Tag: kimono swords of chaos

kimono + swords of chaos

kimono
swords of chaos

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2010-06-12
Klukkan? 23:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

kimono
Swords of Chaos

Sódóma Reykjavík
Tryggvagata 22
Laugardaginn 12. júní
kl 23:00 / 1000 kr /
18 ára aldurstakmark
Fyrsta hljómsveit hefur leika stundvíslega á miðnætti.

Tvær af framsæknustu rokksveitunum vestan Bláfjalla, kimono og Swords of Chaos, ætla að snúa bökum saman nk. laugardagskvöld og leika rómað tónleikaprógramm sitt á Sódóma Reykjavík. Langt er síðan þessar tvær sveitir hafa leitt saman hesta sína, en það var á Sólarsömbunni á Organ, síðasta vetrardag 2008. Sveitirnar eiga það sameiginlegt, fyrir utan að vera báðar á mála hjá Kimi Records, að hafa báðar snemma slitið sig frá miðjumoði rokksins og skapað sér þess í stað sinn eigin hljóm.

Íslensk-kanadíska tríóið kimono hefur haft hægt um sig síðastliðnar vikur og hafa ekki komið opinberlega fram síðan á útgáfutónleikum sínum í Íslensku Óperunni þann 11. mars sl. Fullt var út úr dyrum á þeim tónleikum sem þóttu heppnast í alla staði vel og því fannst liðsmönnum sveitarinnar upplagt að spila fyrir þá sem ekki fengu fylli sína á þeim tónleikum. Í byrjun september leggst kimono svo í hljómleikaför með Seabear um Þýskaland, Austurríki og Sviss. Á sama tíma kemur platan Easy Music For Difficult People út í Evrópu og Bandaríkjunum á vegum Kimi Records.

Eftir rúmlega hálfs árs dvala er hljómsveitin Swords of Chaos risin upp úr öskustónni, nú þar sem hljómsveitameðlimir hafa sameinast á ný innan sömu landamæra. Trymbill sveitarinnar lagði stund á tungumál Frakka í Montpelier á meðan bassaleikari sveitarinnar hefur ferðast vítt og breitt um Norður Ameríku að undanförnu með Jón Þór Birgissyni við tónleikahald. Swords of Chaos spila einskonar svert harðkjarna pönk og væntanleg frá sveitinni í júlí er frumburður hennar. Platan ber titilinn The End is as Near as Your Teeth inniheldur á annan tug laga, tekin upp síðla árs 2009 en hljóðblönduð á vor mánuðum 2010. Að plötunni koma fjölmargir fjölkunnugir listamenn og ber einna helst að nefna Kiru Kiru (Tilraunaeldhúsið), Aron Arnarsson (kimono, Singapore Sling, Brian Johnston Massacre…), Friðrik Helgason (Sudden Weather Change, Bob…), Söru Riel sem skapaði veru nokkra sem albúmið prýðir, ásamt fjöllmennri blásarasveit. Um svipað leiti mun í litlu upplagi fást 7″ vínyl skífa sem unnin var í samvinnu með Elínu Hansdóttur myndlistakonu og hljóðafmyndunar sérfræðingunum í Stilluppsteypu og BJ Nilsen. Kimi plötuútgáfa sér um útgáfu í Evrópu.

www.myspace.com/kimono
www.myspace.com/swordsofchaos

Event:  
Miðasala: