Efnisorð: Heaven Shall Burn

Heaven Shall Burn með nýtt myndband

Þýsku íslandsvinirnir í þungarokksveitinni Heaven Shall Burn eru tilbúnir með nýtt myndband við lagið Corium af plötunni Wanderer sem gefin í september á seinasta ári.

Á umræddri plötu er að finna eftirfarandi lög:
1 – The Loss of Fury
2 – Bring the War Home
3 – Passage of the Crane
4 – They Shall Not Pass
5 – Downshifter
6 – Prey to God
7 – Agent Orange” (Sodom cover; bónus lag á delux plötu)
8 – My Heart Is My Compass
9 – Save Me
10 – Corium
11 – Extermination Order
12 – A River of Crimson
13 -The Cry of Mankind (My Dying Bride cover)
14 – Battle of Attrition” ( bónus lag á delux plötu)

Umrætt myndband við lagi Corium má sjá hér að neðan:

Heaven Shall Burn með nýja plötu og nýtt lag! (uppfært)

Hljómsveitin Heaven Shall Burn sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni “Wanderer” núna um miðjan september.  Platan verður í boði í nokkrum útgáfum (eins og venjan er þessa dagana), en gripurinn er gefinn út af Century Media úgáfunni. Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög

1. The Loss Of Fury
2. Bring The War Home
3. Passage Of The Crane
4. They Shall Not Pass
5. Downshifter
6. Prey To God
7. Agent Orange
8. My Heart Is My Compass
9. Save Me
10. Corium
11. Extermination Order
12. A River Of Crimson
13. The Cry Of Mankind
14. Battle Of Attrition (aðeins í bónus útgáfu)

Sérstök viðhafnarútgáfa er í boði með fyrstu eintökum og þar verður að finna eftirfarandi aukaefni:

CD2: Too Good To Steal From
1. Whatever That Hurts (Tiamat Cover)
2. Valhalla (Blind Guardian cover)
3. Black Tears (Edge of Sanity cover)
4. European Super State (Killing Joke cover)
5. Straßenkampf (Die Skeptiker cover)
6. Nowhere (Therapy? cover)
7. True Belief (Paradise Lost cover)
8. Not My God (Hate Squad cover)
9. Destroy Fascism (Endstand cover)
10. Dislocation (Disembodied cover)
11. Auge Um Auge (Dritte Wahl cover)
12. Downfall Of Christ (Merauder cover)
13. River Runs Red (Life of Agony cover)

Hér að neðan má sjá textamyndband við lagið Bring the war home:

Heaven Shall Burn - Whatever It May Take

Heaven Shall Burn – Whatever It May Take (2001)

LifeForce/Liberation –  2001

Það er magnaður skratti hvað nýjustu kynslóðir hardcore rokkara geta verið víðsýnir tónlistarlega. Miðað við hvernig t.d. dauðarokkararnir tóku á málinu, útskúfuðu öllum þeim sem ekki voru tryggir stefnunni og stimpluðu þá veimiltítur, hérna í den, þá er allt leyfilegt í dag.
Heaven Shall Burn er þýsk hljómsveit sem tekur inn í sinn stíl marga þætti úr dauðarokkinu og blandar við sinn hardcore keyrslustíl og boðskap. Hraðinn og mörg gítarriffin minna sterklega á bresku sveitina Bolt Thrower en þó án þess að um eftiröpun sé að ræða. Heaven Shall Burn eru þungir og þéttir, halda sig við miðlægan hraða með blautlega þungum trommuhljómi en yfir þéttan metalvegginn skjótast angurværir gítartónar inn á milli. Samanburður við thrash metal árásir At The Gates og grófleika hinna íslensku Andlát er óhjákvæmilegur. Rödd söngvarans liggur hátt þegar hann öskrar textana. Textarnir eru ljóðrænar árásir á smáborgarahátt – “conformity, the agony of freedom, an epidemic eats our world” (it burns within) og hvatning til almennings um að taka völdin úr höndum þeirra sem misnota þau; “..but if we refuse, if we demonstrate at last, they will go down” (ecowar), auk þess sem þeir benda á að enn er von þó erfitt sé að vera hugsjónamaður; “One life, one hope, this is our life in hell punished for telling the truth, for unwanted ideals” (naked among wolfes).
Tékkið á þessu eða brennið í himnaríki.

S.Punk

Heaven Shall Burn - In Battle There Is No Law

Heaven Shall Burn – In Battle There Is No Law (2002)

LifeForce –  2002
Endur útgefinn diskur, var upprunalega gefinn út árið 1998

”HARDCORE ÍSLANDSVINIR”

Þýsku hardcore guttarnir í Heaven Shall Burn eru á leið til Íslands í annað skipti. Þeir voru svo upprifnir yfir móttökunum sem þeir fengu á tvennum tónleikum sínum í vor að þeir koma aftur milli jóla og nýárs.
Það er heldur ekki að undra að þeir fái góðar móttökur hjá metalhausunum og hardcoreliðinu hérlendis. Tónlist þeirra er ofurþétt og þungt metalcore. Til nánari útskýringar má benda á að metalcore kallast það þegar hardcore strákar spila hardcore með hljómi og riffum ættuðu úr dauðarokki og öðrum metalstefnum. Þeir hafa einmitt lýst því yfir sjálfir að helstu tónlistarlegir áhrifavaldar þeirra séu Bolt Thrower og At The Gates.
Mér skilst að “In Battle..” sé samtíningur af eldri verkum, áður útgefnum en í stórhættu að glatast, sem búið er að taka upp aftur. Lítil þróun hefur átt sér stað frá þeim árum að “Whatever it May Take” plötunni, ég merki helst að hljómurinn er betri og þyngri á þessum upptökum. Ekki er um neinar stefnubreytingar að ræða enda engin þörf á því, Heaven Shall Burn eru flottir eins og þeir eru. En auk þess að “In Battle…” sé þyngri en seinni verk þeirra finnst mér meiri vísun í dauða og eymd. Í stað þess að þeir vísi til mikilvægis þess að berjast fyrir verndun jarðarinnar er í þeim uppgjafar- og haturstónn. Höfin eru eitruð, blóðið streymir og skýin brenna eins og fátt sé eftir til að berjast fyrir. Þetta viðhorf hefur breyst í seinni tíð. Frá dauðaheimspeki til hardcorebaráttuanda.
Á þessum disk eru fjögur gömul demolög til uppfyllingar. Þessar demoútgáfur eru skemmtilega hráar og koma við taugarnar á traustum aðdáendum auk þess að upptökurnar eru frá 1996 og ’97 og gefa skemmtilega mynd af tónlistarlegri þróun Heaven Shall Burn.

S.Punk

Heaven Shall Burn

Þýsku íslandsvinirnir í Heaven shall burn hafa gert útgáfusamning við Century Media útgáfuna. Sveitin mun gefa út diskinn Antigone með hjálp útgáfunnar 26. apríl næstkomandi, en diskurinn verður einnig til í sérstakri pakkningu þar sem finna má tvö aukalög. Á disknum verður að finna eftirfarandi lög: (en fyrir ykkur sem hafið áhuga endilega athugið nöfnin á Outro lögunum á disknum)
01. Echoes (Intro)
02. The Weapon They Fear
03. The Only Truth
04. Architects Of The Apocalypse
05. Voice Of The Voiceless
06. Numbing The Pain
07. To Harvest The Storm
08. Rìsandi Von (Outro)
09. Bleeding To Death
10. Tree Of Freedom
11. The Dream Is Dead
12. Deyjandi Von (Outro)