Efnisorð: Helmet

Nýtt lag með HELMET

Bandaríska rokksveitin Helmet sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Dead to the World í lok októbermánaðar, en þetta er fyrsta breiðskífa sveitarinnar í 6 ár. Platan, sem gefin er út af earMUSIC útgáfunni, mun innihalda eftirfarandi lög:

1. Life or Death
2. I ♥ My Guru
3. Bad News
4. Red Scare
5. Dead to the World
6. Green Shirt
7. Expect the World
8. Die Alone
9. Drunk in the Afternoon
10. Look Alive
11. Life or Death (Slow)

Hægt er að hlusta á nýja lagið Bad News hér að neðan:

Helmet með nýja plötu.

Hin magnaða bandaríska hljómsveit HELMET sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni “Dead to the World” 28. október næstkomandi. Platan var tekin upp af Page Hamilton (söngvara og gítarleikara sveitarinnar) en hljóðblönduð af Jay Baumgardner, en hann hefur unnið með hljómsveitum á borð við Ugly Kid Joe, Sevendust, Papa Roach, Endwell, Coal Chamber, Alien Ant Farm og Orgy. Þessi nýja plata mun innihalda eftirfarandi lög:

01. Life or Death
02. I ♥ My Guru
03. Bad News
04. Red Scare
05. Dead To The World
06. Green Shirt
07. Expect The World
08. Die Alone
09. Drunk In The Afternoon
10. Look Alive
11. Life or Death (Slow)

Helmet - Strap It On

Helmet – Strap It On (1990)

Amphetamine Reptile, Interscope –  1990
http://helmetmusic.com/

Ég er einn af þeim sem gjörsamlega féll fyrir Meantime plötu hljómsveitarinnar Helmet og í kjölfarið reyndi að redda mér öllu efni sveitarinnar. Þá var það ekki alveg jafn auðvelt og í dag þar sem netið var ekki út um allt og ef platan fékkst ekki úti í búð þá var það bara fylgjast með tímaritum og blöðum til að finna góða búðir erlendis sem hægt var að panta frá (í gegnum gamla góða póstinn að sjálfsögðu). Ég var heppinn í þetta skiptið þar sem Strap it on fékkst í einni af betri búðum landsins og var því mikil spenna að hlusta á þetta eldra efni sveitarinnar.

Ég held að orðið vonbrigði sé ekki langt frá því hvernig tilfinning mín var við hlustunina á þennan disk strax í upphafi. En eftir að hafa tekið nýverið Helmet æði ákvað ég að hlusta á alla diska sveitarinnar á ný og hefur greinilega aldur minn og þróun tónlistarsmekksins minnkað þetta vonbrigðis tal sem ég fann til í upphafi við hlustun disksins.

Hér er ekki jafn fágað og einfalt efni eins og finna má á seinni plötum. Pönkaður hráleiki og grófar upptökur plötunnar sem gáfu yngri útgáfunni af mér ekki mikið tækifæri til að meta efnið sjálft, en eldri útgáfan er mun sáttari. Lögin eru klassík, enda síðan þá hlustað á þennan disk af og til. Flest lögin á plötunni eru í dag talin sem klassísk Helmet lög og þar við stendur. Lög á borð við Bad Mood, Sinatara, FBLA, Repetition eru fyrirrennarar kinkakolli rokksins sem sveitin hefur verið þekkt fyrir alla tíð síðan.

Valli

Helmet - Meantime

Helmet – Meantime (1992)

Interscope Records –  1992
http://helmetmusic.com/

Hljómsveitin Helmet var stofnuð árið 1989 af söngvara og gítarleikara sveitarinnar Page Hamilton og hefur oft verið talað um sveitina sem þungarokk hins hugsandi manns, hvað sem það nú þýðir. Tónlist sveitarinnar einkennist af einföldum gítar stefum í bland við tíðar takskiptingar (oft á tíðum), öskur og fagrar melódíur.

Ólíkt fyrstu plötu sveitarinnar eru lagasmíðar sveitarinnar mjög hnitmiðaðar og einfaldar, í viðbót við að vera einstaklega grípandi og áhugaverðar. Það getur ekki talist annað en gæfumerki að þrátt fyrir að 18 ár eru frá útgáfu þessarar breiðskífu hljómar hún enn jafn fersk og hún gerði þegar hún var gefin út og því varla hægt að segja annað an þessi plata sé orðin tímalaus klassík.

