Efnisorð: Mercy Buckets

Mercy Buckets – Svarta drottningarviðtalið (Örviðtal)

Íslenska harðkjarnasveitin Mercy Buckets sendi í lok seinasta árs frá sér þröngskífu að nafni Svarta Drottningin, en skífan þessi er afar vel heppnuð og því við hæfi að skella nokkrum spurningum á sveitina…

Hvað er að frétta úr herbúðum Mercy Buckets?
Eins og er erum við í smá hvíld, ekki pásu, en hvíld. Menn eru að klára skóla, útskrifast úr öðrum og bara vera almennt uppteknir. Það var ekki mikil pressa að fylgja plötunni mikið eftir svo við höfum verið að einbeita okkur að öðru en rokkstjörnulífinu. En það stefnir í öflugt sumar hjá okkur, ný lög, fleiri tónleikar og betra kaffi.

Fyrir fólk sem ekki þekkir til sveitarinnar, hvernig tónlist spilið þið og hverjir eru í sveitinni?
Einhversstaðar heyrði ég djúpsteikt-boogie-hardcore, mikið rokk, ansi þungt og lítið kjaftæði. Kaffidrykkjutónlist.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson – Söngur
Hjalti Óskarsson – Riffvél
Birkir Snær Mánason – Bassi
Smári Hallgrímsson – Gítar
Kristófer Nökkvi Sigurðsson – Trommur

Hvernig viðtökur hefur nýja platan ykkar verið að fá?
Ekkert nema jákvæð viðbrögð ennþá. Platan er óttalegur hrærigrautur af stefnum sem við tengjum allir við og hugmyndirnar hafa fengið að malla svolítið hjá okkur. Við tókum allt út sem við vorum ekki 100% sáttir við og sátum þá uppi með eitthvað sem við vorum og erum ánægðir með. Ætli það sé ekki það sem fólk tengir við, gæði umfram magn?

Gefið þið hana út sjálfir? og er hægt að fá efnið annarstaðar en í hinum stafrænaheimi?
Já við gefum hana út sjálfir, alveg eins og fyrri plötuna. Hún fæst auðvitað í bestu plötuversluninni, Lucky Records og svo er hægt að hafa samband við okkur beint á t.d. Facebook eða mæta á tónleika erum (yfirleitt) alltaf með plötur með okkur.

Hvað tekur nú við hjá sveitinni?
Verðum brátt fullmannaðir aftur, heimtum hann Hjalta okkar úr helju (lesist Svíþjóð). Það verða mikil viðbrigði að fá hann til baka, en hann er búinn að vera erlendis í námi síðustu 2 ár. Hann er riff-vélin og aðal riffvítamínsprengjan í þessum annars ágæta hóp. Tíðari æfingar, fleiri tónleikar og lagasmíðar munu taka styttri tíma. Við erum búnir að láta það duga að semja í gegnum Facebook, senda myndbönd, demo og hugmyndir á milli. Það gengur hægt þannig, en er vel hægt.

Tónleikar á næstunni?
Ekkert planað eins og er, en það gerist sjaldan að við séum ekki til í gott rokkpartý! Hitt ös öpp @mercybuckets

Lokaorð?
Gleymið ey börning góð að við erum öll þegnar svartrar Drottningar.

Jóla-Útgáfutónleikar Mercy Buckets

Þann 22. desember mun hard-boogie-core bandið Mercy Buckets gefa út sína aðra plötu, Svarta Drottningin.
Því ber að fagna, efnt er til hardcore veislu á Dillon! Frítt er inn svo gleymdu því að láta ekki sjá þig.
Settu jólin á pásu og slammaðu af þér jólastressið.

Þeim til halds og trausts verða stórsveitirnar Great Grief og Grit Teeth.

https://www.facebook.com/GreatGriefIceland/
https://www.facebook.com/gritteeth/

Hlökkum til að sjá ykkur í ykkar alversta jólaskapi.

Platan verður til sölu á staðnum fyrir litlar 1.500.- kr.
Tilvalið í skóinn fyrir óþæga krakka.

Every Time I Die spila í Reykjavík í Nóvember! (FRESTAÐ)

Bandaríska harðkjarna hljómsveitin Every Time I Die kemur fram á Húrra ásamt Muck og Mercy Buckets áður en þeir snúa til Bandaríkjanna eftir tónleikarferðalag um Bretland með Muck. Alls eru 13 tónleikar bókaðir í Bretlandi og þar af þrennir í London og er nú þegar uppselt á þá alla og er að seljast upp á afganginn af tónleiknunum.

Hljómsveitin Every Time I Die var stofnuð árið 1998 í vesturhluta New York fylkis og hefur hljómsveitin gefið út 7 breiðskífur, fyrsta breiðskífa sveitarinnar Last Night in Town kom út árið 2001 og vakti mikla athygli og lukku meðal harðkjarna aðdáenda hér á landi. Síðasta breiðskífa hljómsveitarinnar From Parts Unknown kom út í júlí 2014 og er þeirra besta útgáfa hingað til.

https://tix.is/is/event/1298/every-time-i-die/

Mercy Buckets, Gunslinger, Chino -Bar 11 25. feb

Mercy Buckets
Gunslinger – http://www.facebook.com/gunslingericeland
Chino – http://www.facebook.com/chinoiceland

Hvar? Bar 11
Hvenær? 2012-02-25
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 20

 

Í tilefni þess að ég (Birkir Snær Mánason) á afmæli laugardaginn 25. Febrúar, langar mig til að skella saman öllum böndunum sem ég kem að á einn eða annan hátt, saman í eina tónleika og gott partý.

Tónleikarnir byrja STUNDVÍSLEGA kl. 22:00 og eru búnir um miðnætti. Það er stutt sett á hvert band svo mætið tímanlega!

Ókeypis inn og tilboð á barnum! Allir velkomnir!
Ég hvet einnig vini mína sem hafa engan áhuga á þungarokki til að kíkja og fá sér einn kaldann!

Mercy Buckets

Mercy Buckets er glænýtt band hérna á klakanum. Mercy Buckets er hardcore band með sterkum partý áhrifum. Hljómsveitarmeðlimir eru þaulvanir menn úr íslenska þungarokkinu en þeir koma úr hljómsveitunum Chino, Gordon Riots, Shogun og Gone Postal.

Gunslinger – http://www.facebook.com/gunslingericeland

“It is pretty safe to say that Gunslinger is probably the most interesting thing to ever come out of Egilsstaðir. But they might also be the most interesting band in Icelandic hard-core. Their music consists of fantastically arranged blend of brutal, technical hardcore with some harmonized vocals and pretty smart noise-scapes on pedals (or playback, or both). And they performed the hell out of that gig. They announced on stage that they’ve just released a CD. I advice you to track them down and buy that CD. Buy it to death!”
Reykjavik Grapevine

Chino – http://www.facebook.com/chinoiceland

“..CHINO is one of the most promising and surprising acts in Icelandic extreme music these days. Hailing from isolated no-scene village of Egilsstaðir, I keep shaking my head at the fact this type of band thrives in that sort of environment. I tip my hat. Expect loud and crashing melting pot of current sounding European “screamo” meets later day Poison The Well with some metalcore leanings from the left..“
www.halifaxcollect.blogspot.com

Event:  http://www.facebook.com/events/211481535615344/
Miðasala: