Efnisorð: I Adapt – Eistnaflugi 2012

I Adapt – Eistnaflugi 2012

Eins og flest allir íslenskir rokk aðdáendur vita mun hljómsveitin I Adapt stíga á svið eftir nokkra ára fjarveru úr rokkheimum. Hljómsveitin mun spila á árshátíð íslenskra rokkara, Eistnaflug 2012 nánar tiltekið laugardaginn 14. júlí Frá klukkan 23:45 til 00:45.

Samkvæmt fésbókarfærslu sveitarinnar virðist fyrsta æfing sveitarinnar hafa gengið framar vonum, þó svo að eitthvað þurfi að fínstilla áður en að tónleikum sveitarinnar komi, hér að neðan má sjá lagalista sveitarinnar á fyrstu æfingu:

Subject to Change,
Future In You,
Historical Manipulation,
No Courage in Hate,
Afraid to Leave,
Same as it ever was,
Familiar Ghosts,
Sparks