Strax frá upphafslagi plötunnar, In the meantime (tekið upp af Steve Albini og hljóðblandað af Andy Wallace) finnur maður þetta ótrúlega “groove” sem sveitin náði að mastera á þessari plötu. Í viðbót við það eru lög eins og Give it, Unsung, Role Model sem mun ávalt vera í uppáhaldi, því svo að platan í heild sinni sé lítið annað en meistaraverk.

Áhugavert: Maður að nafni Howie Weinberg masterað meantime en hann hefur masterað plötur með listamönnum á borð við Pantera, Faith No More, Beastie Boys, Danzig, Nirvana, Pantera, Red hot chili peppers í viðbót við hundruði annarra

Valli

Helmet - Betty

Helmet – Betty (1994)

Interscope Records –  1994

Í kjölfar vinsælda plötunnar Meantime, sem sveitin gaf út tveimur árum áður snéru meðlimir hljómsveitarinnar Helmet til baka með nýja breiðskífu að nafni Betty. Hljómsveitin hefði geta farið auðvelda leið og tryggt sér söluvæna vöru með enduteknum riffum frá fyrri tíð, en ákvað þess í stað halda af stað í smá tilraunastarfsemi. Hér má að sjálfsögðu finna á milli klassíska slagara á borð við Milquetoast (sem upprunalega var gefinn út á plötu sem fylgdi bíómyndinni The Crow, þá undir nafninu Milktoast), Wilma’s Rainbow og Rollo, en á plötunni er einnig að finna rólegri og furðlegri tónverk.

Margir eldri aðdáendur sveitarinnar telja sveitina hafa svikið lit með þessarri útgáfu sökum þess að mörg laga sveitarinnar eru mun poppaðri en fyrra efni, minna um öskur annars grófleika fyrri útgáfna. Fátt finnst mér meiri fjarstæða þar sem á plötunni er of mikið um efni sem í dag fólk talar um sem klassískt efni sveitarinnar.

Það sem þessi plata hefur fram yfir aðrar útgáfur sveitarinnar (fyrr og síðar) er fjölbreytileiki. Lögin The Silver Hawaiian og Speachless sitja ofarlega í minni þegar hugsað er til fjölbreytileika plötunnar. En það er einnig nóg af öðrum lögum sem halda plötunni uppi, enda lítið sem ekkert af uppfylli efni á plötunni. Þegar á heildina er litið er þetta önnur af tveim vinsælustu breiðskífum sveitarinnar, skiljanlega þar sem hér er að finna einstaklega skemmtilega og framsækna útgáfu.

Valli

Helmet - Aftertaste

Helmet – Aftertaste (1997)

Interscope Records –  1997

Eftir tilraunakennda útgáfu seinustu breiðsífu snýr hljómsveitin HELMET aftur til leiks með nýrri breiðskífu að nafni Aftertaste, en gömlum áherslum. Hér erum við aftur mætt til kennslu í hvernig á að búa til góða rokktónlist. Eftir að hafa ekki hlustað á þessa plötu í nokkur ár kom mér virkilega á óvart hversu góð þessi plata er í raun og veru, satt best að segja þá er þetta áhlustaða Helmet plata á þessu heimili. Gæði fyrstu fimm laga skífunnar eru eitthvað sem flest allar rokksveitir samtímans myndu vera sáttar við að ná á öllum sínum ferli.

Þetta er önnur breiðskífa sveitarinnar í röð þar sem sveitin verður fyrir mannabreytingum og sú fyrsta sem tekin er upp sem tríó (en fyrri skífum var alltaf að finna tvo gítarleikara). Ekki virðist það hafa haft áhrif á upptökur þar sem flest lög sveitarinnar eru sem fyrr samin af Page Hamilton söngvara og gítarleikara sveitarinnar.

Einstaklega vanmetin plata og klárlega ein af betri skífum sveitarinnar.

Valli

Helmet - Size Matters

Helmet – Size Matters (2004)

Interscope Records –  2004

Fimmta breiðskífa Hljómsveitarinnar Helmet, Size Matter, var gefin út í október árið 2004 og var fyrsta útgáfa sveitarinnar síðan hún hætti árið 1998, en endalok sveitarinnar á þeim tíma voru ekki í góðu að sögn manna sem til þekkja. Það kom því fáum á óvart að aðeins Page Hamilton var mættur til liðs af upprunalegum meðlimum sveitarinnar. Í þetta skipti fékka hann til liðs við sig þá John Tempesta (White zombie, Rob Zombie, Testament, Exodus) og Christ Traynor (Orange 9mm, Bush, Rival Schools), en sá síðarnefni spilaði á gítar með Helmet á seinasta túr sveitarinnar um bandaríkin, en í þetta skiptið var hann mættur með bassann að vopni.

