Efnisorð: Kurt Ballou

Burn með nýja plötu í september

Bandaríska harðkjarnasveitin BURN sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Do or Die í september mánuði, en platan verður gefin út af Deathwish útgáfunni. Efnið var tekið upp af Kurt Ballou í Godcity hljóðverinu, en masterað af Howie Weinberg (Slayer, Public Enemy, Sonic Youth). Seinast sendi sveitin frá sér 7″ plötu að nafni …From the ashes, en seinast sendi sveitin frá sér breiðskífu árið 2001.

Hægt er að sjá smá sýnishorn af því sem von er á frá sveitinni hér að neðan:

Wear Your Wounds: Jacob Bannon (Converge) með nýja plötu.

Hljómsveitin Wear Your Wounds, sem samanstendur af Jackob Bannon söngvara og forsprakka hljómsveitarinnar Converge, er tilbúinn með nýja breiðskífu að nafni WYW og verður hún gefin út núna föstudaginn 7. apríl

Jacob Bannon hefur fengið heilan helling af fólki til að aðstoða aig við þessar upptökur, en meðal þeirra eru Kurt Ballou (Converge), Mike McKenzie (The Red Chord, Stomach Earth, Unraveller), Chris Maggio (Sleigh Bells, Trap Them, Coliseum), og Sean Martin (Hatebreed, Cage, Kid Cudi, Twitching Tongues).

Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög og má heyra þau á bandcamp heimasíðu kappans hér að neðan:

01. Wear Your Wounds
02. Giving Up
03. Iron Rose
04. Hard Road to Heaven
05. Best Cry of Your Life
06. Breaking Point
07. Shine
08. Fog
09. Heavy Blood
10. Goodbye Old Friend

Darkest Hour með nýja plötu í mars.

Bandaríska rokksveitin Darkest Hour sendir frá sér nýja nýjundu breiðskífu 10. mars næstkomandi. Platan hefur fengið nafnið “Godless Prophets & The Migrant Flora” og verður gefin út af “Southern Lord Recordings”. Sveitin tók upp plötuna með aðstoð fjármagns frá almenningi í gegnum indiegogo.com þjónustuna. Sveitin fékk stuðning frá yfir 1200 manns og um 70 þúsund dollara til þess að taka upp plötuna í held sinni.

Platan var tekin upp í Godcity hljóðverinu af Kurt Ballou (Converge, Nails, The Dillinger Escape Plan, Code Orange ofl ) og verður hún gefin út af Southern Lord Recordings útgáfunni.

Shaun Beaudry var fenginn til að vinna umslag plötunnar, en hann heur meðal unnið með Kylesa, Dark Sermon og fleirum.

Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:

01. Knife In The Safe Room
02. This Is The Truth
03. Timeless Numbers
04. None Of This Is The Truth
05. The Flesh & The Flowers Of Death
06. Those Who Survived
07. Another Headless Ruler Of The Used
08. Widowed
09. Enter Oblivion
10. The Last Of The Monuments
11. In The Name Of Us All
12. Beneath It Sleeps

Code Orange í hljóðver með Kurt Ballou

Hinn stórgóða hljómsveit Code Orange er stödd í hljóðveri þessa dagna að taka upp sína næstu plötu. Sveitin tekur plötuna upp í GodCity hljóðverinu ásamt Kurt Ballou, en hann er ekki bara þekktur sem gítarleikari hljómsveitarinnar Converge, heldur þykir hann afar góður upptökumaður og hefur tekið upp efni með hjómsveitum á borð við Every Time I Die, High On Fire, Old Man Gloom, Iron Regan, Trap Them, Modern Life Is War, Nails. Today is the Day, 108, Cave In og að sjálfsögðu Converge. Tvær fyrri plötur Code Orange voru einnig teknar upp af Curt Ballou, en þeirra næsta breiðskífa verður þeirra fyrsta sem sveitin gefur út áf Roadrunner útgáfunni.

Hér má sjá lag af seinustu breiðskífu sveitarinnar, I am, king, sem gefin var út þarið 2014: