Tag: Mastodon

Árslisti dordinguls / harðkjarna – 20. bestu erlendu útgáfur 2017

Árið 2017 var sérstaklega ánægjulegt tónlistar ár og hefði veirð nokkuð auðvelt að safna saman lista yfir 100 bestu útgáfur ársins, en fólk yrði fljótt að hætta að nenna að lesa slíkan lista, og því látum við hefðbundin 20 útgáfna lista duga um sinn. Hér að neðan má sjá lista útvarpsþáttarins dordinguls og heimasíðunnar Harðkjarna á 20 bestu erlendu útgáfum ársins.

1. Code Orange – Forever
– Alveg frá því að þessi plata kom út var ég alveg viss um stöðu hennar á lista ársins. Frábær og fjölbreytt skífa frá byrjun til enda.
2. Axis – Shift
– Axis er ein af þessum sveitum sem fá mig til að trúa á hardcore tónlist, þessi sveit stígur ekki feil skref.
3. Pyrrhon – What Passes for Survival
– Hrein sturlun frá upphafi til enda.
4. Godflesh – Post Self
– Nostalgía án klisju eða klaufaskapar. Sérstaklega vel heppnuð plata frá Justin Broadrick og G. C. Green
5. Kublai Khan – Nomad
– Kom lítið annað til greina eftir að hafa hlustað á þessa drengi gjörsamlega rústa reykjavíkurborg þegar þeir spiluðu hér á landi núna í ár. Frábær skífa.
6. Pallbearer – Heartless
– Thorns er eitt af lögum ársins og ef plata með eitt af lögum ársins kemst ekki hátt á listann þá er hann ekki marktækur.
7. END – From the Unforgiving Arms of God
– Stjörnuband með stjörnuplötu, meðlimir Counterparts, ex-Misery Signals, Blacklisted og Fit For An Autopsy með frábæra smáplötu.
8. Converge – The Dusk In Us
– Þessi plata á örugglega eftir að hækka enn meira í áliti því meira sem lítur á næsta ár, eins og við má búast. Titil lag plötunnar kítlar mig sérstaklega mikið.
9. Unsane – Sterilize
– Ein af þessum plötum sem maður getur ekki verið án, gerir árið betra.
10. God Mother – Vilseledd
– Harðkjarni frá Stokkhólmi, uppbyggjandi niðurrifsstarfsemi.

 

11. Body Count – Bloodlust
– Body Count kom örugglega flestum á óvart með gjörsamlega frábærri plötu, mikið af virkielga góðum lögum á örugglega bestu plötu sveitarinnar.
12. Left Behind – Blessed By The Burn
– Djúp og truflandi sagan á bakvið plötuna ýtir manni enn lengra inn í vonleysið og truflunina sem lífiði getur fært manni.
13. Mutoid Man – War Moans
– Hvað gerist ef maður hrærir saman Cave In og Converge meðlimum? Sönnunn á því að hægt er að syngja (ekki öskra) í þungarokki.
14. Amenra – Mass VI
– Ein af þessum hljómsveitum sem gerir ekki mistök, furða mig enn á því að þetta sé hljómsveit sem ekki allir þekkja.
15. Exhumed – Death Revenge
– Klassísk dauðarokksveit að gefa út plötu sem endar örugglega sem eitt þeirra besta verk.
16. Rancid – Trouble Maker
– Rancid spila pönk betur í dag en þeir hafa gert í áratug. Frábær plata.
17. Blood Command – Cult Drugs
– Norsk hljómsveit sem spilar sturlað popp í bland við harðkjarna og hávaða, afhverju er þetta ekki spilað í útvarpinu?
18. Mastodon – Emperor of Sand
– Enginn er árslisti án Mastodon.
19. Zao – Pyrrihc Victory
– Ég held að þeir gætu prumpað á plötu og ég myndi fíla það..
20. Iron Monkey – 9-13
– Eftirlifandi meðlimir í skítug fenið enn einusinni, stílhreint og ljótt.

Mastodon með nýtt lag af “Cold Dark Place” á netinu!

Bandaríska rokksveitin Mastodon kom mörgum á óvart í seinasta mánuði með tilkynningu um að væntanlega væri frá sveitinni ný EP plata, en platan verður gefin út 22. september næstkomandi af Reprice útgáfunni. 3 af lögum plötunnar voru tekin upp á sama tíma og “Once More ‘Round The Sun” plata sveitarinnar frá árinu 2014, en eitt tekið upp á sama tíma og nýjasta breiðskífa sveitarinnar Emperor Of Sand, sem var gefin út fyrr á þessu ári.

