Efnisorð: Kublai Khan

Kublai Khan í KVÖLD á gauknum!

Bandaríska harðkjarnasveitin Kublai Khan heldur sína fyrstu tónleika hér á landi, í kvöld, þriðjudaginn 31. október. Tónleikar kvöldsins eru einnig fyrstu tónleikar sveitarinnar í mánaðarlöngu tónleikaferðalagi um Evrópu. Hljómsveitin sendi nýverið frá sér plötuna NOMAD, en það er þriðja breiðskífa sveitarinnar, en áður sendi sveitin frá sér plöturnar Balancing Survival and Happiness (2014) og New Strength (2015).

Meðal hljómsveita sem spila þetta kvöldið eru Pink Street Boys, Great Grief, World Narcosis, Snowed In ásamt xGADDAVÍRx , en kvöldið hefst á hljómsveitinni Phlegm. Þess má geta að tónleikarnir hefjast SNEMMA, en hver hljómsveit spilar aðeins í 20 mín og má því búast að tónleikarnir verði búnir vel fyrir miðnætti.

Nánar um tónleikana:
https://www.facebook.com/events/1948922855346680/

 

Kublai Khan með nýtt lag og plötu í september

Bandaríska harðkjarnasveitin Kublai Khan hefur gert útgáfusamning við Rise Records og mun senda frá sér plötuna Nomad 29.september næstkomandi. Til þess að gleðja rokkara heimsins hefur sveitin undirbúið myndband við lagið “The Hammer” (og má sjá hér að neðan). Hljómsveitin hafði eftirfarandi um þetta nýja lag og þetta nýja efni í held sinni að segja:

We are stoked to be releasing our first full track titled “The Hammer” from our new album Nomad. It’s classic Kublai Khan with twists and turns of a new sound with a personal message to push. For all the folks who dig us we hope you and enjoy and if you haven’t heard us before we thank you for giving us a shot.

Lagalisti plötunnar:
01 – “Antpile”
02 – “True Fear”
03 – “The Hammer”
04 – “8 Years”
05 – “Beligerent”
06 – “No Kin”
07 – “B.C.”
08 – “Salt Water”
09 – “Split”
10 – “River Walker”

The Acacia Strain kynna nýtt lag: Big Sleep

Bandaríska deathcore sveitin The Acacia Strain sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Gravebloom í lok júní mánaðar, en platan verður gefin út af Rise útgáfunni. Sveitin hefur um leið skellt laginu Big Sleep á netið, en í laginu má einnig heyra í söngvaranum Matt Honeycutt sem syngur í hljómsveitinni Kublai Khan.

Lagalisti plötunnar:
01. Worthless
02. Plague Doctor
03. Bitter Pill
04. Big Sleep
05. Grave bloom
06. Abyssal Depths
07. Model Citizen
08. Calloused Mouth
09. Dark Harvest
10. Walled City
11. Cold Gloom