Efnisorð: Machine Head

Machine Head - Supercharger

Machine Head – Supercharger (2001)

Roadrunner –  2001

Í JÓLAPAKKANN FYRIR UPPREISNARUNGLINGINN

Machine Head eru þung rokkhljómsveit. Það er ekki sama flokkunin og þungarokkshljómsveit í þeim skilningi að Machine Head eiga líklega meira sammerkt með sumum hardcore hljómsveitum samtímans en eiginlegum þungarokks (heavy metal) böndum. Samt eru þeir ekkert hardcore band. Hin deyjandi tískubóla sem var af einhverjum atvinnumanni í rokkskríbentageiranum skírð “Nu-Metal” sótti heilmikið í smiðju Machine Head – eða öfugt.
Nóg um það, en hér halda þeir uppteknum hætti við að spila níðþungt og þétt en jafnframt melodískt rokk. Flest lögin eru skemmtilega rokkuð og grípandi, þéttur og þungur gítar vekur uppreisnaranda rokksins í unglingnum og miðlægur hraðinn á þeim köppum gerir það auðvelt að dingla hausnum með án þess að fara úr hálslið. Rödd Rob Flynn er mátulega rifin og rám til að textarnir skiljist án þess að hann geti verið sakaður um að vera eitthvað að væla.
Þetta er flott og fínt og ég gæti fullyrt að þessi plata væri í alla staði þéttur og grípandi metall ef að ekki væru einhver lög eins og “Only the names” inn á milli þar sem hægist á öllu og einhver spenna á líklega að skapast þegar Flynn fer að hvísla og hvæsa textana. Hundleiðinlegt athæfi sem þeir þarna Adidasrokkklónin eru búnir að riðlast á fram úr hófi. Góð plata í viðbót við það sem sannfærðir áhangendur áttu fyrir.

Siggi Pönk

Machine Head - The Blackening

Machine Head – The Blackening (2007)

Roadrunner –  2007

Machine Head halda áfram að gefa út hreinræktaðan stera-metal og er “The Blackening” hin ágætasta plata. Svo virðist vera sem Rob Flynn og félagar í Machine Head hafi áttað sig á því að í metalnum í dag virðist prog bylgja tröllríða öllu og eru tíu og níu mínútna lög á plötunni til að taka þátt í því öllu saman. Á köflum verður þetta þó hálf leiðigjarnt og efast ég um að þessi plata komi til með að verða mönnum eftirminnileg. Þrátt fyrir það er þetta tilvalinn gripur fyrir reitt ungt fólk sem nennir ekki að hanga úti í horni og skera sig, en vill heldur gera eitthvað í málunum, eða fyrir fólk sem er hvorki reitt né ungt en vill eitthvað öflugt í ræktina.

Eftir “Burn My Eyes” sem kom út ’94 lá leiðin hægt og rólega niður á við hjá Machine Head, ekki endilega vegna þess að næstu plötur voru eitthvað ömurlegur, heldur meira vegna þess að “Burn My Eyes” er bara svo helvíti góð plata. Botninum var þó klárlega náð með “Supercharger” sem kom út 2001, hrikalegt stykki. Eitthvað hefur alltaf heillað mig við Machine Head og ég varð þess heiðurs aðnjótandi að sjá þá á tónleikum sem voru með eftirminnilegustu tónleikum sem ég hef séð. Þótti mér þeir ná sér ágætlega á strik með seinustu plötu sinni “Through the Ashes of Empires” og leyfði ég mér því að bera örlitlar vonir til “The Blackening” sem kom út í ár.

Og þótt ég hafi ekkert orðið fyrir einhverjum rosalegum vonbrigðum með plötunni er hún eins og ég kom inn á hér að ofan á köflum örlítið langdregin. Þá eru riffin frekar fyrirsjáanleg og það hreinlega vantar eitthvað upp á. En þetta er ekkert al slæmt. Keyrslan er stundum fín og þetta er helvíti þétt á köflum. Þeir ná að byggja sum lögin ágætlega upp og þetta er skemmtilegt á köflum. Machine Head hafa endur uppgötvað hvað þeir vilja gera og held ég að “The Blackening” sé eðlilegt skref frá síðustu plötu þeirra en er þó áberandi þyngri. Allt sem maður fílaði við Machine Head er til staðar, en í nokkuð óbreyttri mynd og þar fellur platan um sjálfa sig að mínu mati. Fínasta efni, en mér finnst ég hafa heyrt þetta velflest áður, annaðhvort á “Burn My Eyes” eða á síðustu plötu.

Jóhannes(tommy the cat)

Machine Head - Burning Red

Machine Head – Burning Red (1999)

Roadrunner –  1999
Produced af Ross Robinson

Þetta er bara alveg brjálaður diskur, við fyrstu hlustun var ég nú ekki alveg viss hvert þetta var að stefna. Ég fékk smá hræðslu tilfinningu og hélt að þetta væri að stefna í þessa ömurlegu bandarísku popp menningu. En þegar ég var búinn að hlusta á diskinn þá kom annað í ljós því þetta er drullu góður diskur. það eru sannir Machine Head slagarar á þessum disk. Lögin eru tilfinninganæm og bara ótrúlega góð. Rob Flynn hefur alveg augljóslega farið í raddþjálfun, því að hann getur sungið drengurinn – og það vel. Röddin hans er á köflum bara allt öðruvísi. Í fyrsta laginu, trúði ég varla að þetta væri þessi ágæti söngvari. Ég vissi ekkert hverju ég átti að búast við af þessum disk, þegar ég frétti að Ross Robinson væri prodúserinn og var þá ekki alveg viss hvernig myndi fara, en síðan kom í ljós að Terry Date sæi um hljóðblöndunina þá efaðist ég ekki um að diskurinn myndi hljóma vel – sem hann gerir.

Diskurinn byrjar á introi sem er nýjung fyrir machine head, eftir introð er farið beint í Desire to fire, sem byrjar helvíti flott, “We turn desire to fire…” kaflinn í byrjun lagsins er geðveikur, ég var nú bara ekki viss um að væri Hr. Flynn en maður heyrir nú vel samt að þetta sé hann, eftir það fer lagið yfir í aðeins meiri hipp fíling, en þetta lag er geðveikt, mjög týpíst Machine Head lag. Næsta lag byrjar einnig á nýjuröddinni hans og er það álíka flott lag. Ég er í augnabliki að hlusta á diskinn og reyna að segja eitthvað um lögin en mér finnst erfitt að segja nánar frá lögunum þar sem þau eru öll góð, betri en á seinasta disk, og fara alveg ágætlega með Sting lagið Message in a bottle, og má segja að þeir geri það með virðingu , því að það er rólegt og flott.. Ahure Luster (nýji gítarleikarinn) stendur sig mun betur heldur en Logan Madder (fyrrverandi gítarleikari). Five, er eitt af bestu lögunum á disknum og fjallar um hræðilegan atburð sem gerðst fyrir söngvara bandsins þegar hann var 5 ára. AÐ lokum er farið yfir í The Burning Red sem er langt frá því að vera hið vernjulega Machine Head lag, en þegar maður hlustar á allan diskinn í einu, þá passar þetta rólega lag alveg einstaklega vel sem loka lag disksins. Allt í allt er þetta frábær diskur. Ég get trúað að sumir verði efins við fyrstu hlustun, en ég lofa því að við endurtekna hlustun þá verður hann betri..

Toppar:
Desire to fire
Exhale the vile
Message in a bottle
I defy
Five
(ég gæti nefnt fleiri… )

Valli

Machine Head - Through The Ashes Of Empires

Machine Head – Through The Ashes Of Empires (2003)

Roadrunner –  2003

Aftur í ræturnar

Ef ég ætti að nefna eina plötu sem breytti straumum þungarokksins til muna þá er Burn My Eyes með Machine Head frá árinu 1994.. Annar eins söngur hafði ekki heyrst í rokki og hvað þá hljóðfæraleikurinn sem enn þann dag í dag kallar fram gæsahúð af bestu gerð. Machine Head var fljót að festa sig í sessi sem ein af allra bestu sveitum þungarokksins, túruðu með ekki ómerkari mönnum en Slayer til að fylgja plötunni eftir og gáfu goðsögnunum ekki fet eftir. Því þykir verr og miður að trommarinn Chris Kontos sagði skilið við bandið (og var m.a. hársbreidd frá því að komast í Slayer) eftir að hafa fylgt frumburði sínum eftir og hafa síðustu þrjár pötur Machine Head ekki komist í hálfkvist við Burn My Eyes. Vilja margir kenna fjarveru Kontos um.
Á Trough The Ashes Of Empires kemst hljómsveitin ansi nálægt þeirri stemningu sem ríkti á Burn My Eyes þó svo að hún sé ekki jafn öflug. Strax í fyrsta laginu, Imperium, er hlustandanum gert ljóst að Machine Head sé komin aftur í rætur sínar. Falleg uppbygging í byrjun leiðir mann inn í tæplega 7 mínútna ævintýri þar sem Machine Head rokkar úr hröðum köflum yfir í öflug niðurföll. Sérstaklega þótti mér “sænski” kaflinn koma sterkur inn (merkilegt hvað mörg amerísk bönd eru farin að leita í svíametalinn). Einnig gætir nýrra áhrifa í lögum eins og Elegy og Decend The Shades Of Night. Hæglega hefði verið hægt að gera söluvænt efni úr mörgum laga plötunnar en Machine Head er metnaðarfyllri en það, með um og yfir 5 mínútna lög sem gerir plötuna bara enn efnismeiri fyrir vikið. Machine Head aðdáendur verða ekki sviknir af Through The Ashes Of Empires.

Smári

Machine Head

Hljómsveitin Machine Head hefur sent frá sér nýtt myndband frá hljóðverinu, en sveitin er þessa dagana taka up nýja breiðskífu. Í þessum hluta myndbandsins er aðalega fjallað um upptökur á trommum. Hægt er að horfa á umrætt myndskeið hér að neðan:

Machine head

Robb Flynn er stóryrtur þegar hann talar um næstkomandi MH plötu og segir að hún muni verða Master of puppets síns tíma. Platan er mjög þung og tæknileg. Hér eru drög að lagatitlum:
– ‘Halo’ (Anti-religion)
– ‘Aesthetics Of Hate’
– ‘The Beautiful Mourning’ (Suicide)
– ‘Now I Lay Thee Down’ (Love / death / homicide / suicide).

Machine Head

Hljómsveitin Machine Head mun senda frá sér smáskífuna ‘Days Turn Blue To Gray’ í lok mánaðarins. Smáskífan verður gefin út bæði sem geisladiskur og einnig sem myndavínil plata. Lögin verða sem hér segir:

7″ Mynda vínil plata
A. “Days Turn Blue To Gray”
B. “Season’s Wither”

Geisladiska útgáfan.
01. “Days Turn Blue To Gray”
02. “Season’s Wither”
03. “A Rage To Overcome (Live @ 10th Anniversary ‘Burn My Eyes’ Show)

Machine Head

Hljómsveitin Machine Head heldur til evrópu fyrir árslok og ætlar að koma við bæði á bretlandi og á meginlandinu. Hljómsveitin er með þessarri tónleikaferð að kynna seinustu plötuna sína “Through the Ashes of Empires” sem var gefin út í október í fyrra.