Efnisorð: Katla

Árslisti dordinguls / harðkjarna – 20. bestu Íslenskar útgáfur 2017

Árið 2017 var sérstaklega gott tónlistarár, ekki bara í erlendri útgáfu heldur líka hér á íslandi, upphaflega áætlunin var að gera top 5 lista, en það var bara of mikið af góðri tónlist í boði þetta árið. Hér að neðan má sjá árslista dordinguls/harðkjarna yfir bestu 20. útgáfur ársins 2017:

1. GodChilla – Hypnopolis
– Hvað gerist ef maður blandar hressandi brimbrettarokki við niðurdrepandi dómdagstóna þungarokksins? Bara ein besta rokk útgáfa sem Íslensk hljómsveit hefur sent frá sér í áraraðir. Frábær sveit með frábæra breiðskífu, þetta er ein af þeim hjómsveitum sem allir landsmenn verða að kynnast og það helst strax.

2. Grit Teeth – Let it be
– Það var mikið! Ég var búinn að bíða eftir þessarri plötu í langan tíma, en gleðifréttirnar eru þær að biðin val vel þess virði. Hrár harðkjarni frá sveitinni sem nær að sameina alla rokkaðdáendur landsins.

3. LEGEND – Midnight Champion
– Enn og aftur kemur Krummi á óvart, ekki er þetta bara ein af betri plötum á hans ferli sem tónlistarmanns, heldur er hún í þokkabót virkilega vel útsett og einhvernveginn hálf rómantísk raftónlsitarplata blönduð með kröftugu rokki.

4-5. Sólstafir – Berdreyminn
– Tímamótapata frá Sólstöfum, með snilldar lög á borð við Silfur Refur, Ísafold og Bláfjall. Plata sem gengur lengra í fjölbreytileika en fyrri plötur, en nær samt að vera rokkaðri en margur grunaði.

4-5. Katla – Móðurástin
– Fyrsta plata Gumma og Einars sem hljómsveitin Katla, þvílík byrjun á sveit. Hljómsveit sem fangar Íslenska póst blackmetal senuna á heilli breiðskífu.

6. Ham – Söngvar um Helvíti Mannana
– Það er ekkert grín að fylgja á eftir verki eins og Svik Harmur og Dauði, en þetta tókst þeim. Alltaf þegar gaman þegar hljómsveit nær að toppa seinustu breiðkskífu með enn betri lagasmíði.

7. Auðn – Farvegir Fyrndar
– Frábær framhald fyrsti plötu sveitarinnar. Það er ástæða fyrir því heimurinn hefur tekið eftir þessarri sveit og mun þessi plata gera ekkert nema gott fyrir framtíð sveitarinnar.

8. Beneath – Ephemeris
– Þriðja breiðskífa þessa mögnuðu dauðarokksveitar og örugglega þeirra besta. Með lög eins og Eyecatcher, Ephemeris og Cities of the Outer Reaches sannast snilldin á bakvið sveitina í heild sinni.

9. xGADDAVÍRx – Lífið er refsing
– xGADDAVÍRx er ein af þeim hljómsveitum ísland hefur alltaf vantað. Hver einasta útgáfa sveitarinnar er betri en sú síðasta, reiði, hraði og harðneskja í fallegum og góðum pakka.

10. Une Misère – 010717
– Það er bara einn galli við þessa útgáfu, ég vill meira! Lögin 3 eru frábær og það er það eina sem skiptir mái við þessa útgáfu.

11. Dauðyflin – Ofbeldi
12. Skurk – Blóðbragð
13. World Narcosis – Lyruljóra
14. Skálmöld – Höndin sem veggina Klórar
15. Dimma – Eldraunir
16. Mammút – Kinder Versions
17. Dynfari – The Four Doors of the Mind
18. CXVIII – Monks of Eris
19. Glerakur – The Mountains Are Beautiful Now
20. Röskun – Á brúnni

 

Hljómsveitin Katla. opinberar þriðja lagið af komandi plötu

Hljómsveitin Katla. skipuð þeim Einari Thorberg Guðmundssyni og Guðmundi Óla Pálmasyni hefur nú sent frá sér sitt þriðja kynningarlag, Dulsmál, af plötunni Móðurástin, sem gefin verður út 27. Október næstkomandi á heimsvísu. Óhætt er að segja alþjóðlega plötufyrirtækið Prophecy Productions leggi allt sitt traust á útgáfu hljómsveitarinnar, þrátt fyrir þá staðreynd að hún hefur aldrei leikið á sviði hingað til, hvorki hérlendis, né erlendis.
Ásamt sjálfri hljómplötunni er hægt að fá viðhafnarútgáfu með sérstakri ljósmyndabók með myndum eftir Guðmund Óla, og textar eru handskrifaðir af Einari.
Platan er sannur óður til íslenskrar náttúru og sögu þar sem fjallað er um íslenskt mannlíf nú og fyrr á öldum. Yrkisefnið er kannski ekki beinlínis nýmóðins, en að sögn Einars er þeim vinum slétt sama um það, bandið geti ekki yrkt um annað en það sem stendur hjarta þeirra næst. Dulsmál er eins og áður segir, þriðja lagið í röðinni, en áður hafa lögin Hyldýpi og Nátthagi verið gefin út í síðasta mánuði.

