Tag: Lambhouse

Unsane – Lambhouse (2003)

Relapse –  2003
www.relapse.com

Það hlaut að koma að því. Löngu orðið tímabært að þetta cult-NYC band fengi almennilega “greatest hits” útgáfu. Sérstaklega í ljósi þess að það er býsna erfitt að nálgast efni þeirra. Og ég skal bara segja það strax að lagavalið á þessum disk er til fyrirmyndar og sýnir vel hversu megnugir þeir voru. Og til að auðvelda þetta fyrir ykkur, þá segi ég bara að ef þið hafið vott af áhuga á þessu bandi eða viljið fræðast um sérstakt, sóðalegt New York neðanjarðarband sem var algerlega sér á báti, þá er þessi diskur skyldueign! Oft eru greatesT hits diskar ekkert eins góðir og flestir segja þá vera til að kynna sér e-ð ákveðið band. En Lambhouse er alveg tilvalinn diskur fyrir slíkt. Þetta er sóðalegt, kalt og myrkt helvíti, framreitt á þungan, einfaldan og groovy hátt. Maður finnur skítalyktinu úr ræsum New York borgar, sér fyrir sér slagsmál á vafasömum samkomustöðum, sér fyrir sér skuggalegar persónur á villigötum. Ég man þegar ég sá þá spila árið 95. Ég skyldi ekki hvernig 3 gaurar gætu valtað svona yfir mig. Maður nötraði allur. Gleymi þessu aldrei. Eina sem ég finn af þessu magnaða safni lagi er að ég hefði viljað sjá fleiri lög af eftirlætisplötu minni Total Destruction. Og koverið. Jú að sjálfsögðu er það alblóðug mynd…votta ofbeldinu og dauðanum virðingu sína, smekklega. Enn og aftur. Líki af einhverjum óheppnum dúdda sem liggur í blóði sínu í einhverjum tröppum. Fallegur suddi.

Birkir