Efnisorð: ISIS

ISIS - The Red Sea

ISIS – The Red Sea (1999)

Second Nature –  1999

Ég vissi ekki görn um Isis nema að þetta var eitthvað brutal stöff og að Neurosis voru að gefa út
nýjustu plötuna þeirra. Ég hef fulla trú á öllu tónlistarlegu sem Neurosis koma nálægt svo ég skellti mér á þessa 8″ plötu þegar ég rakst á hana hjá plastichead.

“Do you know how much it hurts your eyes to stare at the horizon, if you stare at the horizon long enough all you can see is fire, the entire line of the horizon is burning, fire as far as the eyes can see” segir einhver kona frá Texas í upphafi plötunnar. Hún tekur til máls eftir að málmkenndir skruðningar og vofeifleg öskur hafa dunið á mér, mér til óblandinnar ánægju. Hún talar einnig í introinu á hinni hliðinni, segir ringluðum manni frá að hann hafi verið fjarri, hann hafi týnst í hafi af rauðu. Síðan hvolfa Isis menn yfir mig ótrúlegum þunga. Þessi hljómsveit er svo þung að það er eins og þeir hvolfi heilli eyðimörk yfir mann. Eyðimörk segi ég því tónlistin er þannig átakanleg og gefur mér þvílíka tilfinningu um tómhyggju að ég geti ekki sagt að hellist yfir mig heilt haf, heldur heil eyðimörk.

Hljómurinn er allur loðinn, ég veit ekki hvort að platan mín er svona illa pressuð eða hvort að þeir eru svo niðurtjúnaðir að það brakar í öllu eða græjurnar mínar svona þreyttar að það brakar í þeim en ég fæ það líka á tilfinninguna að tónlistin berist í gegnum einhverja slikju. Kannski meðlimir Isis séu ekki þessa heims og séu að skila þessari tónlist að handan?

Tempoið er í ætt við sludge pælingar ýmissa annara hljómsveita sem í upphafi má rekja til Black Sabbath. Þunglyndið og örvæntingin sem Black Sabbath tjáðu sig um í tónlist sinni er hér tekið út í mun meiri öfga. Frábært stöff. Ég mun héreftir leita uppi allt sem þessir menn koma nálægt tónlistarlega.

ISIS

Isis - Oceanic

Isis – Oceanic (2002)

Ipecac –  2002

DREYMIÐ OG FLÆÐANDI ROKK

Þetta er þriðja breiðskífa Isis og greinilegt að mögnuð þróun er að eiga sér stað hjá þessari hljómsveit.
Með rætur í bandarísku hardcore og metalcore en lagasmíðarnar í draumkenndu rokki er erfitt að finna nokkuð sem hægt að er segja að hljómi beint eins og tónlist Isis. Þó má heyra þarna draumflæðisverk Pink Floyd í bland við örvæntingar- og þunglyndistóna kollega þeirra í Neurosis. Léttleiki margra annara nútímarokksveita sem einnig eiga rætur í hardcore en hafa þróast frá því, t.d. Cave In, er einnig auðheyrilegur á Oceanic, samanborið við hljómbreytinguna frá meistaraverkinu “Celestial”. Á þeirri plötu er hljómurinn allur hrárri og þyngri og meiri sársauki bæði í lagasmíðum og flutningi en á þessari nýju plötu. Það er alls ekki neikvætt. Það er ekki hægt að tala um nein svik við málstaðinn heldur er um að ræða skemmtilega framþróun hjá frábærri hljómsveit.
Rokkaðar lagasmíðar eru hér færðar í hægan, dreyminn og nokkuð sorgmæddan eða angurværan búning. “The Beginning” og “The Other” geyma í sér lúmskan þunga og hvert lag er langt og magnast án þess að fara nokkurn tíma út í eitthvað brjálæði. Þeir Isis menn hafa gott taumhald á lagasmíðum sínum. Þegar komið er að titillaginu og “The Weight” leitar hugurinn til bestu stunda ambient rokks Immense og Mogwai en áferðin sem Isis gefa þeirri pælingu er öll önnur, geimferðalegri og flauelskenndari. Urgandi söngröddin kemur enn minna við sögu hér en á “Celestial” og er ekki missir að henni þó ekki vildi ég sjá henni alveg á bak. Hinsvegar er það hinar dularfullu konuraddir sem heillar inn á milli.
Oceanic er magnað verk sem vinnur á við hverja hlustun. Þetta er ein af þessum plötum sem enn verður skellt reglulega á fóninn af skjálfandi höndum á elliheimilinu.

