Efnisorð: Killswitch engage

Killswitch Engage

Enn berast fréttir af slysadrengnum Adam Dutkiewicz (gítarleikara Killswitch Engage), en hann slasaðist nýverið á ökkla. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað vesen er á kauða en það er ekki langt síðan að hann varð að taka sér frí frá tónleikahaldi vegna veikinda/meiðsla. Kauði lét þetta ekki hafa mikil áhrif á sig og heldur áfram að spila með sveitinni en lætur minna á sér bera þess í stað.

Killswitch Engage

Hljómsveitin Killswitch Engage á pantaðann hljóðverstíma í októbermánuði og er því áætlun sveitarinnar að fara að taka upp nýja plötu (húrra). Áætlun sveitarinnar er að gefa út nýjan disk næsta vor og verður það að sjálfsögðu Roadrunner útgáfan sem gefur diskinn í fyrstaskiptið þá (og svo aftur í digipack, og svo aftur í special edition, og svo aftur….).

Killswitch Engage

Hljómsveitin Killswitch Engage er vinna að næstu smáskífu af plötunni “The End Of Heartache” sem væntanleg er í maí mánuði. Lagið sem í þetta skiptið verður gefið út sem smáskífa til titil lag plötunnar og má eiga von á laginu í spilun í byrjun ágúst.

Killswitch Engage

11. maí næstkomandi er von á nýjum disk frá hljómsveitinni Killswitch Engage að nafni “The End Of Heartache”. Á disknum verður að finna eftirfarandi lög:
01 – “Bid Farewell”
02 – “Take This Oath”
03 – “When Darkness Falls”
04 – “Rose Of Sharyn”
05 – “Inhale”
06 – “Breathe Life”
07 – “The End Of Heartache”
08 – “Declaration”
09 – “World Ablaze”
10 – “And Embers Rise”
11 – “Wasted Sacrifice”
12 – “Hope Is…”

Killswitch Engage

Hljómsveitin Killswitch Engage hefur upplýst að næsta plata sveitarinnar mun bera nafnið “The End Of Heartache”. Von er á plötunni 11. maí næstkomandi, en bassaleikari sveitarinnar (Mike D’Antonio) mun sjá um að skreyta umslag plötunnar sem áður. Það er að sjálfösgðu gítarleikari sveitarinnar (Adam Dutkiewicz) sem pródúserar plötu sveitarinnar en snillingurinn Andy Sneap sem mun sjá um að hljóðblanda gripinn. Fyrrum söngvari sveitarinnar og núverandi söngvari Seemless, Jesse David Leach, mun koma við á þessarri plötu, en búast má við að hann syngi bakraddir í einu lagi. Á plötunni má búast við að sjá eftirfarandi lög:
“Bid Farewell”
“World Ablaze”
“When Darkness Falls”
“Rose Of Sharyn”
“Declaration”
“Take This Oath”
“The End Of Heartache”
“Break The Bonds”

Killswitch Engage

Hljómsveitin Killswitch Engage er byrjuð að semja efni fyrir næstu plötu sem þeir vonast til að geta taka upp fyrir júlí lok. Það verður að öllum líkendum gítarleikari sveitarinnar Adam Dutkiewicz sem pródúserar gripinn, en búast má við því að platan verði gefin ú í lok október.

Killswitch Engage

Eðal rokksveitin Killswitch Engage mun hefja vinnslu á sinni næstu plötu í næstu viku. Sveitin vonast til að geta tekið upp plötuna um í júlí með von um að gefa hann út næsta haust. Hljómsveitin ætlar samt ekki að setja einhverjar tímahömlur á sig og hafði þetta að segja: “We will try our hardest to accomplish this to the best of our ability. Rest assured, if we start writing and the ideas just are not happening, we will wait until they do… no need to rush if the shit will stink.”.