Tag: Iron Maiden

Iron Maiden - Ed Hunter

Iron Maiden – Ed Hunter (1999)

EMI –  1999
Pródúserað… humm, af hinum og þessum
20 lög og tölvuleikur (þrefaldur diskur)

Ed Hunter, Ed Hunter, hve lengi var maður ekki búinn að bíða eftir þeim degi þegar maður gæti stormað út í búð og keypt þennan grip. Iron Maiden tölvuleikur!! Lífið gat varla verið betra… eða hvað?

Satt best að segja varð ég fyrir miklum vonbrigðum með hann Ed Hunter, eftir að hafa þurft að sætta sig við að bíða lengur vegna þess að hætt var við upprunalegan útgáfudag (í þeim tilgangi að geta gert leikinn betri, sögðu Iron Maiden sjálfir…), þá átti ég von á að verða alveg fastur í tölvunni í a.m.k. mánuð straight! En þegar leikurinn kom loksins og Kristján búinn að eyða aurunum sínum í að kaupa kvikindið, þá kom sannleikurinn í ljós… Ed Hunter er bara hreinlega alls ekki góður tölvuleikur!! Það er rosalega sárt að þurfa að segja þetta um eitthvað frá meisturunum í Iron Maiden, en svona eru staðreyndirnar bara.

En við skulum skoða málið aðeins nánar: Ed Hunter er alls ekki lélegur leikur heldur, málið er bara það að manni eru settar alltof miklar skorður í honum. Í stað þess að vera í Duke Nukem/Quake stílnum þar sem maður getur hreyft sig hvert sem maður vill, þá er för spilarans fyrirfram ákveðin skref fyrir skref í gegnum allan leikinn, það er á stöku stað sem hægt er að ráða einhverju um hvert maður fer, en það er þá í formi tveggja valmöguleika: hægri eða vinstri. Ofan á þetta bætast svo ansi hreint einhæfir andstæðingar, pönkarar sem henda í mann bjórflöskum og andfúlir zombies klæddir í ég-elska-mig-treyju sem reyna að kyssa mann (eða e-ð álíka) hljóma álíka óspennandi og þeir eru í rauninni. Það er hinsvegar eitt sem gleður litla Maiden hjartað manns, í gegnum leikinn getur maður séð (ef maður lítur vel í kringum sig) marga kunnuglega punkta úr Maiden sögunni, t.d. Ruskin Arms og svo 22 Acacia Avenue…

Ef satt skal segja, þá hef ég ekki klárað leikinn ennþá, og efast um að ég geri það nokkurntímann. Þetta orsakast bæði af vonbrigðunum sem ég varð fyrir, og einnig eina virkilega galla leiksins: það er ekki hægt að seiva (ísl. vista)!!!! Já, rétt er það, þú getur ekki seivað leikinn… og það er ansi hreint fúlt…

En ekki má gleyma hinni hlið pakkans, tónlistinni! Undirleikinn í Ed Hunter annast engir aðrir en Iron Maiden sjálfir (surprise!!), og leiðir það af sér að ástandið batnar til muna. Svo er Ed Hunter líka Best Of diskur, á honum eru 20 lög tekin af öllum plötum þeirra til þessa, valin af aðdáendum sveitarinnar með atkvæðagreiðslu á www.ironmaiden.com og verður að segjast að þetta er alveg 100% pottþéttur safndiskur. Það er ekki hægt að kvarta yfir einu einasta lagi, það eina sem mér þótti slæmt persónulega var að Rime Of The Ancient Mariner (live) er ekki á gripnum.

Toppar: öll lögin (common, þetta er Iron Maiden, það er ekki hægt að gera upp á milli laga…)!!!

Kristján

Iron maiden

Ný plata með öldungunum A Matter of Life And Death lítur dagsins ljós 5. september á Sanctuary Records. Smáskífan “The Reincarnation of Benjamin Breeg” kemur út 14.ágúst.
Bandið er ánægt með útkomuna og verða lögin í epískum stíl.
Lög:
1. “Different Worlds” Smith/Harris (4:17)
2. “These Colours Don’t Run” Smith/Harris/Dickinson (6:52)
3. “Brighter Than a Thousand Suns” Smith/Harris/Dickinson (8:44)
4. “The Pilgrim” Gers/Harris (5:07)
5. “The Longest Day” Smith/Harris/Dickinson (7:48)
6. “Out Of the Shadows” Dickinson/Harris (5:36)
7. “The Reincarnation of Benjamin Breeg” Murray/Harris (7:21)
8. “For The Greater Good of God” Harris (9:24)
9. “Lord Of Light” Smith/Harris/Dickinson (7:23)
10. “The Legacy” Gers/Harris (9:20)

Plötukoverið:
http://www.ironmaiden.com/media/images/IID00002173.JPG