Efnisorð: Jónas

Canvas - Lost in rock

Canvas – Lost in rock (2000)

houshold name records –  2000

Ég var búinn að bíða eftir nýjum disk frá þessum bresku drengjum í nokkuð langan tíma eða frá því
ég fékk canvas-s/t fyrir þó nokkru síðan. Þannig að þegar foreldrar mínir komu heim þá var ég alveg að kúka á mig úr spenningi. Um leið og ég fékk diskinn henti ég honum í græjurnar og byrjaði að skoða bæklinignn. umgjörðin á essum disk er fucked up ,hvítt cover með 3 þríhyrningum(eeehhhh er ekki alveg búinn að átta mig á því hvað þetta þíðir) og allt inní er mjög plein nema diskurinn og ein blaðsíða í bæklingnum sem eru bara eitthvað litarrugl.

mér fannst diskurinn við fyrstu hlustun alveg ótrúlega fucked up og skildi ekkert í honum, en eftir að ég var búinn að hlusta á hann nokkrum sinnum í rútu á Njáluslóðum með skólanum þá var hann orðinn snilld.Ég bjóst að vísu við disk sem væri eitthvað í líkingu við gamla canvas diskinn. Hrárri, einfaldari og meiri öskur. Þessi diskur er með miklu meiri pælingum og rugli og söngvarinn öskrar svona helminginn af tímanum en raular eitthvað hinn helminnginn. Ég veit ekki hvort þessi diskur sé fyrir alla því hann er alveg ótrúlega tormeltur og flókinn en ég dýrka þetta og mér finnst þetta vera eins sú mesta snilld sem hefur komið út!!Þessi diskur slær gamla(canvas-s/t) diskinn alveg pottþétt út. Eitt er víst að þessir gaurar eru að gera tónlist sem er ekki fyrir heilbrigt fólk, held að það væri fínt að hlusta á þetta meðan þú ert að rista foreldra þína á hol inní bílskúr með kampavíns glas í einni hendinni og riðgaðan smjórhníf í hinni.

Ég get ekki flokkað þennan disk í neina tónlistar flokka og ég get ekki lýkt þessu við neitt band. Þetta er bara Canvas með nýjan disk. farðu á neitið og pannaðu hann.

Jónas

Dead eyes under - cursed be the deceiver

Dead eyes under – cursed be the deceiver (1998)

+/- records –  1998
http://www.plusminusrecords.com/deu/

Þetta er bara rugl! hvað er eiginlega í gangi hénna. Velkomin til helvítis ætti að vera upphafsorðin á þessum disk.

Þetta er sko eitthvað að mínus skapi. Alveg súper evil metalcore, þeir hafa örugglega verið að slátra fullt af hömstrum eða eitthvað meðan þeir tóku etta upp(finnst það svona líklegt). Söngvarinn er alveg tjúllaður út allan diskin, öskrandi eins og það sé verið að limleysta kærustuna hans fyrir framan hann. Yfirleytt öskrar hann skrækt en kemur svo með mjög djúp öskur inná milli, líka plús hvað textarnir er flottir og útpældir “you’re never gonna breathe again so suffocate yourself within your little fantasy”. Gítarleikararnir eru greinilega með slayer riff á hreinu og framkvæma einhverja djöflatóna á gítarinn. Þetta allt bara mjög þungt þétt og glæsilegt, fullt af breikdávnum og moshköflum fyrir þig til að taka trilling yfir inní stofu. Eini gallinn er sándið, vantar smá uppá þar. Held að þetta sé svona diskur sem er spilaður í helvíti.

ég mundi mæla með þessum disk fyrir fólk sem fílar for the love of, disembodied, dragbody og metalcore í þeim dúr. EVIL! ég fíla þetta allavega, mér er alveg sama þótt þú gerir það ekki!

Jónas

Flesh parade - kill whitey

Flesh parade – kill whitey (1998)

Relapse –  1998
http://www.relapse.com/

HAHAHHHA!!! djöfullsins GORE!! flesh parade. þetta er ekkert grín. ég held að þetta verði bara ekkert mikið meira extreme en þetta. Þarf einhvernvegin alltaf að kúka þegar ég hlusta á þetta.

Þessi diskur kom út 1998 en þetta er samansafn af drasli sem þeir hafa gefið út í gegnum tíðina(1993- 94 demo og einhver 7″)Allavega þessi söngvari er með alveg fáranlega ruglaða rödd. syngur alveg ÓGEÐSLEGA skrækt eða alveg sick djúptog er bara að tjúllast allan tíman, sé alltaf söngvaran fyrir mér sem einhverja ógeðslega stökkbreytta rottu sem er verið að rista á hol(eins og í cannibal holocost). Þetta er bara grindcore relapse style, hratt brjálað og sick geðveikt kúl breikdown og svo henda þeir einhverjum melódíum inná milli til að kæla fólkið. djöfull hefði verið gaman að sjá essa gaura live(þeir eru hættir) Þetta er ekki fyrir neina analhairshavingemopunks sko.

Mér finnst þetta vera einn af bestu diskum sem relapse hafa gefið út! tjékkið á coverinu. fyndnasta dót í heimi, svo eru þeir með myndir af einhverjum gömlum svörtum jazzspilurum í staðinn fyrir sjálfan sig í bæklungnum. fyndið. Ef þú hefur einhverntíman grátið á æfinni ekki reyna þá að hlusta á etta og ef ekki then BUY IT!!!

hahahha

jónas

Martyr ad - The human condition in twelve fractions

Martyr ad – The human condition in twelve fractions (2000)

Ferret –  2000
http://www.ferretstyle.com

DEATH!!!!!!setjið upp gasgrímurnar þetta er kjarnorkusprenging! djöfullsins tuddacori eru martyr ad að þrusa á þennan disk!

Keypti þennan disk hjá Birkir beefeater og vissi svona nokkurnvegin við hverju ég mátti búast því ég vissi að þrír meðlimir úr ofurþunga metalcore brjálæðis bandinu disembodied væru í þessu bandi. Þetta er semsagt disembodied með nýjan söngvara og þú mátt alveg búast við sama helvítis þunganum og sömu ultradáwntjúnuðu gítarriffunum og hjá disembodied hérna höfum við bara nýjan söngvara og hann er ekkert að gera slæma hluti. þetta er bara eihver helvítis tuddi sem syngur “TALK TO THE GUN!!!” tough guy huh ? röddinn á þessum gaur er miklu meira svona já tough guy”i am the king of this scene” rödd heldur en hjá disembodied söngvaranum! kúl rödd og flottir textar. get eiginlega ekki sagt meira um þetta nema að hérna eru disembodied búin að leggja sig og eru komin á lappir með ofur þunga og reiða tónlist að vopni og eru tilbúin til þess að drepa gangsters og brunda á veggi!

geðveikur diskur. metall fyrir hardcore krakka. reiðasti diskur sem ég hef heyrt frá því rage against the machine fyrsti diskurinn kom út. samt ekki. Þeir eru líka með svínshaus á coverinu(fá plús fyrir það).þetta er líka frá ferret það kemur ekkert slæmt þaðan!!

Jónas

Killswitch engage - s/t

Killswitch engage – s/t (2000)

Ferret –  2000
http://www.ferretstyle.com

ég fékk etta hjá Birki(hvar er distróið dud???)farið til hans og tjékkið hvort hann eigi einhver eintök ettir og lesið kannski etta rugl hjá mér líka

Jáhá!!! hérna höfum við “ALL-STAR” lið í metalcorinu! gaurar úr Aftershock(gítarleikararnir) Corrin/ nothing stays gold(söngvarinn) og Overcast(MEISTARAR!…bassaleikarinn) allavega ef þið fílið eitthvað af þessum böndum þá kíkið á etta. Klikkað sánd!!! ógeðslega þétt spil og alveg fáranlega fjölhæfur söngvari. Gaurinn er ekkert að grínast með etta syngur eina stundina eins og kórdrengur svo hina stundina öskrar hann eins og 20 tonna belja eða eins og geldur skátadrengur, skil samt ekkert hvað hann er að syngja um, ehm örugglega öll dánu gæludýrin hans og gamlar kærustur(það er í tísku). Mér finnst trommarinn Brjálaður hefur alveg klikkað vald á essu öllu saman. Þetta eru málmkallar sem lyfta,fá sér tattú, lemja scenedropouts og semja metal í Álverinu! Jája metalgoð eins og Ingi járnapi hlusta á svona dót(fillerý ettir kúrinn?)

Nenni ekki skrifa meira. Þetta er söluhæsti diskur sem Ferret hafa gefið út og þeir eru komnir á roadrunner(hmz???) kíktu bara á þetta ef þér finnst gaman að hlusta á góðan metal meðan þú lyftir fyrir framan spegilinn!

Jónas