Efnisorð: Lamb of God

Lamb of God - New American Gospel

Lamb of God – New American Gospel (2000)

Prothetic Records –  2000

Það var mikið að Bandaríkjamenn sendu eitthvað frá sér annað heldur en helvítis nu-metalinn sem tröllríður öllu tónlistarlífi dag. Eftir að hafa hlustað á þetta band á netinu í svolítinn tíma (og valið hana sem hljómsveit vikunnar á harðkjarna) hlakkaði mig rosalega mikið til að kaupa mér þennan disk. Hljómsveitin hljómar helvíti vel og ætti að heilla alla þá metalaðdáendur sem fyrirfinnast… svo framarlega að þeir fíli þungan metal. Eg hef leift rosalega mikið af fólki (sem fílar svona tónlist á annað borð) að hlusta á fyrsta lagi á þessum disk, þar sem það er svo ógeðlslega grípandi og skemmtilegt. Annað lagið á disknum er samt upáhaldslagið mitt á þessum disk, þar sem það er svo skemmtilegar skiptingar í laginu, allt frá brjáluðu grind helvíti yfir í meshuggalegt helvíti. Þvílík snilld. Ef það er til fólk sem kinkar ekki kolli við þessi lög þá eru þau örugglega hauslaus. Snillingurinn Steve Austin pródúsar þennan disk, enda fátt annað en snilld sem kemur frá kappanum. Á köflum minnir sveitin mig svolítið á pantera, þar sem þeir hafa mjög skemmtilegt “groove” og ég held að það fólk sem hefur hlustað á þessa plötu skilji nákvæmlega það sem ég er að tala um.
Move over slipknot… here comes Lamb of god!

Valli

Lamb of God - Sacrament

Lamb of God – Sacrament (2006)

EPIC –  2006

Á hverju ári eru nokkrar plötur sem ég er spenntari fyrir en aðrar. Það getur þó verið áhættusamt að búast við of miklu þar sem það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þó hljómsveit hafi gefið út gott efni, þarf það alls ekki að þýða að næsta útgáfa hennar verði jafn góð. Allt of oft hefur maður orðið fyrir vonbrigðum, en Lamb of God skiluðu mér ágætis plötu.

Lamb of God hafa frá árinu 2000 gefið út fjórar breiðskífur. New American Gospel árið 2000, As The Palaces Burn 2003, Ashes of the Wake 2004 og í ár [2006], Sacrament. New American Gospel er klárlega hráasta plata þeirra, en helsta breyting milli platna þeirra hefur hingað til verið að hljóðfæraleikurinn verður alltaf betri og pródúseringin virðist alltaf aukast og er hljómurinn því í dag orðinn töluvert tærari en hann var á New American Gospel. Mörgum þykir þetta miður, en ég verð að segja að mér finnst ekkert að því að heyra vel í hljóðfærunum, og fyndist mér kjánalegt fyrir jafn virkilega færa hljóðfæraleikara að vilja ekki láta taka eftir sér. Ef ég vil hlusta á hráa plötu með Lamb of God set ég bara New American Gospel á fóninn, en hljómsveitir þróast og er þessi þróun mér persónulega mjög vel að skapi.

Sacrament er eins og önnur verk Lamb of God hrikalega þétt og er keyrslan til mikillar fyrirmyndar. Frá Ashes of the Wake má merkja mun í lagasmíðum hjá þeim köppum og finnst mér yfirhöfuð meira grúv í lögunum á Sacrament en á Ashes of the Wake. Þá er skrefið greinilega tekið meira í átt til thrash metals og metal-corið fær aðeins að sitja á hakanum, það er þó aldrei langt undan og eins og áður tekst Lamb of God vel upp með að blanda þessu öllu saman og útkoman er einfaldlega, þungarokk!

