Efnisorð: lambgoat.com

Deftones brosa

Nú þegar eitt frá andláti fyrrum bassaleikara hljómsveitarinnar Deftones, Chi Cheng, hefur sveitin skellt laginu Smile á netið Lagið var tekið upp fyrir plötuna Eros, sem er platan sem sveitin var að taka upp þegar Chi Cheng lenti í hræðilegu bílslysi og því síðustu lög sveitarinnar með bassaleikaranum, en EROS hefur enn ekki verið gefið út opinberlega.

Hlusta má á umtalað lag hér að neðan:

Scar The Martyr

Söngvari hljómsveitarinnar Scar The Martyr, Henry Derek Bonner, hefur nú yfirgefið sveitina. Sveitin (sem er nýja hljómsveit Joey Jordison fyrrum trommara Slipknot) er eitthvað ósátt við yfirlýsingu söngvarans og vill ýtreka að honum hafi verið sagt upp frekar en að hann hafi hætt. Hér að neðan má lesa yfirlýsingar beggja aðila:

Henry Derek Bonner

“I’m officially parting ways with Scar The Martyr due to personal differences, artistic direction and a slew of business decisions that I cannot simply ignore. I’ve given it a year of my life and now it’s time to move on. Many thanks to all of the fans and friends that have shown their support. Furthermore, I will continue making music in many forms as well as pursuing a new band with King (God Seed) and Jeff Friedl (A Perfect Circle). My very best wishes to Scar The Martyr and their future success.”

Scar The Martyr

“To address the recent Scar The Martyr news out there and make sure all the facts are straight, Scar The Martyr has parted ways with Henry, not the other way around. With all that’s been going on of late we have been forced to take a very careful look at how we are moving forward and with there being some creative and personal differences it made sense to move on without Henry.

“We have been very focused on new Scar The Martyr material and we couldn’t be more excited with how the music is coming out. We are in the process of looking for a new singer and will have news on the search very soon.

“We appreciate all the support from our fans and we can’t wait to share the next phase of STM with all of you. We wish Henry best of luck going forward.”

Zao í hljóðver!

Bandaríska hljómsveitin ZAO heldur í hljóðver um miðjan desember mánuð til að taka upp nýtt efni fyrir sína næstu plötu. Hljómsveitin hafði áætlað að gefa út nýja plötu núna í ár, en það virðist ekki ætla að takast. Von er því á nýju efni frá þessarri frábæru hljómsveit á næsta ári (2014). Til að minna lesendur á snilldina sem er Zao er hægt að hlusta á eftirfarandi meistaraverk:

Living Sacrifice með nýja plötu

Kristna þungarokksveitin Living Sacrifice sendir frá sér nýja breiðsífu á morgun þriðjudaginn 12. nóvember, en það er Solid State útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Umrædd plata hefur fengið nafnið Ghost Thief og hægt er að hlusta á titillagið af þessarri plötu hér að neðan: