Efnisorð: Mammút

Árslisti dordinguls / harðkjarna – 20. bestu Íslenskar útgáfur 2017

Árið 2017 var sérstaklega gott tónlistarár, ekki bara í erlendri útgáfu heldur líka hér á íslandi, upphaflega áætlunin var að gera top 5 lista, en það var bara of mikið af góðri tónlist í boði þetta árið. Hér að neðan má sjá árslista dordinguls/harðkjarna yfir bestu 20. útgáfur ársins 2017:

1. GodChilla – Hypnopolis
– Hvað gerist ef maður blandar hressandi brimbrettarokki við niðurdrepandi dómdagstóna þungarokksins? Bara ein besta rokk útgáfa sem Íslensk hljómsveit hefur sent frá sér í áraraðir. Frábær sveit með frábæra breiðskífu, þetta er ein af þeim hjómsveitum sem allir landsmenn verða að kynnast og það helst strax.

2. Grit Teeth – Let it be
– Það var mikið! Ég var búinn að bíða eftir þessarri plötu í langan tíma, en gleðifréttirnar eru þær að biðin val vel þess virði. Hrár harðkjarni frá sveitinni sem nær að sameina alla rokkaðdáendur landsins.

3. LEGEND – Midnight Champion
– Enn og aftur kemur Krummi á óvart, ekki er þetta bara ein af betri plötum á hans ferli sem tónlistarmanns, heldur er hún í þokkabót virkilega vel útsett og einhvernveginn hálf rómantísk raftónlsitarplata blönduð með kröftugu rokki.

4-5. Sólstafir – Berdreyminn
– Tímamótapata frá Sólstöfum, með snilldar lög á borð við Silfur Refur, Ísafold og Bláfjall. Plata sem gengur lengra í fjölbreytileika en fyrri plötur, en nær samt að vera rokkaðri en margur grunaði.

4-5. Katla – Móðurástin
– Fyrsta plata Gumma og Einars sem hljómsveitin Katla, þvílík byrjun á sveit. Hljómsveit sem fangar Íslenska póst blackmetal senuna á heilli breiðskífu.

6. Ham – Söngvar um Helvíti Mannana
– Það er ekkert grín að fylgja á eftir verki eins og Svik Harmur og Dauði, en þetta tókst þeim. Alltaf þegar gaman þegar hljómsveit nær að toppa seinustu breiðkskífu með enn betri lagasmíði.

7. Auðn – Farvegir Fyrndar
– Frábær framhald fyrsti plötu sveitarinnar. Það er ástæða fyrir því heimurinn hefur tekið eftir þessarri sveit og mun þessi plata gera ekkert nema gott fyrir framtíð sveitarinnar.

8. Beneath – Ephemeris
– Þriðja breiðskífa þessa mögnuðu dauðarokksveitar og örugglega þeirra besta. Með lög eins og Eyecatcher, Ephemeris og Cities of the Outer Reaches sannast snilldin á bakvið sveitina í heild sinni.

9. xGADDAVÍRx – Lífið er refsing
– xGADDAVÍRx er ein af þeim hljómsveitum ísland hefur alltaf vantað. Hver einasta útgáfa sveitarinnar er betri en sú síðasta, reiði, hraði og harðneskja í fallegum og góðum pakka.

10. Une Misère – 010717
– Það er bara einn galli við þessa útgáfu, ég vill meira! Lögin 3 eru frábær og það er það eina sem skiptir mái við þessa útgáfu.

11. Dauðyflin – Ofbeldi
12. Skurk – Blóðbragð
13. World Narcosis – Lyruljóra
14. Skálmöld – Höndin sem veggina Klórar
15. Dimma – Eldraunir
16. Mammút – Kinder Versions
17. Dynfari – The Four Doors of the Mind
18. CXVIII – Monks of Eris
19. Glerakur – The Mountains Are Beautiful Now
20. Röskun – Á brúnni

 

Mammút - Karkari

Mammút – Karkari (2008)

RecordsRecords –  2008
www.myspace.com/mammut

Karkari er önnur breiðskífa Reykvísku hljómsveitarinnar Mammút, en sveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 2005. Fyrsta smjörþefinn af nýju plötunni var að finna þegar sveitin sendi frá sér lagið Svefnsýkt til spilunar á netinu og í útvarpi. Fram að því hafði ég lítið fylgst með sveitinni, en vissi að sveitin hafi unnið músíktilraunir árið 2004 aðeins 3 mánuðum eftir að sveitin var stofnuð. Lagið svefnsýkt heillaði mig strax við fyrstu hlustun og í kjölfarið fór ég að kynna mér bandið nánar og var farinn að hlakka mikið til að heyra plötuna í heild.

Ég get vel ímyndað mér að það sé erfitt fyrir sveit sem þessa að fylgja eftir vinsældum fyrstu smáskífunnar (Svefnsýkt), en einhvernveginn held ég að það verði ekki erfitt, því að platan í heild sinni er uppfull af góðri, fjölbreytti og þroskaðri lagasmíði og því hægt að velja lög að handahófi sem líklega gætu orðið vinsæl. Lög eins og Endir, Geimþrá, Svefnsýkt og Rauðilækur standa uppi sem uppáhald á mínum bæ, en því meira sem ég hlusta á gripinn heilla lögin Í leyni og Karkari mig alltaf meira og meira. Það er líka gaman að hlusta íslenska rokk söngkonu sem hljómar ekki eins og Björk, en oft á tíðum virðist það vera einhver gryfja sem erfitt er að komast upp úr. Söngur Katrínar er áberandi sterkur á plötunni og það sama má segja um textasmíði, en samsetning þessa tveggja þátta í viðbót við einstakan fjölbreytileika plötunnar gera plötunna skemmtilegri en ég þorði að vona. Ég hugsa til sveita eins og Smashing Pumpkins til að finna sambærilega hljómsveit vestanhafs, en lítið hefur verið um svona rokktónlist í mínum eyrum síðan harðara rokkið tók yfir hugsun og skynsemi.