Í fyrstu heillaði þessi plata mig lítið sem ekkert, enda um allt öðruvísi lagasmíðar að ræða. Hingað til hafði Hamilton að mestu samið lög sveitarinnar, á meðan aðrir meðlimir sveitarinnar tóku aðeins þátt í smíði fárra laga. Á Size Matters var að finna mun meira af efni samið af honum og Charlie Clouser (sem þekktastur er fyrr sína vinnu með Nince Inch Nails og Marilyn Manson). Til að byrja með voru lögin samin til að vera hluti af fyrsti sóló plötu Hamiltons, en eftir nánari athugun hljómaði efnið eins og Helmet.

Eftir nánari hlustun hafa skoðanir mínar á plötunni aðeins mildast enda um góðar lagasmíðar að ræða eins og áður. Lög á borð við Enemies, Smart og Unwound sitja ofarlega í minni þegar til betri laga plötunnar (öll þrjú upphaflega samin fyrir hljómsveitina Ghandi (önnur hljómsveit Page Hamilton). Allt í allt held ég að lögin Crashinc Foreign Cars sitji nú eftir sem bestu lög plötunnar.

Ágæt endurkoma, en ekki að öllu gallalaus.

Valli

Helmet - Monochrome

Helmet – Monochrome (2006)

Warcon Records –  2006

Með útgáfu Monochrome ætlaði Page Hamilton og félagar hans í hljómsveitinni Helmet að nálgast gamla tíma á eins náttúrulegan máta og mögulega hægt var. Haldið var í sama upptökuver og fyrstu tveir breiðskífur sveitarinnar voru teknar upp. Þar að auki var sami maður og vann að upptökum þeirra einnig fenginn til og var því áætlun sveitarinnar að ná þeim krafti og gæðum sem finna mátti á Meantime plötunni.

Kannski það sem gleymdist í þessarri fortíðarformúlu var að tímarnir breytast og fólkið með. Hamilton orðinn 46 ára, ekkert unglamb lengur. Lagarsmíðarnar orðnar mjög þroskaðar og fágaðar, einfaldari og að hluta til blíðari. Einnig er að finna furðulegan gítarsóló (On Your Way down), eitthvað sem ég man ekki eftir af fyrri efni sveitarinnar.

Ekki má gleyma því að ég er kannski frekar háður þeim alvarlega sjúkdómi þungarokkara sem oftast tengist hljómsveitinni Metallica, þessi ofur fortríðarþrá um að eldra efni sveitarinnar sé betra og öll þróun (nema innan ásættanlegra marka) sé eitthvað til að bölva yfir.

Enn og aftur má alveg segja að hér eru á ferð góðar ef ekki afbragðs lagasmíðara, en allur sá þokki sem sveitin bar af sér í fyrri tíð er horfinn.

Valli

HELMET

Ný breiðskífa er væntanleg frá hljómsveitinni Helmet í september mánuði. Þetta er fyrsta breiðskífa sveitarinnar í 4 ár, en árið 2006 sendi sveitin frá sér plötuna Monochrome, við ágætis viðtökur. Hægt er að hlusta á sýnishorn af nýju skífunni, sem fengið hefur nafnið Seeing eye dog, á heimasíðunni thenewreview í viðbót við plötudóm um plötuna sjálfa. Hér að neðan má sjá netslóðina á umfjöllunina:
http://thenewreview.net/reviews/helmet-seeing-eye-dog/

Helmet

Von er á nýrri breiðskífu hljómsveitarinnar Helmet í lok júní mánaðar núna í ár. Platan hefur fengið nafnið Seeing Eye Dog og telst sem 7. breiðskífa sveitarinnar. Í þetta sinn er það Working song útgáfan í samvinnu við Vagrant útgáfunna sem gefur út plötuna, en Working song er útgáfa í eigu söngvara og gítarleikara sveitarinnar, Page Hamilton, og tónlistarmannsins Joe Henry.