Efnisorð: Kontinuum

Kontinuum í hljóðveri!

Íslenska rokksveitin Kontinuum er í hljóðveri þessadagana að taka upp nýtt efni fyrir tilvonandi breiðskífu. Þetta mun vera þriðja breiðskífa sveitarinnar, en sú fyrsta sem verður gefin út af Season Of Mist útgáfunni. Samkvæmt facebooksíðu sveitarinnar hófust upptökurnar laugardaginn 27. maí. Áðurfyrr hefur sveitin gefið út plöturnar Earth Blood Magic (2012) og Kyrr (2015). Von er á því að ný plata sveitarinnar verði gefin út fyrir lok ársins.

Kontinuum & Gaui H.

Á Menningarnótt munu ljósmyndarinn og listamaðurinn Gaui H. og hljómsveitin Kontinuum flytja samvinnuverkefni sitt sem ber heitið „Kyrr“. Um er að ræða tónleika í bland við magnþrungið myndbandslistaverk.
Kontinuum mun flytja tónlist nýjustu plötu sinnar „Kyrr“ í heild sinni samhliða 45 mínútna löngu myndbandsverki sem myndar samfelldan söguþráð í gegnum alla plötuna. Verður þetta einnig í fyrsta sinn sem Kontinuum flytur plötuna í heild sinni opinberlega. Ekkert var til sparað við gerð verksins. Tökur fóru fram víða um land, en þó að mestu meðfram suðurströndinni og á Reykjanesi.
Fjöldi leikara og förðunarfræðinga vann með Gaua og setti sinn svip á verkið. Mikill tími fór í tökur og þurftu leikarar að leggja á sig mikið erfiði, oft við erfiðar aðstæður.
Myndbandsverkinu verður varpað á framhlið Hótel Kvos og mun hljómsveitin spila undir á sviði sem verður sett upp við hlið hótelsins.

Gaui H. hefur unnið að ýmsum verkefnum undanfarin ár. Hann hefur tekið ljósmyndir fyrir 1903 Magazine, ReykjavíkLife.is og einnig myndir á Eistnaflugi 2016 sem munu birtast í breska þungarokkstímaritinu Terrorizer. Þá hefur Gaui einnig tekið ljósmyndir og myndbönd fyrir verkefnið „The Breath of Iceland“ sem og ýmis verkefni fyrir fyrirtæki og vörumerki s.s. Adidas og Zo-on.

Hljómsveitin Kontinuum sendi frá sér plötuna „Kyrr“ í apríl 2015 og hlaut hún góðar viðtökur, bæði hér á landi og víða erlendis. Eitt af lögum plötunnar, Í huldusal, var gefið út sem smáskífa árið áður og var eitt mest spilaða lag X-ins árið 2014. Hljómsveitin hafði áður sent frá sér plötuna „Earth Blood Magic“, árið 2012. Kontinuum vinnur nú að sinni þriðju breiðskífu sem verður gefin út af útgáfufyrirtækinu Season of Mist á næsta ári.

Viðburðurinn verður haldinn fyrir utan Hótel Kvosina og byrjar stundvíslega kl. 22:00

On the night Icelanders call their culture night, the photographer and artist Gaui H and the band Kontinuum will be performing and presenting a joint project called “Kyrr”. It is a concert which is performed alongside a dramatic video.
Kontinuum will perform their latest album “Kyrr” in its entirety alongside a 45 minute long video. The video and music entwine and tell us a story. This will be the first time Kontinuum perform their complete album publicly in such a way.
Nothing was spared in the making of the video. It was shot here and there around Iceland, but most of it was shot in Reykjanes and on the south coast of Iceland. Many actors and make- up artists worked with Gaui H on this project and they certainly made their mark on this work of art. Shooting took quite a bit of time and a lot of blood, sweat and tears went into the making of this video, as the actors often had to work in difficult circumstances.
The video will be projected onto Hótel Kvos and the band will be performing their album on a stage next to the hotel.

Gaui H has worked on a variety of projects in the past years. His photographs have appeared in 1903 Magazine, on the website ReykjavikLife.is, and photographs he took at Eistnaflug 2016, (a musical festival in the east of Iceland) will be appearing in the British heavy metal magazine “Terrorizer”. In addition, Gaui H has been taking photographs and videos for the project “The Breath of Iceland” and for companies and labels such as Adidas and Zo-on.

In April 2015, the band Kontinuum released their album “Kyrr” to critical acclaim in Iceland as well as abroad. “Í huldusal”, one of the songs on the album, was released as a single the year before and was one of the most played songs on the radio station X-ið in 2014. Their previous album, “Earth Blood Magic” was released in 2012. Now the band is working on their third album which will be released by the record label Season of Mist next year.

This event will take place in front of the Hotel Kvos and will begin at 22:00 sharp, that is, ten oclock.

Kontinuum komnir til Season of Mist!

Hin magnaða íslenska rokksveit Kontinuum hefur skrifað undir útgáfusamning við Season of Mist útgáfuna, en útgáfan sér meðal annars um að gefa út efni með Abbath, Endstille, Gorguts, Mayhem, Misery Index, Rotting Christ og íslensku sveitunum Zhrine og Sólstöfum.