Fyrsta lagið sem sveitin kynnir af plötunni, er einmitt hið síðastnefnda og er hægt að hlusta á lagið hér að neðan:

Lagalisti plötunnar:
01. North Side Star
02. Blue Walsh
03. Toe To Toes
04. Cold Dark Place

Hægt er að forpanta Cold Dark Place á eftirfarandi síðu:

Fyrir áhugasama er hægt að sjá vinnsluna á bakvið myndina sem prýðir umslag plötunnar hér að neðan:

Mastodon gefa út Cold Dark Place í september

Gítarleikari hljómsveitarinnar Mastodon, Brent Hinds, tók upp á samt félögum sínum í Mastodon upp aðra plötu á sama tíma og sveitin tók upp plötuna Once More ‘Round the Sun, en áætlunin var að gefa hana út sérstaklega sem sóló plötu. Það kemur því mörgum á óvart að sveitin hefur ákveið að nýta sér þetta afni og gefa það út sem nýja Mastadon plötun, sérstaklega ef eitthvað er að marka Instagram síðu sveitarinnar.

 

New jamZ coming soon!

A post shared by Bhinds (@bhinds) on

Today Is The Day: In The Eyes Of God endurútgefin með aukefni.

Hljómsveitin Today Is The Day mun endurútgefa meistarverkið In the Eyes of god á næstunni, en áætlaður útgáfudagur er 22.september. Í hljómsveitinni á þessum tíma voru þeir Brann Dailor (trommur) og Bill Kelliher (Bassi) meðlimir sveitarinnar í viðbót við Steve Austin, en þessir drengir eru meðlimir Mastodon í dag. Steve Austin í viðbót við Maor Appelbaum sáu um endurmasteringu á plötunni og fyrir áhugasama má heyra nýju útgáfurnar af Spotting A Unicorn, Possession og In The Eyes Of God hér að neðan:

Diskur 1 (Endur masteraðaðar útgáfur)
1. In The Eyes Of God
2. Going To Hell
3. Spotting A Unicorn
4. Possession
5. The Color Of Psychic Power
6. Mayari
7. Soldier Of Fortune
8. Bionic Cock
9. Argali
10. Afterlife
11. Himself
12. Daddy
13. Who Is The Black Angel
14. Martial Law
15. False Reality
16. The Russian Child Porn Ballet
17. The Cold Harshness Of Being Wrong Throughout Your Entire Life
18. Honor
19. Worn Out
20. There Is No End

Diskur 2
1. In The Eyes Of God (Demo)
2. Going To Hell (Demo)
3. Spotting A Unicorn (Demo)
4. Possession (Demo)
5. The Color Of Psychic Power (Demo)
6. Mayari (Demo)
7. Soldier Of Fortune (Demo)
8. Bionic Cock (Demo)
9. Argali (Demo)
10. Afterlife (Demo)
11. Himself (Demo)
12. Daddy (Demo)
13. Who Is The Black Angel (Demo)
14. Martial Law (Demo)
15. False Reality (Demo)
16. The Russian Child Porn Ballet (Demo)
17. The Cold Harshness Of Being Wrong Throughout Your Entire Life (Demo)
18. Honor (Demo)
19. Worn Out (Demo)
20. There Is No End (Demo)Giraffe Tongue Orchestra

Hljómsveitin Giraffe Tongue Orchestra, sem samanstendur af þeim William DuVall (Alice in Chains), Ben Weinman (Dillinger Escape Plan) og Brent Hinds (Mastodon), sendir frá sé nýja breiðskífu að nafni Broken Lines í lok september á þessu ári. Hljómsveitin spilar sína fyrstu tónleika á Reading og Leeds hátíðinni seinna á þessu ári, en með þeim þremur í hljómsveitinni eru einnig Pete Griffin (Dethklok) og Thomas Prigden (The Mars Volta).

Lagalisti plötunnar er eftirfarandi:
01. Adapt Or Die
02. Crucificion
03. No-One Is Innocent
04. Blood Moon
05. Fragments & Ashes
06. Back To The Light
07. All We Have Is Now
08. Everyone Gets Everything They Really Want
09. Thieves And Whores
10. Broken Lines

Hljómsveitin skellti laginu Crucificion á netið í vikunni og er hægt að hlusta á það hér:

Mastodon - Remission

Mastodon – Remission (2002)

Relapse –  2002
http://shop.relapse.com/artist/artist.aspx?ArtistID=10063

Íslandsvinirnir Mastodon eru mörgum kunnir. En fyrir þá sem ekki vita var þetta band stofnað byrjun ársins 2000. Það stendur saman af Brann Dailor(trommur), Bill Kelliher(gítar), Troy Sanders(bassi) & Brent Hines(gítar). Mastodon hafa gefið út 1 demó sem síðar varð að Lifesblood EP og síðan breiðskífuna Remission.

Tónlist Mastodon reynist erfið að skilgreina í eina ákveðna stefnu þar sem bandið dregur sín áhrif úr mörgum áttum. En eitt er þó víst að þeir spila metal. Metalband sem dregur sín áhrif úr death/heavy-metal, grindcore, stonerrokki, hardcore og smá jazzi. Það er einmitt þessi víðtæka innlifun hjá þeim köppunum sem gerir bandið áhugavert.

Það fyrsta sem vekur mikinn áhuga er trymbillinn Brann Dailor. Stíllinn hans á settinu er vægast sagt mjög óvenjulegur enda er hann mjög jazzaður, en þrátt fyrir að vera óvenjulegur – þá venst hann mjög vel og fyrr en varir er maður ástfanginn af þessum trommuleik.

Ofan á það koma frábærar gítarmelódíur frá Hines og Kelliher (endilega athuga sólóið í March of the fireants). Flest öll smíðin á gítarriffunum er einnig prýðileg. Þó vil ég persónulega meina að melódísku partarnir séu eyrnakonfekt.

Til þess að fullkomna spilið, þá þéttir Troy Sanders í allar gloppur og göt með bassanum sínum, soundið þeirra er massíft og mjööööööög þétt.

Söngurinn er þó helsti gallinn við bandið (hey enginn er fullkominn!) en Sanders, Kelliher og Hines syngja allir. Þó er Sanders eiginlega aðal söngvarinn, og syngur mest af þeim. En í raun eru raddirnar hjá þeim kumpánum í raun einungis auka hljóðfæri til að koma fram þeirra skilaboðum sem eru í textum þeirra.

Þá ber helst að nefna textan við lagið Workhorse en það er ádeila á kjör hins almenna verkamanns sem vinnur og vinnur en fær lítið sem ekkert fyrir. Annars eru textarnir flest allir í ljóðaformi en hinu týpíska texta formi, sem gerir lesninguna skemmtilegri fyrir vikið því þá fær lesandinn tækifæri á því að hugsa betur útí það sem textarnir segja.

Í heildina er þetta heilsteypt plata og soundið er mjög gott á henni. Öll lögin eru skemmtileg en þau lög sem skara framúr eru Crusher Destroyer, March of the Fireants, Workhorse, Ol’e Nessie og Trainwreck. Platan er 11 lög (bónuslög á endurútgáfunni og dvd diskur) sem taka 50 mín í spilun. Get ekki annað sagt að þetta séu 50 mín af eðal tónlist.

Ef þú ert ekki búinn að kynna þér þetta band, þá mæli ég með því að þú gerir það strax. Þessi plata er sú langbesta metalplata sem hefur verið gefin út síðustu árin, ef ekki síðasta áratuginn.

Hafsteinn Bergmann Valgeirsson

MASTODON - Leviathan

MASTODON – Leviathan (2004)

Relapse –  2004
www.relapse.com

Þau ykkar sem fylgist með harðri tónlist nútímans vitið öll hvaða hljómsveit þetta er. Þau sem hanga á blessaðri töflu HK vita flest um hverja ræðir. Og flest okkar eru sammála um ágæti Mastodon.
Þessi hljómsveit er í sérflokki og hef ég ekki geta litið af þeim síðan þeir gáfu út Lifesblood mcd útgáfuna.
Remission festi þá endanlega í sessi sem og frábærir tónleikar þeirra um all tryssur.

Ég nenni eiginlega ekki að fara nákvæmlega í saumana á þróuninni sem hefur orðið á milli Leviathan og Remission, en hún er töluverð og hljómsveitinni til hagsbóta. Það er komin meiri dínamík í sönginn (Naked Burn). Trommurnar eru “hógværari” sem er vel. Og á sama tíma og tónlistin hefur meira rokk-sánd á kostnað metal hljóðblöndunarinnar á síðustu plötu þá eru nokkur laganna hér epískari en nokkru sinni fyrr. Þessi hljóðbreyting er af hinu góða og sómar sig vel í styttri og harðari lögunum (gerir þau áþreyfanlegri)og gerir lengri lögin meira lifandi. Allt í allt hjálpar þetta Mastodon að skera sig út frá öllum þessum ofur tæknilegu og óf-pródúseruðu metalhljómsveitum nútímans sem nú eru móðins. Alveg hreint óþolandi.