S.Punk

ISIS

Þrátt fyrir að hjómsveitin ISIS hafi hætt starfsemi fyrir ári síðan er enn von á útgáfum frá sveitinni. Sveitin stefrnir á 5 tónleikaútgáfur sem teknar hafa verið upp á ýmsum tímum í sögu sveitarinnar. Flestar þessar útgáfu hafa núþegar litið dagsins ljós, en um er að ræða stafrænar útgáfur (eða svo skilst mér samkvæmt upprunalegufréttinni):
Hér að neðan má sjá lista yfir þessar komandi útgáfur:

Upcoming Isis live releases:

Isis Live I 9.23.03
Release date: May 31, 2011
Recorded at The Fillmore (San Francisco)

Track list:
1. Carry
2. Weight
3. Hym
4. The Beginning and the End

Isis Live II 03.19.03
Release date: June 14, 2011
Recorded in Stockholm, Sweden

Track list:
1. From Sinking
2. Glisten
3. Carry
4. Weight
5. The Beginning and the End
6. Celestial (Ext./Alt. Version)

Isis Live III 12.17.04
Release date: June 28, 2011
Recorded at The Launchpad (Albuquerque)

Track list:
1. So Did We
2. Backlit
3. The Beginning and the End
4. In Fiction
5. Wills Dissolve
6. Grinning Mouths
7. Altered Course

Isis Live IV Selections 2001 – 2005
Release date: July 12, 2011
Recorded: Various dates (2001, 2002 and 2005) at WMBR (Boston), The Troubadour (Los Angeles), CBGB’s (New York), The Rotunda (Philadelphia) and The Middle East (Boston)

Track list:
1. Gentle Time
2. Glisten
3. CFT
4. Celestial
5. Improv 1 (Endless Nameless)
6. False Light
7. The Weight (Feat. Justin Chancellor and Troy Ziegler)

Isis Live V 07.23.06
Release date: July 26, 2011
Recorded at Koko’s (London)

Track list:
1. The Beginning and the End
2. The Other
3. False Light
4. Carry
5. -/Maritime
6. Weight
7. From Sinking
8. Hym

ISIS

Íslandsvinirnir í hljómsveitinni ISIS eru þessa dagana að vinna að myndbandi við lagið “20 Minutes / 40 Years” sem finna má á seinustu breiðskífu sveitarinnar “Wavering Radiant” sem gefin var út fyrr á árinu. Hljómsveitin er annars að vinna nýrri útgáfu tónleikaútgáfu, en útgáfan mun bera nafnið “Live V : Oceanic Live In London” og verður hægt að nálgast þessa útgáfu á tilvonandi evróputúr sveitarinnar. Hægt er að skoða myndir frá nýja myndbandinu hér.

ISIS

Íslandsvinirnir í hljómsveitinni ISIS hafa ákveðið að halda til Evrópu núna í ár. Hljómsveitin hefur Evrópuför sína á 7 daga tónleikaferðalagi um Bretlandseyjar, en þar á eftir tekur restin af Evrópu við, allt frá Malmö til Genfar í Sviss.

ISIS

Hægt er hlusta á lagið “20 minutes / 40 years” með hljómsveitinni ISIS á myspsace-síðu sveitarinnar en lag þetta verður að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar sem væntanlega verður gefin út um miðjan maí. Lagið má nálgast hér: http://www.myspce.com/sgnl05

ISIS

Hljómsveitin ISIS er stödd í hljóðveri ásamt Joe Barresi (Queens Of The Stone Age, Clutch) að taka upp efni fyrir sína næstu plötu. Meðlimir sveitarinnar höfðu þetta um málið að segja:
“Well, so far, so good! We’re a little over half way done tracking our new record. It’s nice to hear the songs beginning to really come together. Everyone has been doing a great job and we think it’s all going to make for one hell of a record. Working with Joe has been a really cool experience. He has a great ear, provides a very comfortable and creative environment, and seems to really understand what we’re after.”

ISIS

Uppáhald allra, hljómsveitin ISIS, er á leiðinni í tónleikaferðalag um Bretland, í viðbót við að spila á tónleikum í Frakklandi, Belgíu og Hollandi, en tónleikaferð þessi hefst í London 4. des næstkomandi. Núna í vikunni er svo loksins komið að útgáfu smáskífu sveitarinnar “Not In Rivers, But In Drops”, en eitthvða hefur reynst erfitt að gefa þetta efni út..

ISIS

Íslandsvinirnir í ISIS eru víst byrjaðir á því að vinna að nýrri plötu. Sveitin situr sveitt við að semja þetta efni og segja fróðir menn að ferlið sé að ganga vel. Sveitin mun senda frá sér fleiri fréttir von bráðar um gang mála… Þess má að auki geta að sveitin sendir frá sér þröngskífuna Not in River, but in drops í september mánuði.