Efnisorð: Killswitch engage

Killswitch Engage – Incarnate (2016)

2016 Roadrunner

Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Killswitch Engage var eitthvað sem ég hugsa enn til með mikilli hrifningu, þar var sveitin fersk og full af eldmóð. Ekki versnaði áhugi minn á sveitinni við næstu útgáfu, þeirra fyrstu á Roadrunner plötunni, Alive or Just Breathing (2002) sem var einnig mögnuð útgáfa frá byrjun til enda. Meira að segja þegar söngvarinn Howard Jones tók við af Jesse Leach var ég sáttur við sveitina, en síðan fór sveitin að missa forskotið, fór að endurtaka sig og jafnvel gefa út breiðskífur sem ég reyndi mitt besta að hlusta á án þess að missa lífsviljann (kannski svolítið ýkt, en þið skilið.. þetta var slæmt.).

Í mars mánði sendi sveitin frá sér sína sjöundu breiðskífu, Incarnate, og því forvitnilegt hvort að önnur breiðskífa sveitarinnar eftir að Howard Jones yfirgaf sveitina (og Jessie Leach kom aftur) nái að grípa mann eins og fyrstu skífur sveitarinnar gerðu…. stutta svarið er nei.

Ekki misskilja. Þetta er ekki slæm plata, alls ekki þeirra versta, en samt langt frá því besta. Sterkasti hluti plötunnar er að mínu mati Jesse Leach söngvari, vídd hans sem söngvari er mikil enda getur hann öskrað eins og geðsjúklingur og strax farið yfir í háu tónana eins lærður klassískur söngvari. Það sem vantar upp á hjá sveitinni er að taka meiri áhættur, prufa eitthvað nýtt og ferskt, hvort sem það er enn meira popp eða bara hreint dauðarokk, því annars virkar þetta eins og ljósrit af fyrra efni, sem dofnar með hverri ljósritun. Lögin sem standa upp úr á plötunni eru lögin sem víkja frá formúlunni (þó ekki nema að litlu leiti), lög eins og The Great Deceit (sem hljómar eins og eitthvað af fyrstu plötum sveitarinnar), Ascension og jafnvel Strength of the Mind skilja mest eftir sig. Ég held að í grunninn sé sveitin farin að endurtaka sig of mikið í anda AC/DC, en án þess að bæta við sig hitturum inn á milli. Það er í lagi að skipta um pródúsent til að fá smá nýtt blóð í þetta batterí. Þetta er miðlungs plata frá sveit sem getur gert miklu meira, kannski vill ég bara minna drama og meiri hraða.

Killswitch Engage klára upptökur

Upptökum á nýrri breiðskífu hljómsveitarinnar Killswitch Engage er formlega lokið, en söngvari sveitarinnar skellti nýverið skilaboðum á internetið sem voru á þessa leið:

“DONE! Vocals for the new album are complete! I yelled my last back up yell! Soooooo Sooooo STOKED!””

Þá tekur við hljóðblöndunartímabil sem óvíst er hver mun sjá um, en það var gítarleikari sveitarinnar Adam Dutkiewicz sem hljóðblandaði plötuna þetta árið.

Killswitch engage - s/t

Killswitch engage – s/t (2000)

Ferret –  2000
http://www.ferretstyle.com

ég fékk etta hjá Birki(hvar er distróið dud???)farið til hans og tjékkið hvort hann eigi einhver eintök ettir og lesið kannski etta rugl hjá mér líka

Jáhá!!! hérna höfum við “ALL-STAR” lið í metalcorinu! gaurar úr Aftershock(gítarleikararnir) Corrin/ nothing stays gold(söngvarinn) og Overcast(MEISTARAR!…bassaleikarinn) allavega ef þið fílið eitthvað af þessum böndum þá kíkið á etta. Klikkað sánd!!! ógeðslega þétt spil og alveg fáranlega fjölhæfur söngvari. Gaurinn er ekkert að grínast með etta syngur eina stundina eins og kórdrengur svo hina stundina öskrar hann eins og 20 tonna belja eða eins og geldur skátadrengur, skil samt ekkert hvað hann er að syngja um, ehm örugglega öll dánu gæludýrin hans og gamlar kærustur(það er í tísku). Mér finnst trommarinn Brjálaður hefur alveg klikkað vald á essu öllu saman. Þetta eru málmkallar sem lyfta,fá sér tattú, lemja scenedropouts og semja metal í Álverinu! Jája metalgoð eins og Ingi járnapi hlusta á svona dót(fillerý ettir kúrinn?)

Nenni ekki skrifa meira. Þetta er söluhæsti diskur sem Ferret hafa gefið út og þeir eru komnir á roadrunner(hmz???) kíktu bara á þetta ef þér finnst gaman að hlusta á góðan metal meðan þú lyftir fyrir framan spegilinn!

Jónas

Killswitch Engage - Killswitch Engage

Killswitch Engage – Killswitch Engage (2009)

Roadrunner Records –  2009
www.killswitchengage.com

Hljómsveitin Killswitch Engage var stofnuð í árið 1999 af fyrrum meðlimum Aftershock, Overcast og Nothing Stays Gold. Sveitin náði strax að draga að sér athygli með sinni fyrstu útgáfu sem ferret útgáfan gaf út árið 2000, eftir það var ekki aftur snúið, Roadrunner útgáfan tók við bandinu og er nýjasta afurð sveitarinnar komin í hús og ber hún sama nafn og fyrsta útgáfa sveitarinnar.

Þrátt fyrir að gæði tónlistarsköpunar þessa drengja hafi farið hrakandi síðustu ár, hef ég ávalt fylgst vel með þessu bandi og vonaði að í þetta skipti myndi sveitin ná fyrri hæðum en eftir nokkrar hlustanir á þessarri plötu er augljóst að svo er ekki. Meðalmennskan ræður ferðinni hér, formúlukennt hetjurokk sem virðist samið fyrir ofurtilfinninganæma unglinga sem þurfa að fá útrás fyrir tilfinningaþörfinni sinni. Það er á mörgum hvort að þetta megi kallast þungarokks diskur, þetta er einhvert nútímarokkafbrygði sem ég vona að fari að deyja út. Ég reyndi að fíla þennan disk og fann nokkra góða og áhugaverða hluti á disknum töff riff hér og þar, flottar bassalínur, eðal trommuleikur, nema að sem heild er þeta frekar skítt og niðurdrepandi, en ekki á svona indælan þungarokksmáta, frekar svona niðurdrepandi af því að þetta hentar betur sem lyftu tónlist en eitthvað sem spilaranum hjá manni.

Það er leiðinlegt að hljómsveit sem var leiðandi í nýrri bylgju bandarískra þungarokksbanda sendi frá sér svona ofur vatnsþynnta plötu, án allra áhættu án allra tækifæra að gera eitthvað öflugt og skemmtilegt.

Valli

Killswitch Engage - Alive or just breating?

Killswitch Engage – Alive or just breating? (2002)

Roadrunner –  2002
http://www.KillswitchEngage.com
http://www.roadrunnerrecords.com

Það var mikið, ég er búinn að vera að bíða eftir þessum disk í langan tíma. Þó að ég hafi fengið diskinn fyrst í gær, þá er ég búinn að hlusta á hann meira en 1000 sinnum. Ég reddaði mér eintaki af netinu og varð gjörsamlega ástfanginn af bandinu. Að mínu mati er þetta einn af bestu diskum sem ég hef hlustað á á ævi minni, það er eitthvað við hann sem fær mig til að vilja hlusta á hann aftur og aftur og…. Fyrsta lagið á disknum “Numbered Days” er mjög öflug byrjun á þessum litla meistarastykki. Næsta lag er Self Recolution sem er mjög skemmtilega blanda af hörðum metal þar sem söngvari sveitarinnar nær að sýna ótrúlegt raddsvið sitt. Fixtation on the Darkness er eitt af betri lögum diskins. My Last Serenade byrjar rólega og þyngist.. Lagið “to the sons of mann” minnir mann á eldri efni Pantera. Á disknum eru einnig nokkur lög sem var að finna á fyrsta disk bandins (sem gefin var út af Ferret útgáfunni). Nýju útgáfurnar koma sérstalega vel út, enda ekki talið slæmt að fá mann eins og Andy Sneap til að hljóðblanda diskinn.

Ef þú fílaðir Chaos AD eða Vulgar Display of Power þá er þetta diskur sem þú verður að eignast, nema að kraftaverk gerist, þá er þetta besti diskur ársins að mínu mati.

Meistaraverk!

Valli

Killswitch Engage - The end of Heartace

Killswitch Engage – The end of Heartace (2004)

Roadrunner –  2004
www.killswitchengage.com

Jæja þá er loksins komið að því sem stór hluti af metalhausum hér á íslandi eru búnir að vera að bíða eftir, nýji killswitch diskurinn er kominn út. Ég var að sjálfsögðu snemma mættur til að redda mér eintaki af þessu frábæra disk, og þegar ég loksins ég fékk að heyra hann þá varð ég enganveginn fyrir vonbrigðum. Það er nú nokkuð síðan að Jesse David Leach söngvari sveitarinnar sagði skilið við sveitina og Howard Jones tók við hljóðnemanum í hans stað.

