Efnisorð: Katatonia

Katatonia - Tonight’s Decision

Katatonia – Tonight’s Decision (1999)

Peacville –  1999

Váááá, hvað þessi er grípandi!Mér hefur alltaf þótt vænt um Katatonia síðan þeir gáfu út Brave
Murder Day (þvílíkar minningar sem eru tangdar honum). Katatonia eru alltaf að þróast og allir diskar þeirra bera þess greinilega merki. Tonight’s Decision er engin undantekning.

… Og þvílíkur diskur. Ég er alltaf að hlusta á hann. Hann ásækir mann stöðugt. Virkilega moody tónlist, dimm en samt svo áheyrileg, melódísk, kraftmikil og grípandi að maður liggur kylliflatur og bara fellir næstum tár. Við erum ekkert að tala um Magga Scheving texta hérna. Hljómurinn er mjög góður, söngurinn mjög spes og traustur, clean allan tímann…engin öskur.Ef þú hefur áhuga á góðri, þungri og vel samdri tónlist þá verður þú að tékka á þessum. Kaupið hann og þið sjáið ekki eftir því. Krydd í tilveruna og þunglyndi…Eina sem ég hef út á setja(lítil athugasemd) sum lögin eru á stundum lík… váááá, blabla…Einn af senuþjófur síðasta árs, jájá…

Toppar:
For My Deamons
I Am Nothing

o.fl. sem ég man ekki nöfnin á í augnaspikinu

Birkir

Katatonia

Skuggalegu sænsku strákarnir í Katatonia eru búnir að ákveða að nefna næstu plötu sína Night Is the New Day. Er hún væntanleg í Evrópu 19. október. Platan er með í kringum 12 lög og er að sögn sveitarinnar fjölbreyttasta platan til þessa.

Katatonia

Sænska hljómsveitin Katatonia heldur í hljóðupptökuver í byrjun júní samkvæmt Anders Nyström, gítarleikara bandsins. 11-12 lög enda á komandi plötu og ku efnið vera fjölbreyttasta efni þeirra hingað til. Platan kemur út á Peaceville í október. Drengirnir munu halda uppi stúdíódagbók og gefa fólki smjörþef af plötunni þegar nær dregur.

Katatonia

sænsku drengirnir ætla að fara í lítinn skandinavíutúr í febrúar og vinna að DVD
sem inniheldur hljómleika frá pólsku borginni Kraká frá apríl 2003
Einnig verða 2 óútgefin lög frá síðasta disk Viva Emptiness á mynddisknum

Katatonia

með trega hafa Katatonia hætt við alla sumartónleika sína. Svo virðist að Skipuleggjendur gáfu það fram að einhver þriðji aðili hafi klúðrað þessu. Bandið hefur samt fullan áhuga að spila þessi gigg.

Katatonia

Katatonia eru búnir upptökum á nýju plötunni “Viva Emptiness” sem verður útgefin 24.Mars

lagalisti:

01. GHOST OF THE SUN
02. SLEEPER
03. CRIMINALS
04. A PREMONITION
05. WILL I ARRIVE
06. BURN THE REMEMBRANCE
07. WEALTH
08. ONE YEAR FROM NOW
09. WALKING BY A WIRE
10. COMPLICITY
11. EVIDENCE
12. OMERTA
13. INSIDE THE CITY OF GLASS

hér er linkur á plötuumslagið
http://www.peaceville.com/grafix/kata_viva340x340.jpg