Efnisorð: Kyuss Lives! verður Vista Chino

Kyuss Lives! verður Vista Chino

Eftir málaferli og vesen hefur hljómsveitin Kyuss Lives! ákveðið að endurnefnasig Vista Chino. Hljómsveitin Kyuss Lives! var samansett úr fyrrum meðlimum hljómsveitarinnar Kyuss og var lagalisti sveitarinnar tekin úr útefnu efni hljómsveitarinnar KYUSS. Í sveitinni eru Brant Bjork (Kyuss, Fatso Jetson, Fu Manchu, Mondo Generator ofl.), John Garcia (Kyuss, Slo Burn, Unida, Hermano), Nick Oliveri (Kyuss, Queens of the Stone Age, Mondo Generator, Dwarves) og Bruno Fevery (Kyuss Lives!).

Ný breiðskífa frá hljómsveitinni Vista Chino er væntanleg á þessu ári, en sveitin hefur núþegar hljóðritað efnið.