Leviathan er peninganna virði og vex við hverja hlustun og ætti að geta glatt flest okkar sem hafa áhuga á lifandi harðri tónlist. Galdurinn er að ég gæti sett lag af Leviathan á blandkassettuna mína á eftir Thin Lizzy lagi og á undan His Hero Is Gone lagi og það myndi meika sense.
Það segir meira en mörg orð…

Og þau sem segja að myndin sem prýðir umslag Leviathan sé ljótt, eru smekklausir digitaldjöflar…

Birkir

MASTODON - Leviathan

Mastodon – Blood mountain (2006)

relapse –  2006
www.mastodonrocks.com

Ég byrjaði að hlusta á Mastodon 2002 og var það þá hin stórgóða Remission sem misþyrmdi eyrum mínum í dágóðan tíma, síðan þá hefur aldrei langur tími liðið milli Mastodon hlustana. Það sem heillaði mig frá fyrstu hlustun var hrár krafturinn og samblanda flókinna gítar-riffa og urrandi söngs. Allt þetta ásamt keyrslu Brann Dailor (trommur) sem jafnast á við 18 hjóla trukk á 300 km/h hraða, drepandi allt sem í vegi hans verður, er erfitt að standast. Í fyrstu var maður ekkert minna en orðlaus. Gleðin sem fylgir því að hlusta á svona tóna sem vekja uppi hjá manni þennan líka aragrúa af tilfinningum hefur gert það að verkum að ég er í dag sorglega mikill aðdáandi Mastodon.

2004 gáfu þeir út concept-plötuna Leviathan sem var byggð á Moby Dick eftir Herman Melville. Sú plata kom þeim endanlega á kortið í metalheiminum og var að margra mati besta plata þess árs. Breytingin milli Remission og Leviathan var sú að minna fór fyrir hráum og dýrslegum krafti í lagasmíðum Mastodon, en þess í stað voru lögin orðin örlítið fágaðri, meira var lagt upp úr söngnum og varð platan því heildina sterkari sem verk og aðgengilegri.

Og nú, tveimur árum síðar, hafa þeir loks gefið út Blood Mountain. Margt hefur breyst. Eftir athyglina sem Leviathan færði þeim gerðu þeir samning við Warner Music og hættu hjá Relapse Records. Pressan hugsanlega orðin meiri, en Mastomennirnir hvergi bangnir og er Blood Mountain greinilegt merki um það. Aftur er breyting milli platna mikil og Blood Mountain á lítið sameiginlegt með Leviathan.

Platan hefst á “nettu” trommuslagi og síðan er manni skellt í rússíbanann með laginu The Wolf is Loose – og maður veit strax að þeir eru ekki að fara að bregðast manni. Allt frá fyrstu sekúndu er manni ljóst að ekki verður aftur snúið. Platan er stútfull af ótrúlegum lögum, riff ofan á riff, á köflum framúrstefnulegar lagasmíðar, tilraunir í söng og sóló sem verða ‘instant classic’. Svo maður reyni að ræða aðeins muninn á Blood Mountain og fyrri verkum Mastodon verður því líklega best líst þannig að Blood Mountain er aðgengilegasta platan sem Mastodon hafa gefið út hingað til en engu að síður tormelt á köflum og þarfnast pínulítillar umhugsunar. Enn og aftur tóna þeir dýrslega kraftinn niður, en hafa lært að stjórna honum, og nýta hann betur þannig að þegar það á við er engu líkara en óður úlfur sé að rífa mann í tætlur. Þá hefur gítarleikurinn, sem er í höndum Brent Hinds og Bill Kelliher og hefur alltaf verið til mikillar fyrirmyndar, orðið enn betri og setur Troy Sanders (bassi) mikinn þéttleika í spilið. Þá koma að plötunni ýmsir þekktir kappar, og er innslag Josh Homme (Queens of the Stone Age/ex-Kyuss) í laginu Colony of Birchmen, þar sem hann syngur, einna best. Auk hans syngja á plötunni Cedric-Bixlar Zavalas (The Mars Volta/ex-At the Drive-In) og Scott Kelly (Neurosis) og setja virkilega skemmtilegan heildarsvip á plötuna.

Mastodon hljómurinn er aldrei langt undan og rosalega mikið af því sem ég heillaðist hvað mest af þegar ég heyrði fyrst í þeim er ennþá til staðar – þeir hafa bara orðið betri. Fjölbreyttari metal plata hefur ekki heyrst síðan Mastodon gáfu út Leviathan og hafa þeir sýnt það að þeim eru allir vegir færir. Eina stundina geta þeir verið virkilega drungalegir, en þess á milli geta komið kafar sem eru með heilmikið grúv og þá eru þeir oft á tíðum stórskrítnir og er með Blood Mountain stórt skref tekið út í prog-metalstefnuna.

