Efnisorð: Judas Priest

JUDAS PRIEST í Laugardalshöll

Ein helsta goðsögn þungarokksins:

JUDAS PRIEST

Sérstakir gestir
Dimma 

Verð:
Stúka: 14.990kr 
Stæði: 10.990kr

Það eru fáar þungarokkssveitir sem hafa náð sömu hæðum og Judas Priest á ferli sem spannar næstum fimmtíu ár. Judas Priest voru strax eftir stofnun árið 1970 í fremstu röð þeirra sem mótuðu þungarokkið og nægir að nefna frábærar plötur eins og „British Steel“, „Screaming for Vengeance“ og „Painkiller“. Átján plötum síðar eru þeir ennþá í fantaformi og nýjasta plata þeirra „Firepower“ hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og náðu þeir 5. sæti á Billboad 200 listanum, sem er besti árangur Judas Priest í Bandaríkjunum. Þá má nefna að Judas Priest voru tilnefndir í Rock and Roll Hall of Fame í fyrra.
 En það er fyrst og fremst á sviði sem hljómsveitin er í essinu sínu og margir segja að þeir hafi sjaldan eða aldrei verið betri á hljómleikum. Þeir fengu Grammyverðlaun árið 2010 fyrir frammistöðu sína á sviði þungarokks (Best Metal Performance).

Því er það okkur mikið ánægjuefni að kynna væntanlega tónleika Judas Priest í Laugardalshöllinni fimmtudaginn 24. janúar næstkomandi. Og ekki spillir fyrir að Dimma mun hita mannskapinn upp. Aðdáendur þungarokks eiga sannkallaða veislu í vændum!

Judas Priest - Jugulator

Judas Priest – Jugulator (1997)

SPV –  1997
Pródúserað af Glenn Tipton, K. K. Downing og Sean Lynch, 10 lög

Flestir rokkunnendur ættu að hafa heyrt um Judas Priest einhverntímann, þeir eru búnir að vera starfandi svo lengi að pabbi manns man eftir þeim frá því að hann var ungur (eða næstum því…). Árið 1991 (minnir mig) gáfu þeir út disk sem bar heitið Painkiller, og verður að segjast að hann var einn af betri metaldiskum þess árs. Þá var ennþá með hljómsveitinni söngvarinn Rob Halford, sem hætti stuttu seinna og stofnaði Fight og svo seinna Two, en þaðer önnur saga.

Júdasarnir eyddu ansi löngum tíma í að finna arftaka Halfords, enda snúið að finna annan eins raddbandamisþyrmingargutta. En svo loks fundu þeir mann sem réði við djobbið, gaur að nafni Tim Owens, nú kallaður Ripper. Þá var honum fleygt inní stúdíóið og sagt að synga inn á plötuna sem var búin að bíða eitthvað tilbúin að öðru leiti. Og þvílík útkoma!!!!!!!! Gaurinn er a.m.k. jafngóður og Robbi, ef ekki betri! Hann hefur aðeins meiri raddbeitingu,
þ.e. hann prófar hluti sem Halford hefði aldrei gert, t.d. kröftuga dauðarokksrödd, og gerir allt sem hann reynir mjög vel. Ekki skemmir fyrir að Judas Priest hafa aldrei verið þyngri en á þessari plötu, og þó var Painkiller engin léttmjólk.

Útkoman er án efa ein allra best plata hljómsveitarinnar, vönduð og heilsteypt í alla staði. Lög á borð við Jugulator, Blood Stained, Burn In Hell o.fl. grípa mann við fyrstu hlustun, og verða bara betri og betri eftir því sem oftar er hlýtt á þau.

Ef þú fílar ekki þennan disk verð ég fyrir miklum vonbrigðum…

Hápunktar:
Jugulator,
Blood Stained,
Bullet Train,
Cathedral Spires.

Kristján

Judas priest - Angel of retribution

Judas priest – Angel of retribution (2004)

Sony –  2004
www.judaspriest.com

Nýja platan með Priest er ágætis gripur
Ekki eins thrashy og Painkiller síðasta breiðskífa Halfords með Priest. Hún hljómar frekar eins og blanda af sólóbandi Halfords og Priest kringum 1980. Mátulegur skammtur er af pungklemmuöskrum.
Judas rising er ágætis intro lag. Deal with the Devil hljómar eins og það sé tekið upp fyrir 25 árum þá sérstaklega viðlagið. Revolution er sæmilegt. Maður fær leið á viðlaginu nokkuð fljótt. Worth fighting for er ágæt mið-tempo/ballaða en hljómar fyrirsjáanlega og það vantar hápunkta í það. Demonizer er besta lag plötunnar. Hraði, kraftur, góð sólo, flott viðlag . …Out! demons out! Góð falsetta í endann. Lagið Hellrider er svipað í gæðum og það. Ballaðan Angel virkar vel. Eulogy ekki nærri því eins vel.
Loch Ness næstum korters langloka með of hallærislegri melódíu. Lítið eyrnakonfekt. Frekar hefði ég viljað 2-3 stutt lög í staðinn. Platan er sisvona; 3 fín lög, 3-5 góð-meðal lög, 2 sem hefðu mátt missa sín.

Einkunn 7,5/10

Bessi

Judas priest

Ellismellirnir í Judas Priest gefa út DVDið ‘Rising In the East’´um miðjan nóvember. Þar eru sýndir tónleikar bandsins í Japan á þessu ári. Playlisti tónleikanna inniheldur efni frá 74-04. Bandið gaf út live plötuna ‘Unleashed In The East(Live In Japan)’ einmitt árið 1979.