Efnisorð: Loksins loksins

Loksins loksins

Loksins eftir langa bið eru dordingull.com síðurnar komnar upp aftur. Eins og fólk sér þá vantar heilan helling af því sem áður var á síðunum en þó nokkur hluti síðunnar en enn til og vonast ég bara til að ég nái að skella einhverju upp á næstu dögum/vikum. Núna vill ég biðja allt það lið sem vill endurnýja aðgang sinn að uppfærslukefi harðkjana vefsins (þar á meðal fréttir, kvikmyndaumfjöllun, plötudómar, umfjallanir og margt fleira) að hafa samband við mig ( valli@dordingull.com eða hardkjarni@dordingull.com ). Ég vill einnig biðja allar hljómsveitir að hafa samband við mig svo að ég geti komið öllum hljómsveitasíðum í lag. Gott væri ef þið senduð mér það nafn sem þið viljið nota sem notendanafn og það lykilorð sem þið óskið eftir. Góðar stundir!