en með henni feta þeir ekki beint nýjar slóðir þrátt fyrir að ná að halda ákveðnum ferskleika í hljómi sínum. Gott jafnvægi er í plötunni, og er hún ákaflega vel byggð upp með ‚rólegri‘ köflum inn á milli til að undirstrika almennilega geðveikina sem Meshuggah geta svo sannarlega náð þegar þeir keyra allt í botn. Maður þarf ekkert að útskýra hvernig Meshuggah hljóma. Þetta er týpískt Meshugah sánd, með týpískum Messhugah krafti og Meshuggah hæfileikum. En mikið andskoti gera þeir þetta líka vel!

Þessir kappar hafa fyrir löngu sett ótrúlegan standard, og hafa orðið mörgum metalsveitunum mikill innblástur með framsæknu hugarfari og virkilega ákáfum hljóm. Þetta skortir ekki á „Obzen“, og þykir mér eiginlega ótrúlegt að sveitin nái enn að búa til plötur sem eru jafn áhugaverðar og með jafn fjölbreytileg og grípandi lög og raun ber vitni. Ég held að ef einhver sveit hefði efni á því að gera þreytta, þurra eða óspennandi plötu, þá sé það Meshuggah, sem er klárlega ein áhrifamesta og mikilvægasta metal sveit allra tíma. En hér bregðast þeir ekki frekar en fyrri daginn.

Ef ég ætti að bera „Obzen“ saman við aðrar útgáfur Meshuggah veit ég ekki hvar ég myndi setja hana. Ég hef heyrt betri plötur frá þeim, svona heilt á litið, en klárlega hafa þeir gert þær slakari. Þá eru sum lögin svo níðþung og refsandi á „Obzen“ að þau fara sjálfkrafa í hóp með mínum uppáhalds lögum með Meshuggah. Þetta er hörku helvítis plata. Eitt vandamál sem sumir hafa nefnt í sambandi við Meshuggah er að hljómurinn á plötum þeirra verði þreytandi og að erfitt sé að halda einbeitingu í öllum hávaðanum og geðsýkinni. Þetta skil ég að mörgu leyti, en eins og ég sagði, þá er platan fjölbreytileg, og gefur manni alltaf smá pásu til að anda áður en svipan er hafin aftur á loft til að keyra áfram þessa hrikalegu maskínu.

Jói

Meshuggah

Fréttir úr netheimum staðfesta titil nýju Meshuggah breiðskífunnar sem “Koloss”. Tomas Haake trommari sveitarinnar lét eftirsig liggja á netinu:

“As always, we try to take our music in a slightly different direction with each album and with ‘Koloss’, we feel that we really nailed what we were going for. Organic brutality, viscera and groove all crammed into a 54-minute metalicious treat, best avoided by the faint of heart!!”

Meshuggah

Sænsku þungarokkararnir í hljómsveitinni Meshuggah eru tilbúnir með nýja breiðskífu. Útgáfudagur skífunnar er settur á 27. mars og verður þá væntanelga hátíð á bæ eins og vanalega er með útgáfur frá þessarri stórgóðu sveit.

Hér til hliðar má sjá myndspjald frá sveitinni.