Efnisorð: Hávaði

Sjö ár af öfgum eða: Hvernig I Adapt innleiddu harðkjarnann á Íslandi og bera þess vart bætur síðan

Þetta er tilfinningaþrungin stund. Síðasta kvöld hljómsveitarinnar I Adapt, eftir sjö ára starfsemi. Birkir Fjalar Viðarsson (AKA Birkir BookhouseBoy UnnarogVidarsson), söngvari sveitarinnar og aðal-hugmyndafræðingur, stendur uppi á borði umkringdur dansandi, öskrandi vinum og viðhlæjendum. Hann öskrar tryllingslega og ber sér á brjóst. Hópurinn tekur undir.

Lesið nánar

Hávaði

Hljómsveitirnar Sushi Submarine, Náttfari og Hellvar leika á Dillon föstudagskvöldið 4. júlí næstkomandi og eru þetta tilvaldir tónleikar fyrir aðdáendur háværs rokks.

Hellvar var stofnuð árið 2003 og hefur gefið út 3 breiðskífur, þá síðustu árið 2012. Hún spilar rokk, enda eru þrír rafgítarar og einn hávær rafbassi í henni, ásamt snarbrjáluðum trommuleikara.

Náttfari hefur starfað með hléum frá árinu 2000 og leikur hnausþykkt og seiðmagnað rokk með áhrifum úr ýmsum ólíkum áttum.

Sushi Submarine var stofnuð árið 2012 og gaf út stuttskífuna DEMONWEED á stafrænu formi sama ár.

Með þessum tónleikum, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna 4. júlí, vilja sveitirnar hvetja Bandaríkjamenn til að styðja ekki árásir á Palestínu frekar.

Aðgangseyrir er aðeins 500 kall, það gerist ekki betra.