Ókostur þessarar plötu er það hversu einsleit hún er þegar maður spilar hana alla í gegn. Fyrsta tilfinning mín þegar ég hlustaði á hana var að hún missti dampinn í kringum seinni helminginn, en ég hef við nánari hlustun komist að því að lögin á síðari helming plötunnar eru að sjálfsögðu engu síðri en hin. En eins og ég segi er platan einsleit. Nokkurn veginn hvert einasta lag á plötunni er útaf fyrir sig mjög gott, tussuþétt riff, góð sóló og söngurinn til fyrirmyndar, oft á tíðum gott grúv og á köflum heilmikil Pantera áhrif. En þegar öll lögin eru sett svona saman, heyrir maður að þau eru öll ansi keimlík og verður platan því sem heild örlítið bragðdauf.

Lamb of God hafa með Sacrament þó skilað afbragðs metal-plötu. Allt að því jafngóð því besta sem þeir hafa hingað til gert og á eflaust eftir að skila þeim enn meiri vinsældum. Þrátt fyrir að platan sé eins og ég sagði örlítið bragðdauf, er hún aðgengileg og mjög skemmtileg. Ef þú fílaðir það sem Lamb of God hafa hingað til verið að gera, á Sacrament eftir vera plata fyrir þig.

Jóhannes

Lamb of God

Sacrament ný plata með L.O.G. verður í bígerð næstu mánuði í New York. Textarnir eru nú persónulegri en bandið var með harða ádeilu á Íraksstríð á síðustu plötu. Bandið hefur samið 15 lög fyrir plötuna og fyrirhuguð útgáfa er í ágúst.

Lamb of god

21 júní gefa LOG út
DVD sem heitir Killadelphia. Hann inniheldur rúmlega 75 mínútna tónleika og slatta af baksviðsbrölti í Philadelphia. Bandið er aðalnúmerið í Sounds Of The Underground túrnum vestra þar sem 14 önnur hardcore/metal bönd túra með þeim.

Lamb of god

Lamb of god var um daginn meinað að spila á tónleikastaðnum The Forum í Los Angeles, en eigendur staðarins eru The Faithful Central Bible Church. Ekki eru þeir par hrifnir af núverandi nafni bandsins sem og fyrra heiti þess( Burn the priest) LOG eru nú á túr með Slipknot.

Lamb of god

Platan Ashes Of The Wake kemur út þann 31 ágúst með þessa slagara
‘Laid To Rest’
‘Hourglass’
‘Now You’ve Got Something To Die For’
‘The Faded Line’
‘Omerta’
‘Blood Of The Scribe’
‘One Gun’
‘Break You’
‘What I’ve Become’
‘Ashes Of The Wake’
‘Remorse Is For The Dead’
Bandið gerði myndband við lagið Laid To Rest

Lamb Of God

Hægt er að hlusta á hráar upptökur af laginu “Laid to rest” af tilvonandi hljómplötu hljómsveitarinnar Lamb of god. Lagið er langt frá því að vera klárað og segja má að þetta sé demo útgáfa af því sem heira má á plötunni sjálfri. Hægt er að hlusta á lagið með því að smella hér. Platan “Ashes Of The Wake” er væntanleg í búðir 31. ágúst næstkomandi og er hún gefin út af Epic útgáfunni.

Lamb Of God

Ákveðið er að næsta plata hljómsveitarinnar Lamb of God verður gefin út 31. ágúst næstkomandi. Platan hefur fengið nafnið “Ashes Of The Wake” og lét trommuleikari sveiarinnar þetta flakka um upptökferlið:

“The tracking sessions are very intense and the vibe in the studio is exciting to say the least. My drum tracks were done in Jersey in May and Randy is set to get up on the mic towards the end of this month. It’s like a giant sonic puzzle and as Willie, Mark, John and Randy are layered onto the basic drum mix – you can feel the hairs on the back of your neck stand up. It’s like feeling the ground as a train approaches, you can tell how massive it is – and its coming fast. It’s surreal at times – I think everyone involved knows we have a fucking monster on our hands.”