Efnisorð: Júlíus Sigfússon

Tveir metalhausar hafa dáið um jólin.

Trommari AVENGED SEVENFOLD, James Owen Sullivan (The Rev) fannst látinn á heimili sínu mánudaginn 28. desember.

Sama dag fannst söngvari hardcore/metal hljómsveitarinnar Download látinn á heimili sínu eftir að hafa verið skotinn. Bróðir hans slasaðist líka alvarlega.

R.I.P

http://www.roadrunnerrecords.com/blabbermouth.net/news.aspx?mode=Article&newsitemID=132645

http://www.roadrunnerrecords.com/blabbermouth.net/news.aspx?mode=Article&newsitemID=132646

Nýi Anthrax-söngvarinn rekinn!

Dan Nelson hefur verið rekinn úr Anthrax. Svo virðist sem meðlimir Anthrax hafi sagt að Dan hafi verið alvarlega veikur og þess vegna hafi hann verið rekinn. Dan þvertekur fyrir þessar sögur og segir að það hafi verið ákvörðun hinna Anthrax-meðlimanna að hætta við tónleika og hann hafi ekki hætt í Anthrax.
Ákveðið hefur verið að fá fyrrum söngvara Anthrax, John Bush, til að fylla í skarðið, allavega á Sonisphere tónleikahátíðinni.
Mikið drama í gangi á þeim bænum. Lesið meira um hvað er í gangi hér:
http://www.metalhammer.co.uk/news/john-bush-rejoins-anthrax-for-sonisphere/
http://www.metalhammer.co.uk/news/us-metal-expert-has-his-say-on-anthrax-split/
http://www.metalhammer.co.uk/news/who-will-be-anthrax%E2%80%99s-next-singer/
http://www.metalhammer.co.uk/news/dan-nelson-comments-on-anthrax-split/

Headbang hero fyrir alvöru rokkara

Guitar Hero og Rock Band eru kannski ágætir leikir til síns brúks en fyrir alvöru metalhausa eru þeir kannski ekki nógu harðir. Þess vegna var kynntur til sögunnar leikurinn Moshpit Amp sem gefur þér stig eftir því hversu hart þú headbangar!

Lestu alla fréttina á: http://www.vetrarbrautin.is/leikir/frettir/2009/05/12/headbang-hero-fyrir-alvoru-rokkara/

Nýr Testament dvd diskur!

Þá eru thrash guðirnir í testament á leiðinni að gefa út nýjan dvd disk sem mun innihalda tónleika frá árinu 1987 á Dynamo Open Air Festival.
Tracklist
01 – “Disciples Of The Watch”
02 – “The Haunting”
03 – “Apocalyptic City”
04 – “First Strike Is Deadly”
05 – “Burnt Offerings”
06 – “Alex Skolnick Guitar Solo”
07 – “Over The Wall”
08 – “Do Or Die”
09 – “Curse Of The Legion Of Death (C.O.T.L.O.D.)”
10 – “Reign Of Terror”

Diskurinn verður gefinn út 14. Apríl af Prosthetic Records.

Einnig má bæta því við að Testament eru að fara að halda tónleika í london 25. mars þar sem þeir munu spila plöturnar The Legacy og The New Order