Katla kynnir nýtt lag: Nátthagi + Örviðtal (UPPFÆRT!)

Íslenska rokksveitin Katla sendir frá sér plötuna Móðurástin 27. október næstkomandi, en í sveitinni eru þeir Guðmundur Óli Pálmason (fyrrum trommari Sólstafa) og Einar Thorberg Guðmundsson (Fortíð, Potentiam), en í dag frumflytur hljómsveitin lagið Nátthagi af umræddri skífu á sérvöldum miðlum um allan heim (Harðkjarni!). Það er því við hæfi að skella nokkrum spurningum á Einar og sjá hvað hann hefur um þetta allt að segja, en áður en það er við hæfi að spyrja fyrst út í nýja lagið..

Í dag fær almenningur að heyra lagið Nátthafi af plötunni Móðurástin, um hvað fjallar lagið?

Ef ég lít á Móðurástina sem eins konar ferðalag í gegn um árstíðir (sem ég geri gjarnan), þá er Nátthagi klárlega hásumar plötunnar. Lagið er fullt af jákvæðri orku og eljusemi. Ég bað Gumma um að semja einhvern uppbyggjandi texta við þetta og hann var sammála því að annað væri varla hægt. Hann skrifaði Nátthaga textann sem fjallar um ljósið og vonina sem fylgir nýjum degi, þegar sólin endurfæðist með vorinu og líf kviknar á ný. Við erum svolítið týndir í horfnum tímum og hér á öldum áður hefur vorið að sjálfsögðu haft allt að segja um afkomu fólks á Íslandi. Þetta lag er tónfræðilega séð, framhald af fyrsta laginu sem við gáfum út og heitir Kaldidalur, en tilfinningin og andrúmsloftið eru algerlega andstæð.

Hver prýðir forsíðu plötunnar Móðurástin og er þetta þema plata?

Forsíðufyrirsætan heitir Fanney Ósk Pálsdóttir og prýðir öll þrjú coverin okkar, ss. fyrir vínilinn, geisladiskinn og aukaútgáfuna. Svo minnst sé á aukaútgáfuna, þá samanstendur hún af ljómyndabók með myndum eftir Gumma og aukadisk með endurhljóðblöndun á öllum lögunum frá hinum ýmsu listamönnum. Fanney er líka framan á umslaginu á Ferðalok smáskífunni okkar sem við gáfum út 2016. Fyrir utan reynsluna sem hún hefur frá fyrri fyrirsætustörfum þá var hún líka nokkuð augljóst val þar sem hún og Gummi eru par.

Hún táknar þarna ungu móðurina sem þarf að bera út barnið sitt. Það var raunveruleiki sem þekktist á Íslandi þegar ekki var nóg að bíta og brenna. Oft voru það þjónustustúlkur eða þá þrælar sem höfðu eignast óvelkomin börn húsbónda sinna.

Rauði þráðurinn í gegn um plötuna er Ísland og íslensk náttúra og aftur á móti fólkið í landinu, kynslóðir og arfleifð. Náttúran er einn helsti mótunarvaldur okkar þjóðarsálar og við höfum báðir mikinn áhuga á samtvinningu hennar við íslenska sögu og menningu.

Platan er tileinkuð fjölskyldum okkar og við héldum miklu af vinnunni innan hennar. Fyrir utan það sem ég áður nefndi, þ.e. ljósmyndir eftir Gumma og módelið Fanneyju, get ég talið upp handskrift eftir sjálfan mig, gestasöng systur minnar Sylvíu Guðmundsdóttur í titillaginu og upptöku frá 1934 eftir langömmu hans Gumma í útgangspunkti titillagsins.

Hvernig kom hugmyndin um að stofna Kötlu?

Eins og margir vita var Gumma bolað út úr eigin hljómsveit sem hann átti þátt í að stofna og hafði starfað við í 20 ár. Það sem sjálfsagt færri vita er að við Gummi höfum unnið saman að tónlist áður, ekki bara með hljómsveitinni Potentiam heldur höfðum við einnig unnið að verkefni sem náði aldrei af stað vegna mikilla anna með öðrum hljómsveitum (og þá aðallega hljómsveitinni hans). Ég man eftir spjalli við hann þar sem hann sagðist vera hættur að gera tónlist. Ég sagði honum að hann þyrfti ekki að hætta að skapa tónlist þótt hann kannski myndi ekki njóta sömu velgengni og áður. Hann myndi alltaf hafa sköpunarþörf. Ég veit nú ekkert um hvort það hafði einhver áhrif á þetta eða ekki, en hann var allavega stuttu síðan farinn að hóa saman í nýja hljómsveit. Hann segist sjálfur ekki geta setið aðgerðalaus með fullt af hugmyndum í höfðinu. Ég skil þá tilfinningu vel. Þetta ferli bara einhvernveginn endaði þannig að við stóðum eftir tveir inni í hljóðveri og það hefur reynst mjög vel þar sem við höfum mjög svipaðar hugmyndir um hvað við viljum gera og hvernig við viljum haga því.

Hvernig gengur að vinna saman, þegar þið eruð ekki í sama landinu?

Þegar ég bjó í Noregi, þá unnum við saman að hugmyndum á netinu. Við vorum með alls konar aðferðir við það en það sem kannski hjálpaði mest var heimastúdíóið mitt þar sem ég gat demóað lögin. Ég ferðaðist til Íslands fyrir upptökur á plötunni og tók líka sumt upp erlendis (eins og gítara og bassa). Núna er ég búsettur aftur á Íslandi en ég er ekkert svo viss um að það komi til með að breyta neitt rosalega miklu um það hvernig við vinnum saman. Við erum báðir uppteknir með vinnu, nám og fjölskyldu þannig að við skipuleggjum flest okkar símleiðis eða í gegn um netið.

Hvenær má eiga von á tónleikum eða tónleikaferðalagi?

Það er mikið búið að spyrja okkur hvenær við spilum tónleika. Það er líka búið að bjóða okkur hingað og þangað. Við höfum í fullri hreinskilni ekki nennt að spá í því. Sköpunin er það sem við þrífumst á og tónleikar eru eitthvað sem krefst mikils tíma og vinnu en gefur ekki það sama af sér. Auðvitað gætum við dottið í gírinn hvenær sem er og ákveðið að setja eitthvað saman en sú umræða er enn á algeru frumstigi.

Hvernig myndið þið lýsa ykkur tónlistarlega séð?

Á Móðurástinni höfum við verið að kanna alls konar tónlist og stíla. Platan okkar sveiflast frá Doom metal yfir í djazz. Rock, Black Metal, Ambient og meira að segja raftónlist með hjálp meistara Halldórs Á. Björnssonar úr hljómsveitinni Legend sem við köllum stundum hinn ómeðvitaða þriðja meðlim Kötlu. Tónlistin er þung og melódísk. Ég myndi aldrei láta mér detta það til hugar að fara að kalla hana einhverju einu nafni. Það fyndist mér eins og að skella henni inn í einhvern ramma sem við þyrftum þá að vinna innan í framvegis. Það sem er spennandi við þetta hjá okkur er að við vitum í raun ekkert hvað gerist næst.

 

Fyrir áhugsama þá er hægt að forpanta gripinn á hér í ýmsum útgáfum : Katla – Móðurástin

Katla kynnir plötuna: Móðurástin + nýtt lag!

Hljómsveitin Katla, sem inniheldur þá Guðmund Óla Pálmason (fyrrum trommara Sólstafa) og Einar Thorberg Guðmundson (Fortíð/Potentiam) sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu, Móðurástin”, 27. október næstkomandi.

Hægt er að hlusta á lagið Hyldýpi hér að neðan, en lagið verður að finna á umræddri plötu. Fyrir áhugasama er hægt að forpanta plötuna á eftirfarandi heimasíðu: prophecy.de/artists/katla/

Móðurást verður gefin út á digipack (með 24 síðna bæklingi), tvöfaldri svarti vínilplötu, en dökk græn vínilplata verður gefin út í afar takmörkuðu upplagi.

Lagalisti plötunnar:
1. Aska
2. Hyldypi
3. Nátthagi
4. Hvíla
5. Hreggur
6. Móðurástin
7. Kul
8. Dulsmál

Fyrir þá sem panta viðhafnarútgáfu af plötunni fá auka disk sem inniheldur endurhljóðblandaðar útgáfur af lögum plötunnar:
1. Aska (Analog Ashes Remix by NightStalker)
2. Hyldypi (Epic Abyss Remix by Carsten Altena)
3. Nátthagi (Andvökunætur Remix by Legend)
4. Hvíla (Final Rest Remix by Germ)
5. Hreggur (Drowning Remix by Heljarmadr)
6. Móðurástin (Mother’s Milk Remix by Eddie Risdal)
7. Kul (Nóttin er svo löng Remix by Tor R. Stavenes)
8. Dulsmál (Nighttime Remix by Ben Pakarinen)