Platan er án efa metnaðarfyllri en fyrsta plata sveitarinnar og í heild sinni er hún ekki bara góð, heldur ein af betri breiðskífum ársins, og í kjölfarið ein af sterkari rokk plötum sem hefur verið gefin út á Íslandi. Það getur vel verið að þetta séu stór orð, en það er mjög sjaldan þessa dagana sem rokk heillar mig eins og þessi plata sveitarinnar gerir

Valli

Eistnaflug 2014 – 10 ára!

At The Gates, The Monolith Deathcult, Zatokrev, Havok, Bölzer

Agent Fresco, AMFJ, Angist, Azoic, Beneath, Benny Crespo’s Gang, Brain Police, Carpe Noctem, Darknote, Dimma, DJ Töfri, Endless Dark, Gone Postal, Grísalappalísa, HAM, Hindurvættir, Innvortis, In The Company Of Men, Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar, Kontinuum, Kælan Mikla, Malignant Mist, Mammút, Maus, Momentum, Morð, Nevolution, ONI, Ophidian I, Pink Street Boys, Retro Stefson, Reykjavíkurdætur, Rotþróin, Saktmóðigur, Severed, Sign, Skálmöld, Skelkur í Bringu, Skepna, Sólstafir, Strigaskór nr.42, The Vintage Caravan

Hvar? Egilsbúð, Neskaupstað
Hvenær? 2014-07-10
Klukkan? 22:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Hvað er Eistnaflug?
Eistnaflug er árleg tónlistarhátíð sem haldin er í Neskaupstað aðra helgina í júlí, sem í ár er 10. – 12. júlí. 42 bönd deila sviði allt frá indí til black metals. Keyrðu hringinn og kíktu við á Eistnaflug!

Það er fyrirtækið Millifótakonfekt ehf. sem heldur Eistnaflug.
Framkvæmdastjóri er Stefán Magnússon, stebbi (at) eistnaflug.is

Hvernig kemst ég á Eistnaflug?
Hægt er að fljúga til Egilsstaða með Flugfélagi Íslands og taka þaðan rútuna til Neskaupstaðar.
Ef farið er á bíl frá höfuðborgarsvæðinu er um rétt rúma 700 kílómetra að ræða. Akið varlega!

Gisting
Það eru tvö tjaldstæði á Neskaupstað, annað er partý tjaldstæðið og hitt er fjölskyldutjaldstæðið. Ef að þig langar að djamma allan sólahringinn þá er partý tjaldstæðið sniðið að þínum þörfum, ef að þú vilt sofa og hvíla þig vel þá er fjölskyldusvæðið þitt svæði.

Þessa helgi er partýtjaldstæðið einungis fyrir gesti Eistnaflugs.

Á Neskaupstað eru einnig 3 hótel en það eru Hótel Edda, Hótel Capitano og Hótel Egilsbúð.

Miðasala
Miðaverð í forsölu: 12.900 kr
Miðaverð við hurð: 13.900 kr
Dagspassi: 6.500 kr

Ath. 18 ára aldurstakmark
http://www.eistnaflug.is

http://www.eistnaflug.is

Event:  https://www.facebook.com/events/249309758568730/?ref_dashboard_filter=upcoming
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/7938/

DIKTA, MAMMÚT, AGENT FRESCO OG NO CULTURE 8 OKT.

DIKTA,
MAMMÚT,
AGENT FRESCO
OG
NO CULTURE

Hvar? 
Hvenær? 2008-10-08
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Hvar: LISTASMIÐJU FB (GERÐUBERGI 111 REYKJAVÍK/BREIÐHOLTI, MILLI BÓKASAFNSINS OG FELLAHÓLAKIRKJU)
Hvenær: MIÐVIKUDAGINN 8. OKTÓBER
Klukkan hvað: HÚSIÐ OPNAR KL 19:30 OG ÞETTA BYRJAR KL 20:00.
Hvað kostar: 500 KALL
Aldurtakmark: EKKERT
Annað:

Event:  
Miðasala: 

Eistnaflug 2008

Ashton Cut, Ask the slave, Atrum, Bastard, Blood Feud, Brain Police, Celestine, Concrete, Contradiction, Darkness Grows, Diabolus, Disintegrate, Discotheque, Disturbing Boner, Dormah, Dust Cap, Finngálkn, Gone Postal, Gordon Riots, Grýttir á sviði, HAM, Helshare, Hostile, Innvortis, In Siren, Judico Jeff, Mammút, Momentum, Muck, Plastic Gods, Retrön, Saktmodigur, Severed Crotch, Skítur, Slugs, Sólstafir, Swords of Chaos, Universal Tragedy, Æla & Without the balls

Hvar? 
Hvenær? 2008-07-10
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Rokkfestival í Egilsbúð – Neskaupsstað 10. – 13. júlí 2008

Allar nánari upplýsingar er að finna hér: http://www.eistnaflug.is/

Event:  
Miðasala: