Tag: Immortal

Immortal - Damned in Black

Immortal – Damned in Black (2000)

Osmose Productions –  2000
http://www.immortal.nu/ – http://(www.osmoseproductions.com/

Ég veit ekki betur en að þetta sé önnur plata Immortal síðan að þeir Abbath og Demonaz skildu að skiptum og Abbath hélt áfram með þetta magnaða band sem skapaði sér nafn með meistaraverkunum “Pure Holocaust” og “Battles in the North” áður en þeir svo kúkuðu á sig með fjórðu plötunni
(Demons….Storm…..eitthvað?). Hérna hefur Abbath bætt við sig bassaleikaranum Ischaria en á síðustu plötu, “At the heart of Winter,” hafði hann einungis með sér trommuleikarann Horgh og var útkoman ekki meira en í meðallagi góð.
“Damned in Black” er helvíti flottur metall, skemmtilega grípandi headbang riff sem eru nokkuð fjarri þeim stjarfavaldandi metalvegg sem einkenndi kostagripinn “Battles…” Það er bara fínt því annars væri bandið bara að endurtaka sig og það fer ekki öllum vel þó það fari Motorhead. Gítarsándið hjá Abbath fer aðeins í taugarnar á mér, það er eitthvað svo skært að eftir fjörutíu mínútur er ég annaðhvort orðinn leiður á því eða farinn að kunna að meta það. Lagasmíðarnar eru nokkuð fyrir endurtekningar á áðurnefndum grípandi riffum og náttúrulega eru Immortal drulluþungir og þéttir þó að lítið fari fyrir grind keyrslu nema á stöku stað, þannig að sum lögin eru upp í sex mínútur sem er sumsstaðar óþarfi því lengdin er einungis að skrifast á endurtekninguna í hverju lagi fyrir sig.
Immortal eru sérfræðingar í því að líta hálfvitalega út á plötuumslögum og þeir eru enn svo harðir á því að það er kúl! Svona eins og þroskahefti maðurinn sem gaf út plötuna með Presley lögunum; hann var svo einlægur í söng sínum að það er hrífandi.

Siggi Pönk

Immortal

Norsku pandasvartmálmsguttarnir í Immortal luku upptökum á nýrri afurð, All shall fall í Noregi og Svíþjóð rétt í þessu. Þetta er þeirra fyrsta plata síðan 2002 en þeir komu saman aftur árið 2006 eftir nokkurra ára hlé. Nuclear Blast gefur út.