Með Blood Mountain skjóta Mastodon menn sér á toppinn í metalnum í dag og er samkeppnin nokkrum ljósárum á eftir þeim. Langbesta plata ársins hingað til og er hún ein alsherjar árás á skynfærin. Að hlusta á allt annað eftir þessa plötu er eins og að reyna að troða ofan í sig skyri eftir jólasteikina.

Jói

Mastodon - Crack the skye

Mastodon – Crack the skye (2009)

Reprise records –  2009
– Brendan O’Brien pródúser leggur til hljómborðskafla.
– Scott Kelly úr Neurosis gestar á Crack the skye
– Söguna kúnstugu á bak við plötuna má finna á Wikipedia.
http://en.wikipedia.org/wiki/Crack_the_Skye
www.mastodonrocks.com
www.myspace.com/mastodon

Mastodon hafa farið um víðan völl ég kynntist þeim fyrst. Frá því að vera sæmilega þekkt költ band yfir í að vera upphitunarband fyrir Slayer og Metallica. Maður spyr sig hvort þeir séu ekki fyllilega verðugir að þeim titli komnir enda atorkusamir, án nokkurs vafa hæfileikaríkir og feta ekki annarra manna slóðir. Ég var farinn að velta því fyrir mér hvort ég væri búinn að fá minn skammt af Mastodon og því efins um þessa plötu þeirra. Blood Mountain var ágætis plata en ég taldi hana ekki ekki það meistaraverk sem aðrir vildu láta.

Eftir nokkrar hlustanir á þessa plötu voru efablandin hugboð kveðin niður. Þessi plata kemur með ferskan andblæ og er á nokkurn hátt öðruvísi en bandið hefur hljómað áður. Keyrslukaflar með kröftugum, testósterónfylltum söng eru vissulega til staðar ( þó lítið af rymjandi öskrum eins og í árdaga bandsins) en melódískari nálgun má heyra og draumkennda stemningu og fjölraddanir.

Hinn nef og önghljóðamælti Brent Hinds er áberandi, ekki kannski alltaf í miklu uppáhaldi söngröddin sjálf hjá mér en nýtingin á henni fer vel með tónlistinni. Troy Sanders tekur til dæmis völdin á Ghost of Karelia. Þeir eru með undarlegar söngraddir og framandleikinn við þær er áhugaverður. Raddirnar eru hljóðfæri í sjálfu sér sem fylgja hinum hljóðfærunum í þeim tilgangi að mynda ákveðna stemningu. Söngurinn er yfirleitt hátt mixaður og hefur endrum og sinnum dáleiðandi ecco/reverb. Auðvitað þarf svo að troða inn einni setningu um trommumaskínuna Brann Dailor sem er með stórkostlegan leik hlaðinn öguðum krafti.

Meðal laga sem ber hæst á plötunni eru að mínum dómi Oblivion þar sem blandast flott uppbygging, vélsagarriff saman við hugleiðandi söng og ýmis konar öldurót, þ.e. skiptingar á söngstíl og hraða. Dailor hefur frumraun sína í söng með bandinu íþessu lagi og piltinum tekst ansi vel til. Langlokan Czar inniheldur frábæra grúvkafla og síbreytileika. Sólóið undir lok lagsins minnir mjög á Tony Iommi úr Sabbath. Síðasta lagið Last Baron, annað langt lag, er ljúft og speisað progrokkferðalag.

Loðfílaliðar bjóða hér upp á drekkhlaðinn ef ekki drekahlaðinn feng af góðgætum. Þeir sýna á sér nýja melódíska, proggaða hlið og tilraunastarfsemi án þess þó að fjarlægjast tónlistarlegu trademarki sínu um of. Gítarflækjur, kántrískotin riff, þyngsli og hugmyndaauðgi eru enn til staðar.

Bessi

Mastodon

Íslandsvinirnir í hljómsveitinni Mastodon eru nú á fullu að vinna að nýrri breiðskífu og er hægt að fylgjast með gang mála á heimasíðu sveitarinnar Mastodonrocks.com. Áhugavert þykir að á einni af þessum myndum sést til Dave Grohl (Nirvana/Foo Fighters) sem fær mann til að spöglera í því hvort að drengurinn sé eitthvað viðriðinn gerð plötunnar.