Efnisorð: Konungsdæmi sorgarinnar

Konungsdæmi Sorgarinnar

Hljómsveitin Kingdom Of Sorrow (sem inniheldur meðlimi hljómsveitanna Hatebreed og Crowbar(já og Down) hefur ákveðið nýja platan beri nafnið “Behind The Blackest Tears”. Það er enginn annar en Zeuss sem mun hljóðblanda gripinn en Nick Bellmore sá um upptökur. Von er á því að platan verði gefin út 8. júní næstkomandi af Relapse útgáfunni.