Efnisorð: Life of Agony

Life of Agony gefa sýnishorn af tilvonandi efni

Fljótlega á næsta ári mun hljómsveitin Life of Agony senda frá sér nýja breiðskífu að nafni “A Place Where There’s No More Pain” en seinasta breiðskífa sveitarinnar “Broken Valley” var gefin út árið 2005. Sveitin virðist vera langt komin með upptökur, en mun halda til evrópu í nóvember og desember til að tónleikahalds. Hér að neðan má sjá brot af því efni nýja efni sem væntanlega verður að finna á komandi skífu:

Life of agony

Eins og við má búast af Roadrunner útgáfunni er væntanleg ný útgáfa af efni sem áður hefur verið gefið út af útgáfunni. Í þetta skiptið varð snilldar diskur sveitarinnar Life of agony “River Runs Red” fyrir valinu og sem auka efni á disknum verður að finna eftirfarandi lög (í viðbót við diskinn sjálfan í fullri lengd):
14 – “Here I Am, Here I Stay”
15 – “Depression”
16 – “3 Companions”
17 – “Plexiglass Gate”
Þar endar þetta ekki því með disknum fylgir einnig mynddiskur sem mun innihalda eftirfarandi mynefni:
01 – “Through And Through” (video)
02 – “This Time” (video)
03 – “Through And Through” (Live at Dynamo Open Air Festival ’95)
04 – “River Runs Red” (Live at Dynamo Open Air Festival ’95)
Þetta verður væntanlega fljótlega komið í mitt diska safn, þar sem hérna er á ferð einn besti og þunglyndasti rokk diskur sem ég hef hlustað á.

Life of agony

Hljómsveitin Life of agony hefur skellt stuttu sýnishorni af laginu “Love to let u down” á heimasíðu sína. Lagið er eitt af fjórum sem sveitin tók upp nýlega og verður gefið út seint á þessu ári eða snemma á því næsta. Heimasíðá sveitarinnar er http://www.lifeofagony.com/

Life of agony

Búast má við nýjum disk frá hljómsveitinni Life of agony seint á næsta ári, eða svo segir að minnstakosti trommari sveiarinnar Sal Abruscato í nýlegu viðtali. Sal bætti því að lögin yrðu væntanleg í líkingum við lagið “This time” (sinnum 10). Í næsta mánuði er svo von á bæði DVD og tónleika CD frá bandinu sem hefur hlotið nafnið “River Runs again: Live 2003”.

Life of agony

30. júní næstkomandi er von á tónleika geisladisk og DVD með hljómsveitinni Life of Agony. Tónleikarnir voru teknir upp þegar hljómsveitin koma saman í byrjun árisins, en þá samanstóð hljómsveitin af þeim Sal Abruscato (trommur), Keith Caputo (söngur), Alan Robert (bassi) og Joey Z (gítar). Á disknum verður eitthvað um auka efni líka, og þar á meðal lag með hljómsveitinni Supermassiv sem er nýja hljómsveit Sal Abruscato.

Life of Agony

Klassíska uppröðun hljómsveitarinnar Life of Agony hefur gert útgáfusamning við SPV/Stemhammer Records og mun þar gefa út tvöfalda plötu og DVD disk. Efnið sem útgáfan mun gefa út eru tónleikar sveitarinnar sem haldnir voru haldnir í byrjun ársins. Upptökur á tónleikum sveitarinnar voru hljóðblandaðar af þeim Danny Schuler (Biohazard) og Billy Graziadei (Biohazard).