Efnisorð: Hatesphere

Hatesphere í nýju helvíti

Danska hljómsveitin Hatesphere sendir frá sér nýja breiðksífu 20. nóvember næstkomandi að nafni New Hell. Platan var tekin upp hjá og af Tue Madsen í Antfarm hljóðverinu. Það er Massacre Records útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar, en hægt er að hlusta á smá sýnishorn af þessarri nýju plötu í myndbandinu hér að neðan:

Hatesphere - The Killing EP

Hatesphere – The Killing EP (2005)

SPV –  2005

Ég á erfitt með að átta mig á metal heiminum í dag, á meðan hljómsveitir eins og Shadows Fall, As I lay Dying og Lamb Of God eru að fá mikla athygli (verðskuldaða að einhverju leiti) þá falla hljómsveitir eins og Hatesphere algjörlega í skuggan. Í dag er ein hljómsveit sem stendur framar öðrum í Thrash/metal heiminum og það danska hljómsveitin Hatesphere. Þessi EP plata er alveg frábær frá byrjun til enda og ef þetta er eitthvað líkt því sem koma skal á næstu plötu sveitarinnar þá verður á ferð ein betri metal plata síðarri ára. Fyrstu þrjú lög plötunnar eru þrusu thrash slagarar sem slá öllum tískumetalböndunum ref fyrir rassgat. Þrusumetall. Rúsínan í pylsuendanum á þessarri plötu er lagið “Trip at the brain” upprunalega með Suicidal Tendencies, sem er bara með betri coverlögum sem ég hef heyrt. Frábært band, frábær plata. vill meira!

Hatesphere

Dönsku þungarokkkararnir (eitthvað sem maður segir ekki oft) í hljómsveitinni Hatesphere halda í hljóðver í næstu viku til að tala upp nýtt efni. Það er félagi sveitarinnar, Tue Madsen, sem tekur upp efnið, enda Dani og því ætti það að auðvelda samskipti.. væri tildæmis vont ef þetta væri finni, sem talaði ekki ensku.

Hatesphere

Hljómsveitin Hatesphere hefur lokið upptökum á nýju plötunni “The Sickness Within.” Platan verður masteruð af Tue Madsen seinna í vikunni, en von er á gripnum 27. september næstkomandi. Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:
01. The White Fever
02. The Fallen Shall Rise In A River Of Blood
03. Reaper Of Life
04. Sickness Within
05. Murderous Intent
06. The Coming Of Chaos
07. Bleed To Death
08. Heaven Is Ready To Fall
09. Seeds Of Shame
10. Chamber Master
11. Marked By Darkness

Hatesphere

Danskurinn hefur gert dreifingarsamning um við þýsku útgáfuna Steamhammer/SPV (sem inniheldur bönd eins og Motörhead, Saxon, Type O Negative, Monster Magnet, Kreator, Raging Speedhorn, Dio, Sepultura). Nýja smáplatan “The Killing EP” kemur út þann 31.janúar og er með þessi lög:
1. Murderous Intent
2. You’re the Enemy
3. The Will of God
4. Trip at the Brain (Suicidal Tendencies cover)

Plötunni verður fylgt eftir í febrúar/mars með hljómleikaferðalagi ásamt Kreator + Dark Tranquillity og Ektomorf.
Tékkið á myndum af Íslandsferð þeirra flödeskummere hér: http://www.hatesphere.com/billeder/island2004/index.htm

Hatesphere

Dönsku thrashmetalhausarnir í Hatesphere gefa út sína þriðju plötu Ballet of the Brute þann 7. júní á ítölsku útgáfunni Scarlet Records. Bandið hitar upp fyrir Exodus á Evróputúr þeirra. Lög plötunnar eru:
01. The Beginning And The End
02. Deathtrip
03. Vermin
04. Downward To Nothing
05. Only The Strongest…
06. What I See I Despise
07. Last Cut, Last Head
08. Warhead (feat. INVOCATOR’s Jacob Hansen)
09. Blankeyed
10. 500 Dead People