Efnisorð: ISIS til Íslands

ISIS til Íslands

Vænta má að hljómsveitin ISIS kíki við hér á klakanum til að spila mánudaginn 18. apríl næstkomandi. Tónleikar sveitarinnar eru haldnir í tilefni að heimasíðan dordingill.com er 6 ára nú í ár og var ákveðið að halda upp á þetta með stæl. Nánari upplýsingar um tónleika sveitarinnar, tíma, miðaverð og upphitun verður birt hér á næstu vikum.