Efnisorð: Integrity

Integrity með nýja plötu: frumflutningur á nýju lagi!

Harðkjarna sveitin Integrity (stofnuð 1988) sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Howling, For The Nightmare Shall Consume, en það er Relapse Records útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Í dag er hljómsveitin samansett af honum Dwid Hellion og einhverjum félögum hans, en hann er eini upprunalegi meðlimur sveitarinnar. Gera má ráð fyrir því að platan verði gefin út núma í sumar.

Á plötunni má finna eftirfarandi lög:
01. Fallen To Destroy
02. Blood Sermon
03. Hymn For The Children of the Black Flame
04. I Am The Spell
05. Die With Your Boots On
06. Serpent of the Crossroads
07. Unholy Salvation of Sabbatai Zevi
08. 7 Reece Mews
09. Burning Beneath the Devils Cross
10. String Up My Teeth
11. Howling, For The Nightmare Shall Consume
Aukalag í stafrænni & viðhafnar vínil útgáfu:
12. Viselle De Drac
13. Entartete Kunst
14. Deathly Fighter
15. The Perfect Silence

Nýtt lag með Strife

Hljómsveitin Strife sendir frá sér 4 laga þröngskífu (EP) í byrjun september mánaðar, en plata þessi hefur fengið nafnið Incision. Þetta er fyrsta útgáfa sveitarinnar á WAR útgáfunni, en það er útgáfa sem er í eigu Andrew Kline gítarleikara sveitarinnar.

Platan verður gefin út á vínil, geisladisk, kasettu og stafrænu, og fyrir fólk sem ekki getur beðið er hægt að hlusta eitt af þessum fjórum lögum hér að neðan, titil lagið sjálft Incision, en í laginu koma fram meðlimir Integrity og Ringworm!

Integrity - To Die For

Integrity – To Die For (2003)

Deathwish inc –  2003
http://www.bringingitback.com

Fyrri stuttu barst mér í hendur nýjasta afurð hljómsveitarinnar Integrity. Hljómsveitin hefur verið starfandi í meira en 15 ár og er hún meðal annars talin ein af þeim hljómsveitum sem gerði metal blandað hardcore eins vinsælt og það er í dag, í viðbót við að hafa haft mikil áhrif á hljómsveitir á borð við Hatebreed og Converge… engu að síður fylgir sveitinni mikil ádeila og er þetta ein af þeim hljómsveitum sem mikið af fólki hatar vegna skoðanna meðlima sveitarinnar… burt séð frá því öllu er tónlist sveitarinnar á þessum nýja disk örugglega eitthvað af því besta sem sveitin hefur sent frá sér í ára raðir. Á sínum tíma sá ég sveitina spila á tónleikum, en einhvernvegin náði hún engan vegin að standa á bak við sögurnar um hversu gott live band þetta er. Á plasti (það er að segja geisladisk) er sagan önnur. Diskurinn To Die for er mjög góður hardcore diskur, tónlistin er svöl og skemmtileg. Textar sveitarinnar eru vel samdir (þó svo að ég sé enganvegin sammála því sem oft kemur þar) og fjallar meðal annars lagið “Hated of the world” um þá ádeilu sem um bandið snýst.

Hated of the world
everything went away
even i turned my back!
back to the glory
the way it was
the way it should be
feel it coming to its end
those days of parasites
days of loss
time to begin again
thoes days of fear
thoes days of hate
when the world turned against us
(for the music that we made)
for the things that we said
we were the hated
oft the world
i see thourgh the smiles
of my enemies
and i wait and watch their
weakness shine through
nothing will ever relieve
the hate y ou instilled in me
you’ll never learn
let me burn

Í viðbót við það fjallar þeir einnig um hversu hardcore var gott í gamla daga og að fólkið með allar reglurnar sé búinn að reyna að eyðileggja það, en þeirra tími er víst kominn og þeir ætla sína það hvernig á að skemmta fólki…

Tónlistin er góð, en ég er enganvegin að fíla þann boðskap sem sveitin býður upp á, jú jú. Hardcore á að vera skemmtilegt, (og er skemmtilegt að mínu mati). En að vera að kenna einhverjum öðrum en sjálfum sér um hvernig “ástandið” er orðið, er bara eitthvað sem ég skil ekki.

valli