Efnisorð: Intronaut

Future Usses kynna nýtt efni

Hljómsveitin Future Usses sem innheldur þá Sacha Dunable (söngvari og gítarleikari Intronaut), Derek Donley (áður í Bereft) og Dan Wilburn (áður í Mouth Of The Architect), setti nýverið demo upptökur af laginu What Is Anything, en lagið er gott dæmi um hvernig efni sveitin spilar. Von er á nýrri plötu frá sveitinni, en hún verður hljóðblönduð af Kurt Ballou í september mánuði, en sveitin hefur þegar lokið upptökum.

Intronaut – The Challenger [EP] (2007)

Translation Lost –  2007

Árið 2006 gáfu Intronaut út „Void“, og líkaði mér heilmikið við þá útgáfu. Mér þótti þarna á ferðinni spennandi metalband, með sérstæðan jazz skotinn hljóm og flottar lagasmíðar. Tónlist sem flakkaði á milli þess að vera gríðarlega refsandi, yfir í það að vera tær og falleg. Í lok síðasta árs gáfu þeir út fjögurra laga EP skífu sem ber heitið „The Challenger“. Það er alltaf gaman þegar hljómsveit sem maður uppgötvar, og fer að þykja vænt um, bregst manni ekki og kemur með nýja útgáfu sem hrífur mann jafn mikið og fyrri verkin. Bassinn kraumar enn undir niðri og trommurnar rífa þetta áfram, og stundum finnst manni sem gítarinn hljómi jafn vel og hann gerir vegna þess að engin pressa er á honum. Grunnurinn er mjög traustur og er því hægt að byggja með ákveðnu frelsi ofan á það.

Jói