Þetta er þriðji diskur sveitarinnar og stenst hann alveg gömlu diskana að mínu mati. Diskurinn er að vísu ekki alveg jafn grípandi og “Alive Or Just Breathing?”, en góður eingu að síðu. Howard stendur sig rosalega vel í söngnum, þrátt fyrir að vera taka við að einum af bestu söngvurum þungarokks tónlistarinnar (ég stend fastur vð að jesse sé einn sá allra besti) og er ég mjög ánægður með bæði hreinu rödd söngvarans og að sjálfsögðu öskrin hans. Það er gaman að heyra samt í Jesse á nýja disknum, en hann syngur bakraddir ásamt Phil Labonite (all that remains).

Ég sé ekki fram á það að þessi hljómsveit sé að gefa upp titillin sem ein besta metal hljómsveit síðari ára með þessum disk, enda er ég orðinn alveg sjúkur aðdáandi. Eins og við má búast þá er ekkert einasta lag sem er ekki verðugt að vera á þessum disk því að spilamennskan í bland við öskur og söng eru alveg einstaklega vel heppnuð. Því meira sem ég hlust á þennan disk því betri verður hann og hvert einasta lag á honum. Ef þú fílaðir hina diskana með bandinu, endilega gefðu þessum disk meira en eina hlustu því að ég get lofað þér því að hann verður betri við hverja einstu hlustun.

Það er erfitt að velja einhver lög sem standa framar öðrum á disknum, þar sem sá listi virðist breyast hjá mér frá dag til degi, en ætli ég velji ekki “Hope is..”, “Breath Life”, “Declaration” og “A Bid Farewell”.

valli

Killswitch Engage - Disarm The Descent

Killswitch Engage – Disarm The Descent (2013)

Roadrunner –  2013
Endurkoma Jessie Leach!

Mikið hefur gerst í herbúðum hljómsveitarinar Killswitch Engage síðastliðin ár. Upprunalegur söngvari sveitarinnar, Jesse Leach, hefur nú aftur tekið við hljóðnemanum en hann tekur við hinum stórgóða Howard Jones, sem söng með sveitinni í tæp 10 ár og tók upp 3 heilar plötur með sveitinni.

Ekki er að finna fyrir áherslubreytingum á plötunni, enda platan að mestu samin áður en söngvarinn gekk á ný til liðs við sveitina. Um er að ræða hálf rómantískar gítar melódíur í bland við hefðbundið gítarrúnk – takföst og öskruð nýrómantík með mikilli dramatík og harðneskju nútímans.. með öðrum orðum hefðbundin Killswitch Engage plata.

Sönghæfileikar Jesse Leach eru áberandi meiri en það sem Howard hafði upp á bjóða, sérstaklega upp á vídd og fjölbreytileika. Það sem vantar aftur á móti er að sveitin enduruppgötvi sjálfan sig og bjóði jafnvel upp á eitthvað af því sem gerði sveitina að því sem hún var um aldamótin 2000. Það hreinlega vantar hittarana, efnið sem situr eftir í huganum, efnið sem fær mann til að þrá að hlusta á meira. Engu að síður er þetta áberandi betri platan sem sveitin sendi frá sér árið 2009, en það er plata sem mér fannst afspyrnu leiðinleg. Hér á ferð er mun betri gripur sérstaklega þegar litið er til laga á borð við The Turning Point og The Hell in me, á meðan lög á borð við The New Awakening, In Due Time er nákvæmlega það sem maður átti von frá sveitinni.

Lagið The Turning Point nær eitthvað að þeim hreinleika og hráleika sem sveitinni hafði í upphafi ferilsins og því er enn von fyrir sveitina. Á meðan ég á ekki eftir að sitja lengi yfir plötunni, þá er hún jákvæður punktur í ferli sveitarinnar þegar á heildina er litið og síðast en ekki síst eitthvað sem ég held að allir aðdáendur sveitarinnar geta verið sáttir við.

Fyrir áhugasama þá ráðlegg ég fólki að nálgast viðhafnarútgáfu plötunnar fremur en venjulegu útgáfuna, þar sem aukalögin eru vel þess virði og þar að auki eru tónleikaútgáfur af eldri lögum nokkuð áhugaverðar.

Valli

Killswitch Engage

Uppáhaldsband dauðarokkara Íslands, Killswitch Engage, sendir frá sér samnefnda plötu í lok júnímánaðar með aðstoð Roadrunner útgáfunnar. Þetta er önnur plata sveitarinnar sem ber nafn sveitarinnar en fyrsta platan gerði það einnig. Að venju hjá Roadrunner verður platan gefin út í milljón útgáfum, þar á meðal standard útgáfu, lúxusútgáfu (með aukalögum og DVD o.fl.) og einnig á tvöföldum vínil. Meðal laga sem verður að finna á nýju plötunni eru:
01 – “Never Again”
02 – “Starting Over”
03 – “The Forgotten”
04 – “Reckoning”
05 – “The Return”
06 – “A Light In A Darkened World”
07 – “Take Me Away”
08 – “I Would Do Anything”
09 – “Save Me”
10 – “Lost”
11 – “This Is Goodbye”