Efnisorð: Haste

Haste - The Mercury Lift

Haste – The Mercury Lift (2003)

Century Media –  2003
www.myspace.com/haste

Hljómsveitin Haste (frá Birmingham í Alabama fylki) var stofnuð árið 1993 og gaf út á starfsferlinum 3 breiðskífur, allar á Century Media útgáfunni. Svona snöggt á litið mætti halda að hér á ferð sé dæmigerður Century Media metall sem gefinn var út í kringum aldamótin, en það er langt í frá. Hér er á ferð hljómsveit sem spilar rokk, hart rokk, en eins langt frá metal og hægt er að finna á þessarri ágætu útgáfu. Sveitin hefur á einhvern hátt alltaf heillað mig, ekki einungis vegna þess að í henni er að finna 2 söngvara, heldur einnig vegna velheppnaðrar melódíu sveitarinnar. Í rauninni er það allur pakkinn sem sveitinni fylgdi sem á einhvern hátt heillaði mig. Með hverri útgáfu breyttist sveitin mikið og má segja að sveitin hafi í upphafi verið sveitt hardcore með fókus á öskur í bland við melódískt en hart gítarspil, en söngstíll beggja söngvara sveitarinnar var allt mjög ólíkur (annar með háa skræka rödd, hinn með dýpri og nokkuð týpiska hardcore öskur rödd). Með öðrum disk sveitarinnar var maður strax var við meiri melódíu, en samt án þess að tapa því sem sveitin hafði áður, og með þessum þriðja og síðasta disk sínum fann maður mikla viðbótar breytingu, en samt í beinum tengslum við fyrra efnið.

Diskurinn hefst með stuttu trommu intrói sem er síðan tekið yfir af taktföstu og einföldum riffum og öskrum, en mildast með smá auka gítar melódíu. Við þessu tekur svo létt og skemmtileg rokkmelódía sem er síðan skipt út fyrir harðari takta á ný. Kannski má segja að diskurinn sé svona í held sinni, barátta gamalla öskrandi hardcore drauma við nýrri melódískari tíma, með rólegheitum og vandvirkni. Þegar á heildina er litið þá finnst mér þessi sveit ekki getað klikkað með nokkrum hætti, þrátt fyrir að fyrri plötur sveitarinnar séu í miklu uppáhaldi þá fylgir þessi fljótlega á eftir sem góð og skemmtileg rokk plata.

Eftir að hafa hlustað á þessa plötu af og til árum saman kemur hún mér einhvernveginn alltaf á óvart, svona nokkurveginn eins og þegar maður skellir snapcase eða refused diskum á fóninn og hugsar, afhverju er ekki svona tónlist lengur til?!

Valli

Haste - When Reason Sleeps

Haste – When Reason Sleeps (2001)

Century Media –  2001

Alveg frá því að ég heyrði í þessu þá varð ég alveg húkkt. When Reason Sleeps er annar diskur hljómsveitarinnar Haste (frá Birmingham Alabama fylki í Bandaríkjunum). Hvert eitt og einasta lag á þessum disk gripur mig svo rosalega að ég á stundum erfitt að standa kjurr.. Ég veit samt eignlega ekki hvernig á að lýsa þessu bandi öðruvísi en sem rokk bandi, þetta er sko sannarlega rokkað, langt frá því að vera metall, mun meira út í hardcore en eitthvað annað. Í bandinu eru 2 söngvarar, annar með háa rödd, en hinn með dimma. Frábær blanda, og mjög skemmtilegt hvernig þeir skiptast á að syngja. Ég er búinn að vera með þennan disk í láni í þónokkurntíma, og vill helst ekkert skila honum, þó svo að ég búst við því að ég verði að eigna mér eintak af þessu disk sem fyrst. Þetta er frábær diskur.

valli

Haste

Hljómsveitin Haste hefur skellt áður ótútgefni lagi á Purevolume síðuna sína, Lagið heitir Cursive to print og var tekið upp á sama tíma og síðasta plata. Hægt er að hlusta á lagið og nokkur önnur lög sveitarinnar á þessarri síðu: http://www.purevolume.com/hastesigned/

HASTE

Hljómsveitin Haste sagt skilið við söngvarann Kelly Reaves, en sögur um þetta hafa verið í gangi um nokkurn tíma. Sveitin hefur ákveðið að leita ekki að nýjum söngvari, en fyrir þá sem ekki vita þá voru tveir söngvarar í sveitinni. Chris Mosley mun því taka alveg við öllum söng fyrir sveitina. Von er á því að hljómsveitin fari í heljarinnar tónleikaferðalag um evrópu núna á árinu.

Haste

Hljómsveitin Haste lauk nýlega við tónleikaferðalag með hljómsveitinni As I Lay Dying og er tilbúin til að spila meira um strendur bandaríkjanna. Hljómsveitin er á leiðinni heljarinnar túr með Strech Arm Strong og With Honor. Þar endar þetta ekki því fljótlega á eftir því fer sveitin í tónleikaferðalag með Hey Mercedes, Hopesfall og Zao

Haste

Hægt er að hlusta á alla nýju plötu hljómsveitarinnar Haste á netinu þessa dagana. Platan er í boði á heimaíðuinni www.themercurylift.com og verður gefin út 1. júlí næstkomandi.

Haste

Century Media útgáfan hefur skellt mp3 skrá með nýju Haste Lagi á netið. Lagið heitir “The Death Of Stars Like The Sun” og verður að finna á tilvonandi plötu sveitarinnar “The Mercury Lift”, sem gefin verður út 1. júlí næstkomandi. Lagið er að finna hér.

Haste

Hljómsveitin Haste hefur hefur ákveðið að nýja platan “The Mercury Lift”, verði gefin út 1. júlí á þessu ári. Á heimasíðu sveitarinnar www.hastemusic.com er hægt að sjá smá video frá upptökum sveitarinnar með Randy Blythe (söngvara Lamb of god). Hér á neðan má sjá lagalista plötunnar:
01 – “With All The Pride And Dignity Of A Drowning Swimmer”
02 – “Evidence Of Wasted Ink”
03 – “The Rescued” (ásamt Jeff Jenkins úr Codeseven)
04 – “Houdini Lost His Key”
05 – “The Death Of Stars Like The Sun”
06 – “Room 134”
07 – “Aspartame”
08 – “A God Reclaims His Throne” (ásamt Randy Blythe úr Lamb Of God)
09 – “Stutter”
10 – “Force Is Always An Option”
11 – “Revenge Tastes Like Blood And Broken Teeth”

Haste

Enn meira að útgáfum því að hljómsveitin Haste er að fara að gefa út sína 3. plötu snemma í júní mánuði. Það er Century Media útgáfan sem gefur diskinn út sem fyrr. Hljómsveitin hefur ákveðið að fara í tónleikaferðalag í maí/júní um austurströnd bandaríkjana.

Haste

Von er á nýju Haste plötunni “The Mercury Lift” 3. júní næstkomandi. Platan verður gefin út af Century Media útgáfunni sem fyrr og mun innihalda gestasöngvarana út hljómsveitunum Lamb of god og Codeseven.