Efnisorð: iaym.com

Hatesphere

Hljómsveitin Hatesphere hefur lokið upptökum á nýju plötunni “The Sickness Within.” Platan verður masteruð af Tue Madsen seinna í vikunni, en von er á gripnum 27. september næstkomandi. Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:
01. The White Fever
02. The Fallen Shall Rise In A River Of Blood
03. Reaper Of Life
04. Sickness Within
05. Murderous Intent
06. The Coming Of Chaos
07. Bleed To Death
08. Heaven Is Ready To Fall
09. Seeds Of Shame
10. Chamber Master
11. Marked By Darkness

Anterrabae

Hljómsveitin Anterrabae hefur fengið fyrrum söngvara Kid Gorgeous, Erik Boccio, til liðs við sig sem nýjan söngvara, en söngvari sveitarinnar Neal Carter yfirgaf sveitina fyrir nokkru síðan.

Sepultura

Sepultura skelltu sér nýlega í hljóðver til að taka upp nýtt efni. Nýja efni verður væntanlega gefið út á nýrri plötu sem fengið hefur nafnið “Dante 05”, en það er André Moraes sem hefur verið fenginn til að pródúsera plötuna í þetta skiptið.

Deftones

27. september næstkomandi er von á nýjum disk frá hljómsveitinni Deftones. Þetta er enginn venjulegur diskur þar sem diskurinn mun innihalda samansafn af sjaldgæfum lögum sveitarinnar, en í viðbót við það fylgir disknum DVD diskur.

Converge

Íslandsvinirnir í hljómsveitinni Converge eru að semja efni fyrir næstu plötu þessa dagana, en hægt er að nálgast nánari upplýsingar á heimasíðusveitarinnar www.convergecult.com.

ZAO DVD

Í októbermánuði er von á DVD disk frá hljómsveitinni Zao sem fengið hefur nafnið “The Lesser Lights Of Heaven”. Það er Ferret útgáfan sem gefur út diskinn að þessu sinni.

Fear Factory

Hljómsveitin Fear Factory hefur sent frá sér smá tilkynningu um sína næstu plötu í formi mp3 skrár. Í þessarri 15 mín löngu hljóðskrá er að finna tilkynningar frá sveitarmeðlimum varðandi tilvonandi tónleikaferðalög og tilvonandi plötu sem fengið hefur nafnið “Transgression”. Hægt er að nálgast þetta efni (sem meðal annars er tekið upp á æfingu með bandinu) hérna.

AIC Tribute

Söngvari Mudvayne er að vinna í tribute disk fyrir hljómsveitina Alice In Chains, en útgáfa hans Bullygoat Records mun senda frá sér diskinn “We Pay Our Debt Sometimes: A Tribute To Alice In Chains”. Þessi útgáfa er ekki komin á útgáfuætlun ennþá, en von er á því að nánari upplýsingar um diskinn verði í boði á næstu mánuðum. Meðal þeirra listamenna sem talið er að verði á disknum má sá hér að neðan:
Mudvayne – “Bleed The Freak”
Cold – “Junkhead”
Cardboard Vampyres – “Don’t Follow”
Static-X – “Again”
Breaking Benjamin – “Would?”
Patrick Lachman / Jerry Cantrell – “Sea Of Sorrow”
Aaron Lewis – “Am I Inside”
bloodsimple – “Rain When I Die”
Puddle Of Mudd – “I Stay Away”
Mark Lanegan / Mike McCready – “Frogs”
Adema – “Nutshell”
Audioslave – “Rooster”
Zakk Wylde / Jerry Cantrell – “Heaven Beside You”

Roadrunner United

Heljarinnar samstarf listamanna á Roadrunner útgáfunni verður gefið út 11. október næstkomandi. Á plötunni verða meðlimir eftirfarandi hljómsveita: 3 Inches Of Blood , 36 Crazyfists, Annihilator, Brujeria, Carnivore, Chimaira, Coal Chamber, Cradle Of Filth, Cynic, Deicide, DevilDriver, Disincarnate, Exhorder, Fear Factory, Floodgate, Front Line Assembly, Glassjaw, Gruntruck, Ill Nino, Junkie XL, Keith Caputo (solo artist), Killswitch Engage, King Diamond, Life Of Agony, Machine Head, Malevolent Creation, Mercyful Fate, Misfits, Murderdolls, Nailbomb, Obituary, Opeth, Sadus, Sepultura, Slipknot, Soulfly, Spineshank, Still Remains, Stone Sour, Suffocation, Theory Of A Deadman, Thorn, Trivium, Type O Negative og Vision Of Disorder.

Þessu gríðarlega verkefni er stjórnað af þeim . Joey Jordison (Slipknot), Dino Cazares (ex-Fear Factory/Brujeria), Robert Flynn (Machine Head) og Matthew Heafy (Trivium), en þeir pródúsera plötuna og velja þá listamenn til að vinna með sér. Það verður því afar áhugavert að sjá hvort að þessi skemmtilega tilraun takist (það er verður þetta flott eða flopp?) Nánari upplýsingar hér: http://www.roadrun.com/news/story.aspx?newsitemID=9123