Season of mist útgáfan hafði þetta um málið að segja:

“We are very pleased to announce our signing with Season of Mist. To us it is important to work with people that we connect with. People that relate to our creative output and vision. This is why we look forward to our future cooperation with Season of Mist.”

Eistnaflug 2014 – 10 ára!

At The Gates, The Monolith Deathcult, Zatokrev, Havok, Bölzer

Agent Fresco, AMFJ, Angist, Azoic, Beneath, Benny Crespo’s Gang, Brain Police, Carpe Noctem, Darknote, Dimma, DJ Töfri, Endless Dark, Gone Postal, Grísalappalísa, HAM, Hindurvættir, Innvortis, In The Company Of Men, Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar, Kontinuum, Kælan Mikla, Malignant Mist, Mammút, Maus, Momentum, Morð, Nevolution, ONI, Ophidian I, Pink Street Boys, Retro Stefson, Reykjavíkurdætur, Rotþróin, Saktmóðigur, Severed, Sign, Skálmöld, Skelkur í Bringu, Skepna, Sólstafir, Strigaskór nr.42, The Vintage Caravan

Hvar? Egilsbúð, Neskaupstað
Hvenær? 2014-07-10
Klukkan? 22:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Hvað er Eistnaflug?
Eistnaflug er árleg tónlistarhátíð sem haldin er í Neskaupstað aðra helgina í júlí, sem í ár er 10. – 12. júlí. 42 bönd deila sviði allt frá indí til black metals. Keyrðu hringinn og kíktu við á Eistnaflug!

Það er fyrirtækið Millifótakonfekt ehf. sem heldur Eistnaflug.
Framkvæmdastjóri er Stefán Magnússon, stebbi (at) eistnaflug.is

Hvernig kemst ég á Eistnaflug?
Hægt er að fljúga til Egilsstaða með Flugfélagi Íslands og taka þaðan rútuna til Neskaupstaðar.
Ef farið er á bíl frá höfuðborgarsvæðinu er um rétt rúma 700 kílómetra að ræða. Akið varlega!

Gisting
Það eru tvö tjaldstæði á Neskaupstað, annað er partý tjaldstæðið og hitt er fjölskyldutjaldstæðið. Ef að þig langar að djamma allan sólahringinn þá er partý tjaldstæðið sniðið að þínum þörfum, ef að þú vilt sofa og hvíla þig vel þá er fjölskyldusvæðið þitt svæði.

Þessa helgi er partýtjaldstæðið einungis fyrir gesti Eistnaflugs.

Á Neskaupstað eru einnig 3 hótel en það eru Hótel Edda, Hótel Capitano og Hótel Egilsbúð.

Miðasala
Miðaverð í forsölu: 12.900 kr
Miðaverð við hurð: 13.900 kr
Dagspassi: 6.500 kr

Ath. 18 ára aldurstakmark
http://www.eistnaflug.is

http://www.eistnaflug.is

Event:  https://www.facebook.com/events/249309758568730/?ref_dashboard_filter=upcoming
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/7938/

Kontinuum, Momentum og We Made God á Gauknum 13. apríl

Kontinuum,
Momentum
We Made God

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2013-04-13
Klukkan? 23:00:00
Kostar? 1500 kr
Aldurstakmark? 

 

Laugardagskvöldið 13. apríl, á Gamla Gauknum, munu leiða saman hesta sína hljómsveitirnar Momentum og Kontinuum.
Þeim til halds og trausts verður hin magnaða hljómsveit We Made God. Tónleikarnir hefjast kl 23:00 en húsið verður opið frá 21:00.
Aðgangseyrir eru 1500 kr. Tilboð á Bacardi Oakheart á barnum!

Tónleikarnir verða þeir fyrstu hjá Momentum á þessu ári en sveitin vinnur nú að sinni fjórðu plötu ‘The Freak is Alive’. Sveitin heldur svo til Danmerkur í lok apríl þar sem hún spilar á tvennum tónleikum.
Þá eru Momentum einnig staðfestir á bæði Eistnaflug og Iceland Airwaves þetta árið.

Kontinuum á eina mögnuðustu innkomu á íslenska rokksenu sem sést hefur í langan tíma. Platan þeirra “Earth Blood Magic” kom út á síðasta ári í gegnum hið fornfræga þungarokks útgáfufyrirtæki Candlelight Records. Skemmst er frá því að segja að platan hefur fengið fádæma góðar viðtökur og dóma erlendis. Hún birtist víða á árslistum blaða og vefsíðna fyrir árið 2012 auk þess sem hún var valin rokkplata ársins 2012 í Morgunblaðinu. Platan kom út í Bandaríkjunum í janúar. Sveitin hefur á stuttum tíma getið af sér gott orð sem tónleikaband og undirbýr sig nú fyrir sína fyrstu tónleika á erlendri grundu í Evrópu í sumar.

Event:  http://www.facebook.com/events/547634855256940/?ref=2
Miðasala: