Efnisorð: Jesu

Great Falls – A Sense Of Rest

Hljómsveitin Great Falls frá Seattle í Bandaríkjunum sendir frá sér plötuna A Sense Of Rest í lok ársins (nánar tiltekið 21. desember). Í sveitinni erum fyrrum meðilir hljómsveita á borð við Undertow, Nineironspitfire, Kiss It Goodbye, Playing Enemy og Jesu. Meðal útgáfa á þessu nýja efni sveitarinnar er franska útgáfan Throatruiner Records, en aðrar útgáfur eins og Corpse Flower records sjá einnig útgáfur á öðrum svæðum í heiminum.

Lagalisti plötunnar:

  1. The Accelerationist
  2. Not-For-Sale Bodies
  3. Kettle Logic
  4. We Speak In Lowercase
  5. Thousands Every Hour
  6. Baldessari Height
  7. I Go To Glory
  8. Scratched Off The Canvas
Jesu - Jesu

Jesu – Silver (2006)

–  2006

Fyrsta plata Jesu, kom á sínum tíma með ansi ferskan blæ inn í tónlistarheiminn. Hljómurinn var sérstakur og dáleiddi mann á köflum, hélt manni föngnum. Ég lá stundum heima hjá mér á Grettisgötunni og hlustaði á Jesu svo tímunum skipti, án þess þó að verða nokkurn tíman algjörlega heltekinn af hljómsveitinni, skrítin tilfinning.

Fyrir Jesu fer maður að nafni Justin Broadrick. Jesu byrjaði sem sóló-verkefni Broadrick, en hann var einn af fyrstu meðlimum í Napalm Death, frumkvöðlum grindcore tónlistarstefnunnar, og síðar var hann í Godflesh sem er einnig frábær hljómsveit. Napalm Death og Godflesh eiga þó lítið sameiginlegt við Jesu, fyrir utan Broadrick. Í dag eru í Jesu, ásamt Broadrick, trommarinn Ted Parson og bassaleikarinn Diarmuid Dalton.

Á þessu ári kom út tæplega hálftíma löng EP plata frá Jesu, Silver, og ég lét hana ekki framhjá mér fara.

Ég á rosalega erfitt með að gera upp hug minn varðandi Silver. Fyrst þegar ég hlustaði á plötuna varð ég fyrir ákveðnum vonbrigðum. Fannst þetta ekki jafn heilsteypt og skemmtilegt verk og fyrsta platan, og á köflum flatt. Þegar líða tók á og hlustanirnar urðu fleiri tók ég þó eftir fleiri köflum á Silver sem ég varð hrifinn af. Var að heyra ýmsar breytingar og nýja grípandi kafla. Notkun Broadrick á echo-effectum á söng hans verður þó stundum yfirdrifinn, en er söngurinn einmitt að mínu mati einn alveikasti hlekkur Silver. En platan sem er afar hæg í keyrslu sekkur alltaf meira og meira inn og öll þessi hljóð ná á endanum athygli manns.

Þrátt fyrir að ég sé ennþá að reyna að átta mig á því hvað mér finnst um Silver, hef ég komist að ákveðinni niðurstöðu. Á kostnað þess að vera heilsteypt verk, er Silver mjög tilraunakennd plata. Ég verð alltaf hrifnari og hrifnari af Silver og er líklega bara nokkuð sáttur við verkið. Silver er klárlega ekki það besta sem ég hef heyrt, en ég sé engu að síður ekki eftir að hafa eytt þónokkrum mínútunum í að hlusta á það.

Líklega það lang rólegasta sem Broadrick hefur nokkurn tíman gefið frá sér, og fallegt verk þrátt fyrir að hafa sína galla.

Jóhannes

Jesu - Jesu

Jesu – Jesu (2005)

Hydra Head Records –  2005
www.avalancheinc.co.uk/jesu.html

Þegar ég fyrst heirði lagið “Walk On Water”, með hljómsveitinni Jesu þá vissi ég strax að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að kynna mér betur. Og það gerði ég, og núna er þetta eitt af mínum uppáhalds. Bandið reis upp úr ösku Godflesh og hefur aðeins gefið út eina Ep að nafni “Heart ache” og breiðskífu sem kallast einfaldlega “Jesu”. Ég ætla að fjalla um breiðskífuna í þetta skiptið. Ég byrjaði á því að tékka á nýjustu afurðunni “Jesu” sem “Walk On Water” er einmitt á, og restin af disknum geymir efni sem valdi mér engan veginn vonbrigðum. Þetta efni er bæði mjög rólegt og nýþungt, hægt og þunglyndislegt, sem kemur manni einmitt í þannig ástand. Maður gleymir gjörsamlega öllu öðru og fer inn í þennan heim sem þeir hafa búið til með þessum yndislegum hljómum sínum. Veit þó ekki alveg hvernig ég á að skilgreina þessa tónlist, eitthvað sem maður þarf bara að upplifa sjálfur. En það mætti líkja þeim við bönd á borð við Pelican, Godspeed og með smá keim af Godflesh.
Justin K. Broadrick er maðurinn sem stendur á bak við þessa snilld, og er heldur ekki ætlast til neins annars sem kemur frá þessum manni. Þó er hann gera miklu betri hluti hér heldur en í Godflesh, að mínu mati. Söngurinn er alls ekki agressive, fyrir utan aðeins eitt lag að nafni “Man/Woman”, sem er mjög líklega uppáhaldið hjá þeim sem hafa fylgst með Broadrick öll þessi ár. Restin er bara echo söngur sem passar mjög vel við hljómana sem eiga sér til staðar. Einfalt, þægilegt. Frábær diskur sem allir gætu fundið fyrir að þetta væri eitthvað fyrir sig. Alls ekki láta blekkjast ef þið fíluðuð aldrei Godflesh, því að þetta er eitthvað annað.

Ef ég ætti að finna eitt orð til að lýsa þessu frábæra bandi, mundi ég eflaust segja; “Upplifun”.

Snoolli